Börn og foreldrar Oddný Sturludóttir skrifar 3. apríl 2007 00:01 Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun