Börn og foreldrar Oddný Sturludóttir skrifar 3. apríl 2007 00:01 Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun