Vanræksla Samfylkingarinnar 25. apríl 2007 05:00 Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar