Quo Vadis - Hvert stefnir þú, Ísland? Micheal Porter og Christian Ketels skrifar 6. nóvember 2008 04:00 Fyrir réttum tveimur árum urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja Ísland til að greina samkeppnishæfni í samstarfi við íslenska fræðimenn. Samkeppnishæfni, sem endurspeglar skilvirkni atvinnulífs á hverjum stað, er þungamiðja rannsókna okkar því velmegun þjóða og svæða er í beinu sambandi við samkeppnishæfni þeirra. Þessi rannsóknarvinna varð grundvöllur kennsluefnis (e. case-study) um samkeppnishæfni Íslands sem var kennt í fyrsta skipti í samkeppnishæfni kúrsi Harvard háskóla í mars 2007 í viðurvist Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Síðustu tvær setningarnar í efninu um Ísland voru eftirfarandi: „Flestir greiningaraðilar töldu að hár viðskiptahalli og mikil skuldsetning stæðust til lengdar en skuldsetning heimilanna óx úr 80% af ráðstöfunartekjum árið 1990 í 192% árið 2004. Þrátt fyrir að verðmæti fasteigna og eigna lífeyrissjóðanna hafi aukist gríðarlega, gæti nýfenginn auður reynst tálsýn." Viðreisnar vonchristian ketelsÁ haustmánuðum 2008 er nú svo komið að íslenska fjármálakerfið er skyndilega að engu orðið og nafn Íslands er orðið nátengt alþjóðlegu fjármálakrísunni, rétt eins og undirmálslán og Lehman bræður. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ásamt fleirum kemur nú ríkissjóði til bjargar svo unnt sé að endurreisa eðlilega bankastarfsemi og standa undir hluta af erlendum skuldum hinna gjaldþrota banka. Fjöldi íslenskra fyrirtækja með mikil alþjóðleg umsvif er á heljarþröm vegna verðfalls eigna og gríðarlegs taps eigenda þeirra vegna falls bankanna. Var íslenska efnahagsundrið eingöngu byggt á sandi og háð ofvöxnu bankakerfi sem treysti á að ódýrt, erlent lánsfé væri alltaf til staðar?Greining okkar segir aðra sögu. Leiðtogar Íslands eru að sjálfsögðu ekki hafnir yfir gagnrýni vegna mistaka í aðdraganda hrunsins. En við teljum einnig að Ísland eigi sér viðreisnar von og geti varðað leið að nýrri og betri framtíð.Árangur Íslands á undanförnum áratugum grundvallaðist að miklu leyti á efnahagslegum umbótum og markvissri stefnumörkun stjórnvalda sem miðað að því að bæta stöðugt rekstrarskilyrði fyrirtækja. Aðild landsins að evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 skipti miklu máli og hafði í för með sér að íslensk fyrirtæki störfuðu samkvæmt evrópskum reglum og kepptu á jafnréttisgrundvelli við alþjóðleg fyrirtæki, bæði á heimamarkaði og erlendis. Vel menntað og duglegt starfsfólk á Íslandi kepptist við að nýta ný tækifæri sem leiddi til mikils efnahagsvaxtar. Atvinnuþátttaka Íslendinga er ennfremur með því mesta sem gerist í heiminum en 59% þjóðarinnar voru á vinnumarkaði árið 2007, meira en í nokkru öðru landi í Ameríku eða Evrópu.Alþjóða efnahagsstofnunin (e. World Economic Forum), gefur árlega út skýrslu er leggur mat á og ber saman samkeppnishæfni þjóða (e. Global Competitiveness Report). Ísland mælist ávallt í hópi tuttugu efstu þjóða heims þrátt fyrir smæð sína. Þessi góða niðurstaða er studd mati Alþjóða bankans (e. World Bank) sem nýlega raðaði Íslandi í 11. sæti þegar kemur að skilvirkni laga og reglna er lúta að atvinnulífinu. Ísland hefur einnig verið lengi í allra fremstu röð hvað viðkemur stjórnsýslu og félagslega kerfinu. Ennfremur býr Ísland yfir náttúruauðlindum, hreinni orku og fiski, sem stöðugt aukast að verðmæti. Áhættusækin útrásÆvintýralegur vöxtur undanfarinn áratug var hins vegar ekki bara vegna umbóta á Íslandi, heldur byggðist hann líka á því sem var að gerast annars staðar. Alþjóðavæðing, önnur meginstoð íslensku útrásarinnar, leysir þjóðir úr fjötrum lítils heimamarkaðar og skapar tækifæri til að fjárfesta og þjónusta viðskiptavini út um allan heim. Það þarf því engum að koma á óvart að íslenskir athafnamenn, sem áður þekktu aðeins lítinn og einangraðan heimamarkað, hafi stokkið á þessi nýju tækifæri af miklum krafti, hvort sem það fólst í yfirtökum á samheitalyfjafyrirtækjum í Mið- og Austur Evrópu eða uppbyggingu á bjórverksmiðjum í Rússlandi. Þegar við skoðuðum íslensk útrásarfyrirtæki árið 2007 og reyndum að skilja sérstöðu þeirra voru niðurstöðurnar umhugsunarverðar. Íslensk fyrirtæki reyndust almennt fyllilega samkeppnishæf en stóðu erlendum keppinautum sínum þó ekki endilega framar. Eini áþreifanlegi munurinn var aukin tilhneiging til áhættusækni. Hraður vöxtur íslensku fyrirtækjanna virtist því almennt ekki liggja í eiginlegu samkeppnisforskoti heldur frekar í sífellt djarfari fjármálagjörningum.Breytingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er þriðja megin skýringing á hröðum efnahagsvexti undanfarið. Greiður aðgangur að erlendu lánsfé, sem skýrist af langvarandi hagvaxtarskeiði í heiminum, eftirgefanlegri peningamálastefnu í mörgum löndum og nýjum fjármálagjörningum sem virtust margfalda aðgengi að fjármagni, gerði íslenskum fyrirtækjum kleift að vaxa gríðarlega á mjög skömmum tíma. Það virtust fá takmörk fyrir því hversu mikið félög gátu skuldsett sig í sókn eftir miklum hagnaði og nýjum tækifærum. Haft var eftir áberandi íslenskum fjárfesti í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Industry: "Það má færa rök fyrir því að maður þurfi a.m.k. 40% eigið fé til að kaupa fyrirtæki. En það er einfaldlega þvaður." Þegar skjótfenginn gróði flæddi inn í hið litla íslenska hagkerfi leiddi það fljótt til mikilla og flókinna eignatengsla sem erfitt var að átta sig á en þýddi að einn miðlægur aðili gæti dregið marga aðra tengda aðila niður með sér í hugsanlegu falli. Ísland hafði líka þá sérstöðu að vera langminnsta sjálfstæða myntsvæði í heimi. Það hafði í för með sér mikla gjaldeyrisspákaupmennsku sem keyrði upp gengi krónunnar og lét líta svo út fyrir að lán í erlendri mynt væru sterkur leikur fyrir íslenska neytendur. Það var kannski ekki skrítið að við skyldum sjá svo marga byggingarkrana yfir Reykjavík í október 2006, vísbending um aðsteðjandi vanda. Allt lagt undirFall íslensku bankanna kom ekki til vegna óábyrgra lánveitinga til viðskiptavina sem gátu ekki borgað sínar skuldir. Bankarnir féllu vegna þess að þeir gátu ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum (á seinni stigum sóttu þeir líka í örvæntingu grimmt í innlán með háum vöxtum frá almenningi víða í Evrópu). Eftir því sem alþjóðlega lánsfjárkreppan versnaði, fækkaði stöðugt möguleikum íslensku bankanna til að endurfjármagna. Öllum mátti líka ljóst vera að heildarskuldir íslensku bankanna voru svo miklar samanborið við stærð íslenska hagkerfisins að hvorki ríkissjóður né seðlabankinn voru trúverðugir þrautavaralánveitendur.Bankarnir lögðu allt undir og treystu á að alþjóðlegar markaðsaðstæður héldust að mestu stöðugar. Þeir - eins og svo margir aðrir um allan heim - voru alls ekki búnir undir möguleikann á kerfislægri lánsfjárkreppu sem yrði slæm fyrir alla heimsbyggðina en fæli í sér gjöreyðingu fyrir banka frá litlu landi með afar takmarkað svigrúm til að hjálpa þeim. Á meðan hamförunum stóð voru einnig gerð mistök, bæði af hálfu íslenskra ráðamanna og erlendra aðila, sem flýttu fyrir hruninu.Niðurstaða greiningar okkar var sú að íslenska efnahagsundrið var annað og meira en fjármálabóla. Efnahagsvöxturinn átti rætur sínar að rekja til mikilla umbóta og framfara í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Aukin alþjóðavæðing margfaldaði svo þann efnahagslega ávinning sem hægt var að sækja á grundvelli bætts viðskiptaumhverfis. Greiður aðgangur að ódýru lánsfé freistaði enn fremur banka og athafnamanna til að vaxa enn hraðar í trausti þess að aðstæður yrðu áfram hagfelldar. En þegar alvarlegt ytra áfall í formi bandarísku undirmálslánakrísunnar dundi yfir leiddi það til þess að kerfið liðaðist smám saman í sundur með skelfilegum afleiðingum fyrir Ísland.Hvað nú?Hvert stefnir Ísland nú? Íslenska efnahagsundrið byggðist á þremur meginstoðum: Umbótum innanlands sem stuðluðu að góðu rekstarumhverfi fyrirtækja, alþjóðavæðingu fjármagns og viðskipta, og greiðum aðgangi að ódýru lánsfé erlendis. Af þessum þremur stoðum hefur sú þriðja horfið alveg af sjónarsviðinu að sinni. Önnur stoðin er ennþá til staðar en henni er nú ógnað af aukinni tilhneiginu til verndarstefnu um allan heim. Fyrsta stoðin er hins vegar alfarið í höndum Íslendinga.Þess vegna teljum við að Ísland eigi alla möguleika á að ná sér upp aftur, með því að nýta auðlindir sínar sem og þá vinnusemi og elju sem Íslendingar eru þekktir fyrir. Endurreisnin mun þó taka tíma - skuldir ríkisins munu aukast verulega vegna falls bankanna og þær skuldir þarf að greiða til baka á kostnað þess að byggja upp atvinnulífið eins fljótt og hægt væri. Að auki hafa mikil verðmæti glatast við gjaldþrot fyrirtækja og nauðungarsölur á útsöluverði til erlendra aðila við núverandi markaðsaðstæður.En umfram allt reynir nú á leiðtoga landsins að standa sem aldrei fyrr vörð um samkeppnishæfni atvinnulífsins og halda áfram á þeirri braut að bæta stöðugt rekstarumhverfi fyrirtækjanna. Ísland hefur getið sér gott orð í þessum efnum þrátt fyrir ýmsa veikleika (sem voru reyndar líka til staðar þegar allt lék í lyndi). Ráðamenn verða að gefa almenningi skýr skilaboð um að framsækinni efnahgasstefnu undanfarinna ára sem miðaðist við að tryggja samkeppnishæft rekstarumhverfi einkafyrirtækja sé ekki um að kenna nú enda eigi hún lítið skylt við öfgakenndar sveiflur alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þvert á móti, ef ekki hefði verið ráðist í þessar umbætur hefði Íslandi ekki aðeins farnast mun verr undanfarna tvo áratugi heldur mun Íslandi einnig farnast verr í framtíðinni ef dregið verður í land og rekstrarskilyrði skert. Höfundar eru prófessorar við Harvard-háskóla. Porter er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Georg Lúðvíksson þýddi úr ensku. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tveimur árum urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja Ísland til að greina samkeppnishæfni í samstarfi við íslenska fræðimenn. Samkeppnishæfni, sem endurspeglar skilvirkni atvinnulífs á hverjum stað, er þungamiðja rannsókna okkar því velmegun þjóða og svæða er í beinu sambandi við samkeppnishæfni þeirra. Þessi rannsóknarvinna varð grundvöllur kennsluefnis (e. case-study) um samkeppnishæfni Íslands sem var kennt í fyrsta skipti í samkeppnishæfni kúrsi Harvard háskóla í mars 2007 í viðurvist Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Síðustu tvær setningarnar í efninu um Ísland voru eftirfarandi: „Flestir greiningaraðilar töldu að hár viðskiptahalli og mikil skuldsetning stæðust til lengdar en skuldsetning heimilanna óx úr 80% af ráðstöfunartekjum árið 1990 í 192% árið 2004. Þrátt fyrir að verðmæti fasteigna og eigna lífeyrissjóðanna hafi aukist gríðarlega, gæti nýfenginn auður reynst tálsýn." Viðreisnar vonchristian ketelsÁ haustmánuðum 2008 er nú svo komið að íslenska fjármálakerfið er skyndilega að engu orðið og nafn Íslands er orðið nátengt alþjóðlegu fjármálakrísunni, rétt eins og undirmálslán og Lehman bræður. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ásamt fleirum kemur nú ríkissjóði til bjargar svo unnt sé að endurreisa eðlilega bankastarfsemi og standa undir hluta af erlendum skuldum hinna gjaldþrota banka. Fjöldi íslenskra fyrirtækja með mikil alþjóðleg umsvif er á heljarþröm vegna verðfalls eigna og gríðarlegs taps eigenda þeirra vegna falls bankanna. Var íslenska efnahagsundrið eingöngu byggt á sandi og háð ofvöxnu bankakerfi sem treysti á að ódýrt, erlent lánsfé væri alltaf til staðar?Greining okkar segir aðra sögu. Leiðtogar Íslands eru að sjálfsögðu ekki hafnir yfir gagnrýni vegna mistaka í aðdraganda hrunsins. En við teljum einnig að Ísland eigi sér viðreisnar von og geti varðað leið að nýrri og betri framtíð.Árangur Íslands á undanförnum áratugum grundvallaðist að miklu leyti á efnahagslegum umbótum og markvissri stefnumörkun stjórnvalda sem miðað að því að bæta stöðugt rekstrarskilyrði fyrirtækja. Aðild landsins að evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 skipti miklu máli og hafði í för með sér að íslensk fyrirtæki störfuðu samkvæmt evrópskum reglum og kepptu á jafnréttisgrundvelli við alþjóðleg fyrirtæki, bæði á heimamarkaði og erlendis. Vel menntað og duglegt starfsfólk á Íslandi kepptist við að nýta ný tækifæri sem leiddi til mikils efnahagsvaxtar. Atvinnuþátttaka Íslendinga er ennfremur með því mesta sem gerist í heiminum en 59% þjóðarinnar voru á vinnumarkaði árið 2007, meira en í nokkru öðru landi í Ameríku eða Evrópu.Alþjóða efnahagsstofnunin (e. World Economic Forum), gefur árlega út skýrslu er leggur mat á og ber saman samkeppnishæfni þjóða (e. Global Competitiveness Report). Ísland mælist ávallt í hópi tuttugu efstu þjóða heims þrátt fyrir smæð sína. Þessi góða niðurstaða er studd mati Alþjóða bankans (e. World Bank) sem nýlega raðaði Íslandi í 11. sæti þegar kemur að skilvirkni laga og reglna er lúta að atvinnulífinu. Ísland hefur einnig verið lengi í allra fremstu röð hvað viðkemur stjórnsýslu og félagslega kerfinu. Ennfremur býr Ísland yfir náttúruauðlindum, hreinni orku og fiski, sem stöðugt aukast að verðmæti. Áhættusækin útrásÆvintýralegur vöxtur undanfarinn áratug var hins vegar ekki bara vegna umbóta á Íslandi, heldur byggðist hann líka á því sem var að gerast annars staðar. Alþjóðavæðing, önnur meginstoð íslensku útrásarinnar, leysir þjóðir úr fjötrum lítils heimamarkaðar og skapar tækifæri til að fjárfesta og þjónusta viðskiptavini út um allan heim. Það þarf því engum að koma á óvart að íslenskir athafnamenn, sem áður þekktu aðeins lítinn og einangraðan heimamarkað, hafi stokkið á þessi nýju tækifæri af miklum krafti, hvort sem það fólst í yfirtökum á samheitalyfjafyrirtækjum í Mið- og Austur Evrópu eða uppbyggingu á bjórverksmiðjum í Rússlandi. Þegar við skoðuðum íslensk útrásarfyrirtæki árið 2007 og reyndum að skilja sérstöðu þeirra voru niðurstöðurnar umhugsunarverðar. Íslensk fyrirtæki reyndust almennt fyllilega samkeppnishæf en stóðu erlendum keppinautum sínum þó ekki endilega framar. Eini áþreifanlegi munurinn var aukin tilhneiging til áhættusækni. Hraður vöxtur íslensku fyrirtækjanna virtist því almennt ekki liggja í eiginlegu samkeppnisforskoti heldur frekar í sífellt djarfari fjármálagjörningum.Breytingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er þriðja megin skýringing á hröðum efnahagsvexti undanfarið. Greiður aðgangur að erlendu lánsfé, sem skýrist af langvarandi hagvaxtarskeiði í heiminum, eftirgefanlegri peningamálastefnu í mörgum löndum og nýjum fjármálagjörningum sem virtust margfalda aðgengi að fjármagni, gerði íslenskum fyrirtækjum kleift að vaxa gríðarlega á mjög skömmum tíma. Það virtust fá takmörk fyrir því hversu mikið félög gátu skuldsett sig í sókn eftir miklum hagnaði og nýjum tækifærum. Haft var eftir áberandi íslenskum fjárfesti í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Industry: "Það má færa rök fyrir því að maður þurfi a.m.k. 40% eigið fé til að kaupa fyrirtæki. En það er einfaldlega þvaður." Þegar skjótfenginn gróði flæddi inn í hið litla íslenska hagkerfi leiddi það fljótt til mikilla og flókinna eignatengsla sem erfitt var að átta sig á en þýddi að einn miðlægur aðili gæti dregið marga aðra tengda aðila niður með sér í hugsanlegu falli. Ísland hafði líka þá sérstöðu að vera langminnsta sjálfstæða myntsvæði í heimi. Það hafði í för með sér mikla gjaldeyrisspákaupmennsku sem keyrði upp gengi krónunnar og lét líta svo út fyrir að lán í erlendri mynt væru sterkur leikur fyrir íslenska neytendur. Það var kannski ekki skrítið að við skyldum sjá svo marga byggingarkrana yfir Reykjavík í október 2006, vísbending um aðsteðjandi vanda. Allt lagt undirFall íslensku bankanna kom ekki til vegna óábyrgra lánveitinga til viðskiptavina sem gátu ekki borgað sínar skuldir. Bankarnir féllu vegna þess að þeir gátu ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum (á seinni stigum sóttu þeir líka í örvæntingu grimmt í innlán með háum vöxtum frá almenningi víða í Evrópu). Eftir því sem alþjóðlega lánsfjárkreppan versnaði, fækkaði stöðugt möguleikum íslensku bankanna til að endurfjármagna. Öllum mátti líka ljóst vera að heildarskuldir íslensku bankanna voru svo miklar samanborið við stærð íslenska hagkerfisins að hvorki ríkissjóður né seðlabankinn voru trúverðugir þrautavaralánveitendur.Bankarnir lögðu allt undir og treystu á að alþjóðlegar markaðsaðstæður héldust að mestu stöðugar. Þeir - eins og svo margir aðrir um allan heim - voru alls ekki búnir undir möguleikann á kerfislægri lánsfjárkreppu sem yrði slæm fyrir alla heimsbyggðina en fæli í sér gjöreyðingu fyrir banka frá litlu landi með afar takmarkað svigrúm til að hjálpa þeim. Á meðan hamförunum stóð voru einnig gerð mistök, bæði af hálfu íslenskra ráðamanna og erlendra aðila, sem flýttu fyrir hruninu.Niðurstaða greiningar okkar var sú að íslenska efnahagsundrið var annað og meira en fjármálabóla. Efnahagsvöxturinn átti rætur sínar að rekja til mikilla umbóta og framfara í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Aukin alþjóðavæðing margfaldaði svo þann efnahagslega ávinning sem hægt var að sækja á grundvelli bætts viðskiptaumhverfis. Greiður aðgangur að ódýru lánsfé freistaði enn fremur banka og athafnamanna til að vaxa enn hraðar í trausti þess að aðstæður yrðu áfram hagfelldar. En þegar alvarlegt ytra áfall í formi bandarísku undirmálslánakrísunnar dundi yfir leiddi það til þess að kerfið liðaðist smám saman í sundur með skelfilegum afleiðingum fyrir Ísland.Hvað nú?Hvert stefnir Ísland nú? Íslenska efnahagsundrið byggðist á þremur meginstoðum: Umbótum innanlands sem stuðluðu að góðu rekstarumhverfi fyrirtækja, alþjóðavæðingu fjármagns og viðskipta, og greiðum aðgangi að ódýru lánsfé erlendis. Af þessum þremur stoðum hefur sú þriðja horfið alveg af sjónarsviðinu að sinni. Önnur stoðin er ennþá til staðar en henni er nú ógnað af aukinni tilhneiginu til verndarstefnu um allan heim. Fyrsta stoðin er hins vegar alfarið í höndum Íslendinga.Þess vegna teljum við að Ísland eigi alla möguleika á að ná sér upp aftur, með því að nýta auðlindir sínar sem og þá vinnusemi og elju sem Íslendingar eru þekktir fyrir. Endurreisnin mun þó taka tíma - skuldir ríkisins munu aukast verulega vegna falls bankanna og þær skuldir þarf að greiða til baka á kostnað þess að byggja upp atvinnulífið eins fljótt og hægt væri. Að auki hafa mikil verðmæti glatast við gjaldþrot fyrirtækja og nauðungarsölur á útsöluverði til erlendra aðila við núverandi markaðsaðstæður.En umfram allt reynir nú á leiðtoga landsins að standa sem aldrei fyrr vörð um samkeppnishæfni atvinnulífsins og halda áfram á þeirri braut að bæta stöðugt rekstarumhverfi fyrirtækjanna. Ísland hefur getið sér gott orð í þessum efnum þrátt fyrir ýmsa veikleika (sem voru reyndar líka til staðar þegar allt lék í lyndi). Ráðamenn verða að gefa almenningi skýr skilaboð um að framsækinni efnahgasstefnu undanfarinna ára sem miðaðist við að tryggja samkeppnishæft rekstarumhverfi einkafyrirtækja sé ekki um að kenna nú enda eigi hún lítið skylt við öfgakenndar sveiflur alþjóðlegra fjármálamarkaða. Þvert á móti, ef ekki hefði verið ráðist í þessar umbætur hefði Íslandi ekki aðeins farnast mun verr undanfarna tvo áratugi heldur mun Íslandi einnig farnast verr í framtíðinni ef dregið verður í land og rekstrarskilyrði skert. Höfundar eru prófessorar við Harvard-háskóla. Porter er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Georg Lúðvíksson þýddi úr ensku. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar