Mannréttindi og utanríkismál 20. apríl 2007 05:00 Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun