Hvað skyldi mengunarkvótinn, kælivatnið og aðstaðan kosta? 2. apríl 2007 05:00 Heyrst hefur að við gjaldtöku á mengun í ýmsum löndum Evrópu hafi sum fyrirtæki minkað svo mikið mengunina að þau hafi getað selt eða leigt frá sér mengunarkvóta. Einnig hefur verið í fréttum að aukin mengun frá flugvélum kalli á aðgerðir, sem felast í mengunarskatti á flugfélög. Út frá þessu hefi ég velt fyrir mér verði á mengunarkvóta og hvernig þetta sé hjá okkur. Það hlýtur að vera heimsmarkaðsverð á mengunarkvóta líkt og á olíu, sem hægt sé að fá upplýst hvert sé nema hér sé sama leyndin og á raforkuverði til stóriðju á Íslandi. Skyldu stóriðjufyrirtækin hér greiða eithvað fyrir kvótann núna? Það er nokkuð ljóst að í upphafi hefur Álverið í Straumsvík ekki greitt neitt fyrir mengunina, því þá var ekki búið að finna upp mengunarkvótann. Líklega hefur Norðurál ekki heldur greitt neitt fyrir hann. Nýlega hafa bæði þessi álver skipt um eigendur og næsta víst að gjafakvótinn hefur verið reiknaður inn í söluverðið. Þeir hafa nefnilega meira viðskiptavit, sem stjórna svona fyrirtækjum en þeir, sem almennt eru kosnir til starfa á hinu háa Alþingi. Í mínum huga er kristaltært að mengunarkvóti er þjóðareign, sem alþingismönnum leyfist ekki að gefa. Ekki frekar en þjóðarauðlindina í sjónum. Ástæðulaust er að gefa þessi verðmæti þjóðarinnar. Eðlilegra væri ákveðið árlegt leigugjald miðað við hve mikil mengunin er við framleiðslu á hvert kg áls. Gjaldið kæmi strax á ný álver og stækkanir. Þau sem eru í rekstri fengju ákveðin aðlögunartíma líkt og flugfélögin eiga að fá. Þetta hefði strax í för með sér minni mengun. Stóriðjuverin hefðu hag af því og myndu sjálf velja hagkvæmustu lausn, hvort sem það heitir vothreinsun, þurrhreinsun eða eithvað annað. Kælivatnið: Þó ekki skorti vatn á Islandi er óþarfi að gefa það frekar en Norðmenn gefa olíuna. Arabarnir gáfu að vísu olíuna hér áður fyrr, en þeir eru löngu hættir því. Eitt stk. álver hlýtur að nota geysmikið af kælivatni. Það er komin tími til að þjóðin hafi tekjur af þessari auðlind líkt og af raforkunni. Fasteignagjöld og lóðir: Fréttaefni er að nú standi til að álverið í Straumsvík fari að greiða fasteignagjöld. Maður hrekkur við. Getur verið að ofan á allar niðurfellingar opinbera gjalda, sem öll álverin hafa fengið hafi þeir líka verið undanþegnir fasteignargjöldum? Ekki nóg með að lóðirnar séu gefins miðað við það sem aðrir verða greiða fyrir þær, ef það þá fást einhverjar lóðir keyptar. Í fréttum af deiliskipulagi sem nú er kynnt vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík kom fram að það geti kostað upp undir miljarð að færa færa þjóðveginn. Í sömu fréttum kemur fram að spurning sé, hvort Hafnarfjarðarbær eða Vegagerðin borgi brúsann. Í báðum tilfellum meiga skattborgararnir púnga út fyrir þessu. Hafnaraðstaðan: Ég held ég hafi séð einhvers staðar að Alcan eigi að greiða 200 millur í hafnargjöld. Ekki veit ég hversu lengi eða hvað mikið hefur verið greitt í hafnargjöld í Straumsvík, en hitt veit ég að það eru smáaurar miðað við kostnað Alusuisse áður en aðstaðan í Straumsvík kom til. Í fyrirlestri um hafnargerð kom prófessorin min hjá ETH aðeins inn á flutningskostnað hráefnis frá Ástralíu til Álverksmiðju í Sviss. Það kostaði jafn mikið að flytja hráefnið frá Ástralíu til Rotterdam og á Rínarfljóti frá Rotterdam til Basel í Sviss. Síðan kostað jafn mikið að flytja hráefnið í járnbraut þessa km sem voru eftir frá Basel í verksmiðjuna og samanlagður kostnaður frá Ástralíu til Basel. Ekki að furða að svigrúm hafi verið til hækkunar hráefnis í hafi með tilkomu hafnarinnar í Straumsvík. Ódýra hóran: Sé rétt að álver, sem koma hingað selji rafmagnið, sem þeir áður notuðu í heimalandinu á helmingi hærra verði en þeir borga hér og leigi auk þess frá sér mengunarkvóta , sem þeir fá frítt í bónus hér, þá er ekki að furða að landið okkar hafi verið nefnt ódýra hóran. Höfundur er verkfræðingur. Eitt stk. álver hlýtur að nota geysmikið af kælivatni. Það er komin tími til að þjóðin hafi tekjur af þessari auðlind líkt og af raforkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að við gjaldtöku á mengun í ýmsum löndum Evrópu hafi sum fyrirtæki minkað svo mikið mengunina að þau hafi getað selt eða leigt frá sér mengunarkvóta. Einnig hefur verið í fréttum að aukin mengun frá flugvélum kalli á aðgerðir, sem felast í mengunarskatti á flugfélög. Út frá þessu hefi ég velt fyrir mér verði á mengunarkvóta og hvernig þetta sé hjá okkur. Það hlýtur að vera heimsmarkaðsverð á mengunarkvóta líkt og á olíu, sem hægt sé að fá upplýst hvert sé nema hér sé sama leyndin og á raforkuverði til stóriðju á Íslandi. Skyldu stóriðjufyrirtækin hér greiða eithvað fyrir kvótann núna? Það er nokkuð ljóst að í upphafi hefur Álverið í Straumsvík ekki greitt neitt fyrir mengunina, því þá var ekki búið að finna upp mengunarkvótann. Líklega hefur Norðurál ekki heldur greitt neitt fyrir hann. Nýlega hafa bæði þessi álver skipt um eigendur og næsta víst að gjafakvótinn hefur verið reiknaður inn í söluverðið. Þeir hafa nefnilega meira viðskiptavit, sem stjórna svona fyrirtækjum en þeir, sem almennt eru kosnir til starfa á hinu háa Alþingi. Í mínum huga er kristaltært að mengunarkvóti er þjóðareign, sem alþingismönnum leyfist ekki að gefa. Ekki frekar en þjóðarauðlindina í sjónum. Ástæðulaust er að gefa þessi verðmæti þjóðarinnar. Eðlilegra væri ákveðið árlegt leigugjald miðað við hve mikil mengunin er við framleiðslu á hvert kg áls. Gjaldið kæmi strax á ný álver og stækkanir. Þau sem eru í rekstri fengju ákveðin aðlögunartíma líkt og flugfélögin eiga að fá. Þetta hefði strax í för með sér minni mengun. Stóriðjuverin hefðu hag af því og myndu sjálf velja hagkvæmustu lausn, hvort sem það heitir vothreinsun, þurrhreinsun eða eithvað annað. Kælivatnið: Þó ekki skorti vatn á Islandi er óþarfi að gefa það frekar en Norðmenn gefa olíuna. Arabarnir gáfu að vísu olíuna hér áður fyrr, en þeir eru löngu hættir því. Eitt stk. álver hlýtur að nota geysmikið af kælivatni. Það er komin tími til að þjóðin hafi tekjur af þessari auðlind líkt og af raforkunni. Fasteignagjöld og lóðir: Fréttaefni er að nú standi til að álverið í Straumsvík fari að greiða fasteignagjöld. Maður hrekkur við. Getur verið að ofan á allar niðurfellingar opinbera gjalda, sem öll álverin hafa fengið hafi þeir líka verið undanþegnir fasteignargjöldum? Ekki nóg með að lóðirnar séu gefins miðað við það sem aðrir verða greiða fyrir þær, ef það þá fást einhverjar lóðir keyptar. Í fréttum af deiliskipulagi sem nú er kynnt vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík kom fram að það geti kostað upp undir miljarð að færa færa þjóðveginn. Í sömu fréttum kemur fram að spurning sé, hvort Hafnarfjarðarbær eða Vegagerðin borgi brúsann. Í báðum tilfellum meiga skattborgararnir púnga út fyrir þessu. Hafnaraðstaðan: Ég held ég hafi séð einhvers staðar að Alcan eigi að greiða 200 millur í hafnargjöld. Ekki veit ég hversu lengi eða hvað mikið hefur verið greitt í hafnargjöld í Straumsvík, en hitt veit ég að það eru smáaurar miðað við kostnað Alusuisse áður en aðstaðan í Straumsvík kom til. Í fyrirlestri um hafnargerð kom prófessorin min hjá ETH aðeins inn á flutningskostnað hráefnis frá Ástralíu til Álverksmiðju í Sviss. Það kostaði jafn mikið að flytja hráefnið frá Ástralíu til Rotterdam og á Rínarfljóti frá Rotterdam til Basel í Sviss. Síðan kostað jafn mikið að flytja hráefnið í járnbraut þessa km sem voru eftir frá Basel í verksmiðjuna og samanlagður kostnaður frá Ástralíu til Basel. Ekki að furða að svigrúm hafi verið til hækkunar hráefnis í hafi með tilkomu hafnarinnar í Straumsvík. Ódýra hóran: Sé rétt að álver, sem koma hingað selji rafmagnið, sem þeir áður notuðu í heimalandinu á helmingi hærra verði en þeir borga hér og leigi auk þess frá sér mengunarkvóta , sem þeir fá frítt í bónus hér, þá er ekki að furða að landið okkar hafi verið nefnt ódýra hóran. Höfundur er verkfræðingur. Eitt stk. álver hlýtur að nota geysmikið af kælivatni. Það er komin tími til að þjóðin hafi tekjur af þessari auðlind líkt og af raforkunni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar