Fleiri fréttir

Sjálfstæð utanríkisstefna

Fullt tilefni er til að ræða stefnumál stjórnmálaflokkanna í utanríkis- og alþjóðamálum nú þegar fáeinar vikur eru til kosninga. Tvennt stendur vissulega upp úr í því efni undanfarin ár. Þátttaka Íslands í ólöglegu árásarstríði í Írak og brottför Bandaríkjahers frá Íslandi.

Glötuð tækifæri

Bjarni Jónsson skrifar: Mikils misskilnings gætir í málflutningi stjórnarandstöðunnar, þegar hún lætur að því liggja, að eftir 5 ára kyrrstöðu í fjárfestingum í orkukræfum iðnaði verði unnt að taka upp þráðinn við sömu fjárfesta, þar sem frá var horfið. Ekkert er fjær lagi en að fjárfestar sitji með hendur í skauti og bíði þess, að valdhöfum í stjórnmálum á Íslandi þóknist að leyfa samninga um stóriðju. Fjárfestarnir munu freista gæfunnar annars staðar í heiminum í stað þess að bíða.

Aukum lífsgæði um land allt

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki.

Af hverju hún?

Opið bréf til nefndarmanna í allsherjarnefnd - Þegar ég fluttist til Íslands fyrir 12 árum síðan, þá 16 ára gömul, var ég án vegabréfs og án þess sem flestum þykir sjálfsögð réttindi hvers manns, þ.e. að hafa að minnsta kosti ríkisfang í einhverju landi. Í því landi sem ég fæddist standa slík réttindi ekki til boða, enda landið ekki sjálfstætt ríki í þeim skilningi sem þjóðir heims hafa ákveðið að skuli gilda í þeim efnum.

Dansað við Geir Waage

Á nýafstaðinni prestastefnu var eitt mesta hitamál samtímans, er varðar jöfn mannréttindi öllum þegnum samfélagsins til handa, tekið fyrir. Einn dagur var tekinn undir umræðuna um málefni hjónavígslu/vígslu eða blessunar samkynhneigðra para innan kirkjulegs samfélags.

„Ljóskan í menntamálaráðuneytinu“

Sigurður Kári Kristjánsson skrifar

Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á.

Hafið á degi umhverfisins

Dagur umhverfisins er öðru fremur til þess hugsaður að umræða um málefni umhverfisins sé sett í kastljós fjölmiðlanna. Við vinstri græn fögnum deginum og tökum þessari áskorun, þó okkur þyki sjálfsagt að málefni umhverfisins séu á dagskrá alla daga ársins. En flestar gjörðir okkar hafa áhrif á umhverfið á einhvern hátt.

Gleðilegan dag umhverfisins

Dagur umhverfisins er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands.

Vanræksla Samfylkingarinnar

Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli.

Heilsa á heimsmælikvarða

Frá upphafi hafa RAI-mælitækin verið í sífelldri þróun hjá InterRAI, í samstarfi fagaðila frá tuttugu löndum og tekur Ísland virkan þátt í því samstarfi.

Enn um Biblíuþýðingu

Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði snýtir sér á síður Fréttablaðsins vegna gagnrýni minnar á nýja Biblíuþýðingu og augljósar falsanir þýðingarnefndarinnar.

Hvort á þjóð að þjóna flokki eða flokkur þjóð?

Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður.

Skandinavíska fyrirmyndin

Jón Sigurðsson skrifar

Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi.

Þróun í útrás

Valgerður Sverrisdóttir skrifar

Það er sannfæring mín að öflug alþjóðleg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköpum fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageirans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu.

Biðlistapólitík Sjálfstæðisflokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er á flótta undan eigin stefnu og aðgerðaleysi í málefnum aldraðra ef marka má grein Ástu Möller hér í blaðinu á sumardaginn fyrsta. Þar beinir hún spjótum sínum að Reykjavíkurborg en þingmanninum til upplýsingar er það þannig að hjúkrunarheimili verða ekki byggð nema með ákvörðun ríkisins.

Mannréttindi og utanríkismál

Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins.

Hækkum skattleysismörkin

Tvö stór verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að hækka skattleysismörk og afnema verðtryggingu.

Það sem formennirnir létu ósagt

Sigurjón Þórðarson skrifar

Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar?

Sjávarútvegur og Zimbabwe

Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar

Laugardaginn 10. mars sl. birtist á mbl.is svohljóðandi greinarkorn um efnahagshrunið í Zimbabwe: „Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1.730% í Zimbabwe í febrúar. Hefur verðbólgan í landinu aukist um 136% frá því í janúar er hún mældist 1.594%. Síðastliðin sjö ár hefur ríkt efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa í Zimbabwe. Mikill skortur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa landsins.“

Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum

Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð.

Gleymda vinstristjórnin

Eftir 16 ár af ríkisstjórnum Sjálfstæðis- og samstarfsflokks hefur nú runnið upp sá tími sem hver einasti hægrimaður hefur óttast lengi: Kjósendur hafa gleymt því hvernig íslenskir vinstrimenn stjórna landinu.

Gerum menntamál að kosningamáli

Alþingiskosningar nálgast og þær virðast ætla að verða mjög spennandi. Ákveðnir málaflokkar hafa fengið meiri athygli en aðrir, og má þar nefna umhverfismál og efnahagsmál. Það eru að sjálfsögðu mikilvægir málaflokkar en það er skoðun Stúdentaráðs Háskóla Íslands að menntamál hafi ekki fengið nægilega mikla athygli í aðdraganda kosninganna, þrátt fyrir að vera einhver mikilvægasti málaflokkurinn.

Biðlistar eftir hjúkrunarrými

Samfylkingin kveinkar sér undan umræðu um ábyrgð flokksins á biðlistum eftir hjúkrunarými í Reykjavík. Slík grein birtist hér á þessum vettvangi 17. apríl eftir Guðríði Arnardóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Opið bréf til markaðsstjóra Vífilfells

Herferð Vífilfells fyrir Coke Zero brýtur íslensk landslög, en 18. grein laga um jafnan rétt og stöðu kynjanna segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt“.

Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi

Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt.

Ríkislögreglustjóri og olíumálið

Í nýlegu opnuviðtali Mbl. við ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, fer hann mikinn. Þar sakar hann m.a. kjörna fulltrúa á Alþingi um að vilja grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stofnana ríkisins. Í ljósi stöðu ríkislögreglustjóra ber að taka ásakanir hans alvarlega.

Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof

Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.

Ekki meir, ekki meir

Reynir Ingibjartsson skrifar

Það styttist í kosningar og síðustu forvöð að búa til kosningaslagorðin. Framsóknarflokkurinn er trúr sínu nafni og auglýsir: Árangur áfram – ekkert stopp. Þar er sjálfsagt verið að vísa til stopps eða frestunar á stóriðjuframkvæmdum. Þetta minnir mig á grein sem Halldór Laxness skrifaði líklega 1970 og kallaði: Hernaðurinn gegn landinu.

Hjörleifi Guttormssyni svarað

Föstudaginn 13/4 birtist grein í Fréttablaðinu eftir hinn vígamóða Hjörleif Guttormsson þar sem hann fer þess á leit við Ómar Ragnarsson og Íslandshreyfinguna - lifandi land að þau hætti við margboðað framboð sitt til Alþingis. Hjörleifur er vel þekktur fyrir baráttu sína gegn álverum og virkjanaæðinu sem nú geisar sem aldrei fyrr og hefur vissulega verið drjúgur í þeirri baráttu. En grein hans er því miður ekki uppbyggilegt innlegg.

Að tyfta eigin frambjóðendur

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina.

Múrar eru engin lausn

Ögmundur Jónasson skrifar

Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið.

Hvað á landsfundurinn að gera?

Landsfundarmenn Samfylkingarinnar hafa nóg að lesa og læra enda varla til þess ætlast að þeir fari að móta stefnu úr því að forystan er búin að birta stefnuna fyrirfram.

Neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjunni

Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál.

Milljón krónur á fjölskyldu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu.

Fjárveitingarheimild úr draumi

Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum.

Börn og foreldrar

Oddný Sturludóttir skrifar

Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert.

Dropinn holar steininn

Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin.

Eru Píkusögur klám?

Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám.

Heimska og ábyrgðarleysi

Ég furða mig á endalausri heimsku og ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar í öryggismálum. Þingmönnum stjórnarandstöðunnar þykir greinilega meira um vert að koma ódýrum skotum á dómsmálaráðherra, en að taka á málinu af alvöru. Flest ríki líta á það sem frumskyldu að tryggja öryggi þegna sinna.

Hvað skyldi mengunarkvótinn, kælivatnið og aðstaðan kosta?

Heyrst hefur að við gjaldtöku á mengun í ýmsum löndum Evrópu hafi sum fyrirtæki minkað svo mikið mengunina að þau hafi getað selt eða leigt frá sér mengunarkvóta. Einnig hefur verið í fréttum að aukin mengun frá flugvélum kalli á aðgerðir, sem felast í mengunarskatti á flugfélög.

Vinstri græn - umbúðalaus

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum.

Íslenska leiðin í öryggismálum

Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg.

Niðurgreiðslur á raforkuverði

Jón Sigurðsson skrifar

Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði.

Tek öllu með fyrirvara á afmælisdaginn

„Ég hef engar áhyggjur af því að húsið fyllist af fólki í tilefni dagsins því það trúir enginn að ég eigi afmæli,“ segir Sigurgeir Skúlason landfræðingur sem á stórafmæli í dag, 1. apríl. „Ég er fimmtugur, það víst. Allavega segir mamma það,“ segir Sigurgeir og bætir við að hann hafi gaman af því að eiga afmæli á þessum degi.

Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks.

Sjá næstu 50 greinar