Vanræksla Samfylkingarinnar 25. apríl 2007 05:00 Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samfylkingin reynir enn að fría sig ábyrgð á skorti á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það gerði m.a. Steinunn V. Óskarsdóttir, frambjóðandi flokksins hér í Fréttablaðinu síðasta laugardag, 21. apríl. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Eina hjúkrunarheimilið sem ákvörðun var tekin um og byggt var í Reykjavík í 12 ára stjórnartíð R-listans var hjúkrunarheimilið Sóltún, sem var byggt í einkaframkvæmd og var alfarið á vegum ríkisins. Nokkur hjúkrunarheimili voru byggð eftir 1980 í tíð sjálfstæðismanna við stjórn Reykjavíkurborgar. Þetta eru hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir sem var opnað 1981, Seljahlíð 1986, Skjól, sem var byggt 1985-1988, Eir, byggt á árunum 1990-1995 og Skógarbær sem var byggt á árunum 1996-1997, en ákvörðun um byggingu þess var tekin í tíð sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg kostaði að fullu byggingu Droplaugarstaða og 65% af byggingu Seljahlíðar, en 35% komu úr framkvæmdasjóði aldraðra. Borgin greiddi að auki 30% af byggingarkostnaði Skógarbæjar. Skv. lögum á borgin í raun aðeins að leggja til 15% byggingarkostnaðar, en sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík lagði meira til, til að mæta brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Í tíð R-listans var látið reka á reiðanum, m.a. með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Á þriðja hundrað aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Samkomulag sem undirritað var milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 strandaði ekki síst á töfum í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að skella skuldinni á ríkið, en verkin tala sínu máli og í tíð R-listans voru málefni aldraðra svo sannarlega látin sitja á hakanum. Má í því sambandi benda á að nánast algjör stöðnun var í uppbyggingu þjónustuíbúða, félags- og þjónustumiðstöðva og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í tíð R-listans. Ný sókn í þessum málum er hafin með nýjum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, en bygging hjúkrunarheimila, leiguíbúða, þjónustuíbúða og almennra íbúða í þjónustukjörnum er á teikniborðinu, auk tveggja nýrra þjónustumiðstöðva. Já, staðreyndirnar tala sínu máli og undan þeim getur sviðið. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar