Mannréttindi og utanríkismál 20. apríl 2007 05:00 Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun