Vanræksla Samfylkingarinnar 25. apríl 2007 05:00 Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun