Þróun í útrás Valgerður Sverrisdóttir skrifar 22. apríl 2007 05:30 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru metnaðarfyllstu markmið sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér frá stofnun S.þ. Alls eru þúsaldarmarkmiðin átta og leggur hið áttunda í röðinni áherslu á að styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Í þessu felst ekki aðeins að auka beri opinber framlög til þróunarsamvinnu, stuðla að lækkun erlendra skulda þróunarríkjanna og bæta aðgang þróunarlandanna að mörkuðum í iðnríkjunum, heldur einnig viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem einkageirinn getur leikið við að skapa almenningi í fátækari ríkjum heims betri lífskjör. Fyrir skemmstu skrifaði ég undir samstarfssamning utanríkisráðuneytisins og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um að efla samstarf hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum. Í samningnum felst að á næstu þremur árum verða sett saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Utanríkisráðuneytið mun verja um 10 milljónum króna til verkefnisins. Af þessu tilefni hélt utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun S.þ. morgunverðarfund þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hélt m.a. ávarp. Í máli Bjarna kom glögglega fram að Glitnir hefur með skýrum hætti skilgreint samfélagslega ábyrgð sína og sett sér ákveðin markmið um hvernig fyrirtækið ætlar sér að standa undir þeirri ábyrgð. Það er sannfæring mín að öflug alþjóðleg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköpum fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageirans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu. Undirritun samstarfssamningsins við Þróunaráætlun S.þ. er meðal fyrstu skrefanna í þessa átt. En ég tel að við eigum að taka fleiri og stærri skref. Eitt slíkt skref gæti verið stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs sem komið gæti að útrás íslenskra fyrirtækja til þróunarríkja og uppbyggingu viðskipta við þróunarlönd. Fyrirmyndir af slíkum sjóðum má finna víða í nágrannalöndum. Leiðin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanan kann að virðast löng og torsótt. En með hverju því skrefi sem við stígum af þessu tagi færumst við nær þessum brýnustu markmiðum alþjóðasamfélagsins.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru metnaðarfyllstu markmið sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér frá stofnun S.þ. Alls eru þúsaldarmarkmiðin átta og leggur hið áttunda í röðinni áherslu á að styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Í þessu felst ekki aðeins að auka beri opinber framlög til þróunarsamvinnu, stuðla að lækkun erlendra skulda þróunarríkjanna og bæta aðgang þróunarlandanna að mörkuðum í iðnríkjunum, heldur einnig viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem einkageirinn getur leikið við að skapa almenningi í fátækari ríkjum heims betri lífskjör. Fyrir skemmstu skrifaði ég undir samstarfssamning utanríkisráðuneytisins og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um að efla samstarf hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum. Í samningnum felst að á næstu þremur árum verða sett saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Utanríkisráðuneytið mun verja um 10 milljónum króna til verkefnisins. Af þessu tilefni hélt utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun S.þ. morgunverðarfund þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hélt m.a. ávarp. Í máli Bjarna kom glögglega fram að Glitnir hefur með skýrum hætti skilgreint samfélagslega ábyrgð sína og sett sér ákveðin markmið um hvernig fyrirtækið ætlar sér að standa undir þeirri ábyrgð. Það er sannfæring mín að öflug alþjóðleg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköpum fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageirans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu. Undirritun samstarfssamningsins við Þróunaráætlun S.þ. er meðal fyrstu skrefanna í þessa átt. En ég tel að við eigum að taka fleiri og stærri skref. Eitt slíkt skref gæti verið stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs sem komið gæti að útrás íslenskra fyrirtækja til þróunarríkja og uppbyggingu viðskipta við þróunarlönd. Fyrirmyndir af slíkum sjóðum má finna víða í nágrannalöndum. Leiðin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanan kann að virðast löng og torsótt. En með hverju því skrefi sem við stígum af þessu tagi færumst við nær þessum brýnustu markmiðum alþjóðasamfélagsins.Höfundur er utanríkisráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun