Gleðilegan dag umhverfisins 25. apríl 2007 05:00 Dagur umhverfisins er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar af manna völdum eru eitt mikilvægasta viðfangsefni mannkyns á þessari öld. Íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu og hafa lagt fram metnaðarfulla áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50-70% til ársins 2050. Markmiðinu á að ná með samdrætti í notkun jarðefnaeldsneytis, aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku og loftslagsvæns eldsneytis og aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til ýmissa ráða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hún hefur hvatt til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum, meðal annars með því að fella niður vörugjöld af metan-bílum og rafmagnsbílum og veita afslátt af vörugjöldum á tvíorkubílum. Þá hefur verið mælst til þess að ríkisstofnanir kaupi vistvæna bíla þegar þær endurnýja bílakost sinn. Markmiðið er að í lok árs 2012 verði 35% af bílum í eigu ríkisins knúin vistvænum orkugjöfum. Lög hafa verið sett sem koma í veg fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fari yfir þau mörk sem kveður á um í Kyoto-sáttmálanum, landgræðslu- og skógræktarverkefni hafa verið efld og fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti ríkisstjórnin að akstur allra bifreiða stjórnarráðsins yrði kolefnisjafnaður og að hið sama yrði gert vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis, frá og með næstu áramótum. Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu stjórnvalda er vinna að fræðsluverkefnum í samvinnu við frjáls félagasamtök til að upplýsa almenning um gróðurhúsaáhrif og aðgerðir til að draga úr þeim. Liður í þessari stefnu er útgáfa fræðsluritsins Skref fyrir skref sem gefið verður út í dag. Ritið er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Landverndar og því er ætlað að fræða okkur um hvað hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim. Ýmsir hafa boðað til viðburða í tilefni Dags umhverfisins. Upplýsingar um þá má nálgast á vef umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Dagur umhverfisins er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar af manna völdum eru eitt mikilvægasta viðfangsefni mannkyns á þessari öld. Íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu og hafa lagt fram metnaðarfulla áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50-70% til ársins 2050. Markmiðinu á að ná með samdrætti í notkun jarðefnaeldsneytis, aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku og loftslagsvæns eldsneytis og aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til ýmissa ráða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hún hefur hvatt til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum, meðal annars með því að fella niður vörugjöld af metan-bílum og rafmagnsbílum og veita afslátt af vörugjöldum á tvíorkubílum. Þá hefur verið mælst til þess að ríkisstofnanir kaupi vistvæna bíla þegar þær endurnýja bílakost sinn. Markmiðið er að í lok árs 2012 verði 35% af bílum í eigu ríkisins knúin vistvænum orkugjöfum. Lög hafa verið sett sem koma í veg fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fari yfir þau mörk sem kveður á um í Kyoto-sáttmálanum, landgræðslu- og skógræktarverkefni hafa verið efld og fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti ríkisstjórnin að akstur allra bifreiða stjórnarráðsins yrði kolefnisjafnaður og að hið sama yrði gert vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis, frá og með næstu áramótum. Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu stjórnvalda er vinna að fræðsluverkefnum í samvinnu við frjáls félagasamtök til að upplýsa almenning um gróðurhúsaáhrif og aðgerðir til að draga úr þeim. Liður í þessari stefnu er útgáfa fræðsluritsins Skref fyrir skref sem gefið verður út í dag. Ritið er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Landverndar og því er ætlað að fræða okkur um hvað hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim. Ýmsir hafa boðað til viðburða í tilefni Dags umhverfisins. Upplýsingar um þá má nálgast á vef umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is. Höfundur er umhverfisráðherra.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun