Börn og foreldrar Oddný Sturludóttir skrifar 3. apríl 2007 00:01 Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun