Mannréttindi og utanríkismál 20. apríl 2007 05:00 Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun