Múrar eru engin lausn Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2007 05:00 Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun