Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson skrifa 28. júlí 2025 16:03 Í ár eru liðin tuttugu og fimm ár frá flugslysinu hörmulega í Skerjafirði við lok Verslunarmannahelgar. Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn. Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli. Verslunarmannahelgin er enn í dag ein umsvifamesta ferðahelgi ársins. Á hverju ári fara tugþúsundir landsmanna af stað. Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei. Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga. Höfundar eru foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést 1. janúar 2001 af völdum áverka sem hann hlaut í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugslys í Skerjafirði 2000 Fréttir af flugi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin tuttugu og fimm ár frá flugslysinu hörmulega í Skerjafirði við lok Verslunarmannahelgar. Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn. Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli. Verslunarmannahelgin er enn í dag ein umsvifamesta ferðahelgi ársins. Á hverju ári fara tugþúsundir landsmanna af stað. Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei. Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga. Höfundar eru foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést 1. janúar 2001 af völdum áverka sem hann hlaut í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun