Dropinn holar steininn 2. apríl 2007 05:00 Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin. Það sem hefur þó haldið mér við efnið er að af og til er hægt að merkja árangur af þessu forvarnastarfi. Þótt síðasta ár hafi ekki verið uppörvandi þegar litið er til banaslysa og annarra alvarlegra slysa, er þó eins og núna sé dropinn loksins farinn að hola steininn í þeirri baráttu. Undanfarin ár hefur alvarlegum umferðarslysum meðal ungmenna fækkað í hlutfalli við aðra aldurshópa. Vonandi er það sönnun þess að umferðarslysaforvarnir VÍS meðal ungmenna landsins hafi loksins skilað sér. E.t.v. er eftirfarandi saga, sem ég vona að sé einkennandi fyrir forvarnir okkar, staðfesting þess: Einn daginn þegar ég var að versla í einum stórmarkaðnum, víkur sér að mér ung stúlka og spyr hvort ég sé ekki sama konan og kom í skólann til hennar nokkrum vikum fyrr. Ég játti því og þá sagði þessi unga stúlka að eftir heimsókn frá VÍS, væru nokkrir strákar í skólanum hennar, sem áður mættu alltaf akandi án bílbelta, alltaf með bílbeltin spennt. Þessi litla saga gladdi mig meira en orð fá lýst og endurspeglar e.t.v. þá staðreynd að þau ungmenni, sem sótt hafa umferðarfundi VÍS, hafa sýnt mun lægri tjóns- og slysatíðni meðal viðskiptavina VÍS, en önnur ungmenni sem ekki hafa notið þessarar fræðslu. Ef fræðsla okkar hefur haft sömu áhrif á önnur ungmenni, er víst að árangur er að nást í baráttunni við umferðarslysin. En vissulega eru þeir enn of margir sem stunda ofsaakstur, ölvunarskstur og fleiri afbrot í umferðinni. Mér er þó næst að halda að það sé fámennur hópur ökumanna sem fátt virðist hafa áhrif á annað en öflug umferðarlöggæsla og harðar refsingar. Í þeim efnum er líka afar jákvæð breyting að eiga sér stað. Með sameiningu lögregluembætta hefur umferðarlöggæsla stóraukist og nú er svo komið að daglega heyrast fréttir af kærum lögreglunnar vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs auk kæra vegna farsímanotkunar í akstri og vanrækslu á notkun bílbelta. Þau eru ófá skiptin sem sú sem þetta ritar hefur gagnrýnt lögregluyfirvöld opinberlega fyrir of litla áherslu á umferðarlöggæslu og þjóðvegaeftirlit. Þess vegna skal þess getið sem vel er gert og því vil ég hrósa hinum nýju embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglukstjórans á Suðurnesjum fyrir frábært starf að undanförnu sem vonandi er aðeins byrjunin á því sem koma skal í öflugri umferðarlöggæslu. Vissulega er skelfilegt að heyra fréttir af öllum þessum tilfellum sem menn eru stöðvaðir á ofsahraða en við megum ekki gleyma því að slíkar fréttir benda til þess að lögreglan sé að vinna vinnuna sína. Aukning á fjölda þeirra sem teknir eru fyrir ölvuna við akstur er að sama skapi engin sönnun fyrir því að fleiri aki undir áhrifum áfengis en áður. Það næst einfaldlega til þeirra þegar lögreglan stundar öflugt eftirlit. Sýnileiki og afskipti lörgreglunnar hefur geysileg fyrirbyggjandi áhrif. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Þá þarf að stöðva með löggæslu og hertum viðurlögum. Allt þarf þetta að spila saman og nú þegar við sjáum líka fram á tvöföldun helstu umferðaræðanna út frá Reykjavík, er víst að umferðarslysum mun fækka verulega ef marka má árangurinn af tvöföldum þess kafla sem þegar er kominn á Reykjanesbrautinni. Nú eru kosningar framundan og vonandi verða umferðaröryggismál og samgöngumál ofarlega á baugi - enda sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar - án tillits til pólitískra skoðanna. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin. Það sem hefur þó haldið mér við efnið er að af og til er hægt að merkja árangur af þessu forvarnastarfi. Þótt síðasta ár hafi ekki verið uppörvandi þegar litið er til banaslysa og annarra alvarlegra slysa, er þó eins og núna sé dropinn loksins farinn að hola steininn í þeirri baráttu. Undanfarin ár hefur alvarlegum umferðarslysum meðal ungmenna fækkað í hlutfalli við aðra aldurshópa. Vonandi er það sönnun þess að umferðarslysaforvarnir VÍS meðal ungmenna landsins hafi loksins skilað sér. E.t.v. er eftirfarandi saga, sem ég vona að sé einkennandi fyrir forvarnir okkar, staðfesting þess: Einn daginn þegar ég var að versla í einum stórmarkaðnum, víkur sér að mér ung stúlka og spyr hvort ég sé ekki sama konan og kom í skólann til hennar nokkrum vikum fyrr. Ég játti því og þá sagði þessi unga stúlka að eftir heimsókn frá VÍS, væru nokkrir strákar í skólanum hennar, sem áður mættu alltaf akandi án bílbelta, alltaf með bílbeltin spennt. Þessi litla saga gladdi mig meira en orð fá lýst og endurspeglar e.t.v. þá staðreynd að þau ungmenni, sem sótt hafa umferðarfundi VÍS, hafa sýnt mun lægri tjóns- og slysatíðni meðal viðskiptavina VÍS, en önnur ungmenni sem ekki hafa notið þessarar fræðslu. Ef fræðsla okkar hefur haft sömu áhrif á önnur ungmenni, er víst að árangur er að nást í baráttunni við umferðarslysin. En vissulega eru þeir enn of margir sem stunda ofsaakstur, ölvunarskstur og fleiri afbrot í umferðinni. Mér er þó næst að halda að það sé fámennur hópur ökumanna sem fátt virðist hafa áhrif á annað en öflug umferðarlöggæsla og harðar refsingar. Í þeim efnum er líka afar jákvæð breyting að eiga sér stað. Með sameiningu lögregluembætta hefur umferðarlöggæsla stóraukist og nú er svo komið að daglega heyrast fréttir af kærum lögreglunnar vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs auk kæra vegna farsímanotkunar í akstri og vanrækslu á notkun bílbelta. Þau eru ófá skiptin sem sú sem þetta ritar hefur gagnrýnt lögregluyfirvöld opinberlega fyrir of litla áherslu á umferðarlöggæslu og þjóðvegaeftirlit. Þess vegna skal þess getið sem vel er gert og því vil ég hrósa hinum nýju embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglukstjórans á Suðurnesjum fyrir frábært starf að undanförnu sem vonandi er aðeins byrjunin á því sem koma skal í öflugri umferðarlöggæslu. Vissulega er skelfilegt að heyra fréttir af öllum þessum tilfellum sem menn eru stöðvaðir á ofsahraða en við megum ekki gleyma því að slíkar fréttir benda til þess að lögreglan sé að vinna vinnuna sína. Aukning á fjölda þeirra sem teknir eru fyrir ölvuna við akstur er að sama skapi engin sönnun fyrir því að fleiri aki undir áhrifum áfengis en áður. Það næst einfaldlega til þeirra þegar lögreglan stundar öflugt eftirlit. Sýnileiki og afskipti lörgreglunnar hefur geysileg fyrirbyggjandi áhrif. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar. Þá þarf að stöðva með löggæslu og hertum viðurlögum. Allt þarf þetta að spila saman og nú þegar við sjáum líka fram á tvöföldun helstu umferðaræðanna út frá Reykjavík, er víst að umferðarslysum mun fækka verulega ef marka má árangurinn af tvöföldum þess kafla sem þegar er kominn á Reykjanesbrautinni. Nú eru kosningar framundan og vonandi verða umferðaröryggismál og samgöngumál ofarlega á baugi - enda sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar - án tillits til pólitískra skoðanna. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. Það er því ekki nægilegt að stunda öflugt forvarnastarf meðal ungmenna því það eru líka þeir eldri sem brjóta af sér í umferðinni og sumir þeirra gætu kallast síbrotamenn umferðarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun