Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar 25. júlí 2025 18:00 Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar