Dropinn holar steininn 2. apríl 2007 05:00 Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin. Það sem hefur þó haldið mér við efnið er að af og til er hægt að merkja árangur af þessu forvarnastarfi. Þótt síðasta ár hafi ekki verið uppörvandi þegar litið er til banaslysa og annarra alvarlegra slysa, er þó eins og núna sé dropinn loksins farinn að hola steininn í þeirri baráttu. Undanfarin ár hefur alvarlegum umferðarslysum meðal ungmenna fækkað í hlutfalli við aðra aldurshópa. Vonandi er það sönnun þess að umferðarslysaforvarnir VÍS meðal ungmenna landsins hafi loksins skilað sér. E.t.v. er eftirfarandi saga, sem ég vona að sé einkennandi fyrir forvarnir okkar, staðfesting þess: Einn daginn þegar ég var að versla í einum stórmarkaðnum, víkur sér að mér ung stúlka og spyr hvort ég sé ekki sama konan og kom í skólann til hennar nokkrum vikum fyrr. Ég játti því og þá sagði þessi unga stúlka að eftir heimsókn frá VÍS, væru nokkrir strákar í skólanum hennar, sem áður mættu alltaf akandi án bílbelta, alltaf með bílbeltin spennt. Þessi litla saga gladdi mig meira en orð fá lýst og endurspeglar e.t.v. þá staðreynd að þau ungmenni, sem sótt hafa umferðarfundi VÍS, hafa sýnt mun lægri tjóns- og slysatíðni meðal viðskiptavina VÍS, en önnur ungmenni sem ekki hafa notið þessarar fræðslu. Ef fræðsla okkar hefur haft sömu áhrif á önnur ungmenni, er víst að árangur er að nást í baráttunni við umferðarslysin. En vissulega eru þeir enn of margir sem stunda ofsaakstur, ölvunarskstur og fleiri afbrot í umferðinni. Mér er þó næst að halda að það sé fámennur hópur ökumanna sem fátt virðist hafa áhrif á annað en öflug umferðarlöggæsla og harðar refsingar. Í þeim efnum er líka afar jákvæð breyting að eiga sér stað. Með sameiningu lögregluembætta hefur umferðarlöggæsla stóraukist og nú er svo komið að daglega heyrast fréttir af kærum lögreglunnar vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs auk kæra vegna farsímanotkunar í akstri og vanrækslu á notkun bílbelta. Þau eru ófá skiptin sem sú sem þetta ritar hefur gagnrýnt lögregluyfirvöld opinberlega fyrir of litla áherslu á umferðarlöggæslu og þjóðvegaeftirlit. Þess vegna skal þess getið sem vel er gert og því vil ég hrósa hinum nýju embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglukstjórans á Suðurnesjum fyrir frábært starf að undanförnu sem vonandi er aðeins byrjunin á því sem koma skal í öflugri umferðarlöggæslu. Vissulega er skelfilegt að heyra fréttir af öllum þessum tilfellum sem menn eru stöðvaðir á ofsahraða en við megum ekki gleyma því að slíkar fréttir benda til þess að lögreglan sé að vinna vinnuna sína. Aukning á fjölda þeirra sem teknir eru fyrir ölvuna við akstur er að sama skapi engin sönnun fyrir því að fleiri aki undir áhrifum áfengis en áður. Það næst einfaldlega til þeirra þegar lögreglan stundar öflugt eftirlit. Sýnileiki og afskipti lörgreglunnar hefur geysileg fyrirbyggjandi áhrif. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Þá þarf að stöðva með löggæslu og hertum viðurlögum. Allt þarf þetta að spila saman og nú þegar við sjáum líka fram á tvöföldun helstu umferðaræðanna út frá Reykjavík, er víst að umferðarslysum mun fækka verulega ef marka má árangurinn af tvöföldum þess kafla sem þegar er kominn á Reykjanesbrautinni. Nú eru kosningar framundan og vonandi verða umferðaröryggismál og samgöngumál ofarlega á baugi - enda sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar - án tillits til pólitískra skoðanna. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin. Það sem hefur þó haldið mér við efnið er að af og til er hægt að merkja árangur af þessu forvarnastarfi. Þótt síðasta ár hafi ekki verið uppörvandi þegar litið er til banaslysa og annarra alvarlegra slysa, er þó eins og núna sé dropinn loksins farinn að hola steininn í þeirri baráttu. Undanfarin ár hefur alvarlegum umferðarslysum meðal ungmenna fækkað í hlutfalli við aðra aldurshópa. Vonandi er það sönnun þess að umferðarslysaforvarnir VÍS meðal ungmenna landsins hafi loksins skilað sér. E.t.v. er eftirfarandi saga, sem ég vona að sé einkennandi fyrir forvarnir okkar, staðfesting þess: Einn daginn þegar ég var að versla í einum stórmarkaðnum, víkur sér að mér ung stúlka og spyr hvort ég sé ekki sama konan og kom í skólann til hennar nokkrum vikum fyrr. Ég játti því og þá sagði þessi unga stúlka að eftir heimsókn frá VÍS, væru nokkrir strákar í skólanum hennar, sem áður mættu alltaf akandi án bílbelta, alltaf með bílbeltin spennt. Þessi litla saga gladdi mig meira en orð fá lýst og endurspeglar e.t.v. þá staðreynd að þau ungmenni, sem sótt hafa umferðarfundi VÍS, hafa sýnt mun lægri tjóns- og slysatíðni meðal viðskiptavina VÍS, en önnur ungmenni sem ekki hafa notið þessarar fræðslu. Ef fræðsla okkar hefur haft sömu áhrif á önnur ungmenni, er víst að árangur er að nást í baráttunni við umferðarslysin. En vissulega eru þeir enn of margir sem stunda ofsaakstur, ölvunarskstur og fleiri afbrot í umferðinni. Mér er þó næst að halda að það sé fámennur hópur ökumanna sem fátt virðist hafa áhrif á annað en öflug umferðarlöggæsla og harðar refsingar. Í þeim efnum er líka afar jákvæð breyting að eiga sér stað. Með sameiningu lögregluembætta hefur umferðarlöggæsla stóraukist og nú er svo komið að daglega heyrast fréttir af kærum lögreglunnar vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs auk kæra vegna farsímanotkunar í akstri og vanrækslu á notkun bílbelta. Þau eru ófá skiptin sem sú sem þetta ritar hefur gagnrýnt lögregluyfirvöld opinberlega fyrir of litla áherslu á umferðarlöggæslu og þjóðvegaeftirlit. Þess vegna skal þess getið sem vel er gert og því vil ég hrósa hinum nýju embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglukstjórans á Suðurnesjum fyrir frábært starf að undanförnu sem vonandi er aðeins byrjunin á því sem koma skal í öflugri umferðarlöggæslu. Vissulega er skelfilegt að heyra fréttir af öllum þessum tilfellum sem menn eru stöðvaðir á ofsahraða en við megum ekki gleyma því að slíkar fréttir benda til þess að lögreglan sé að vinna vinnuna sína. Aukning á fjölda þeirra sem teknir eru fyrir ölvuna við akstur er að sama skapi engin sönnun fyrir því að fleiri aki undir áhrifum áfengis en áður. Það næst einfaldlega til þeirra þegar lögreglan stundar öflugt eftirlit. Sýnileiki og afskipti lörgreglunnar hefur geysileg fyrirbyggjandi áhrif. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Þá þarf að stöðva með löggæslu og hertum viðurlögum. Allt þarf þetta að spila saman og nú þegar við sjáum líka fram á tvöföldun helstu umferðaræðanna út frá Reykjavík, er víst að umferðarslysum mun fækka verulega ef marka má árangurinn af tvöföldum þess kafla sem þegar er kominn á Reykjanesbrautinni. Nú eru kosningar framundan og vonandi verða umferðaröryggismál og samgöngumál ofarlega á baugi - enda sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar - án tillits til pólitískra skoðanna. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun