Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi 19. apríl 2007 05:00 Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun