Fleiri fréttir

Hvar skal búið; tjald eða geymsla?

Bragi Guðlaugsson skrifar

Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig.

Frjáls landbúnaður

Þorsteinn Pálsson skrifar

Samtök atvinnulífsins létu það álit í ljós á dögunum að afnema ætti þá undanþágu frá samkeppnislögum sem afurðasölufyrirtæki í mjólkuriðnaði njóta. Þetta leiddi til nokkurra ýfinga innan dyra. Afurðasölurnar ríghalda í þessa skipan.

Er vatnið í kringum Ísland salt?

Bryndís Kristjánsdóttir skrifar

Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður!

Íslam á Íslandi

Anna Lára Steindal skrifar

Undanfarna daga og vikur hefur umræða um múslima og íslam á Íslandi verið nokkuð fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þessi umræða hefur þróast inn á viðsjárverða braut sem sundrar í stað þess að sameina, elur á andúð í stað þess að færa fólk nær hvað öðru.

Dauðarefsingar og hvalveiðar

Mikael Torfason skrifar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook í gær að honum þætti undarlegt að þjóð sem gengi illa að aflífa fanga væri að gagnrýna Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tilefnið var að Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt veiðar okkar Íslendinga á langreyði og Barack Obama hefur sagst vilja endurskoða tvíhliða samstarf þjóðanna.

Nubo fer á kreik á ný

Elín Hirst skrifar

Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer.

Fjórfrelsi án frelsis

Pawel Bartoszek skrifar

Ökuþórinn opnar augun. Þarna standa læknar og fjölskylda hans. Hann getur lítið hreyft sig. Þetta lítur ekki vel út. Smám saman lærir hann að tjá sig með því að depla augnlokunum. Hann spyr: "M-U-N-É-G-G-E-T-A-G-E-N-G-I-Ð?“

Hvernig get ég fengið að ríða?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég las pistil í Kjarnanum í vikunni þar sem Margrét Erla Maack skrifar um svokallaða "Dirty Weekend“-túrista og að þeir ferðist enn til landsins í stríðum straumum.

Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar

Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga.

Tími til aðgerða

Guðný Hjaltadóttir skrifar

Það líður ekki sá dagur að ekki birtist fréttir utan úr heimi um hræðilegt ofbeldi gegn konum. Þar sem komið er fram við konur með svo ómannúðlegum og sadistískum hætti að maður grípur fyrir andlitið við lesturinn. Hvort sem um er að ræða hrottalegar hópnauðganir, sýruárásir, grýtingar, íkveikjur eða annað. Eru athafnirnar iðulega réttlættar á grundvelli athafna konunnar sjálfrar (e. victim blaming), menningu, laga, vangreidds heimanmundar eða öðrum álíka fjarstæðukenndum átyllum.

Bjart yfir borginni

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fordómadaðri verður ekki mætt öðru vísi en af fullri hörku. Nýr meirihluti í Reykjavík byrjar vel.

Á háum hesti

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Þegar ég keyri bíl þá þoli ég ekki hjólreiðafólk. Að sjá tvo hjólreiðamenn hjóla samsíða á 30 km hraða á akrein sem ég ætla mér að keyra á 50 km hraða fær blóð mitt til að sjóða. Ég þoli ekki að vera hindraður af hjólandi fólki. Ég hugsa ekki aðeins illa til þess heldur set ég saman eitraðar hugsanir um allt sem tengist hjólreiðum.

Kvenréttindi – mál okkar allra

Anna Katarzyna Wozniczka skrifar

Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn!

Til hamingju með daginn!

19. júní er merkur dagur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi – þennan dag fyrir 99 árum fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Að ári höldum við því upp á aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Það er ærin ástæða að óska íslenskum konum til hamingju með daginn – en gleymum því ekki að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið.

Kosningaréttur kvenna 99 ára

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar

Í dag eru 99 ár frá því að Kristján 10. Danakonungur og Einar Árnason, ráðherra Íslands, undirrituðu stjórnarskrárbreytingu þar sem íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Stórafmæli kosningaréttarins er því á næsta ári

Jafnrétti tryggir konum og körlum meiri lífsgæði

Eygló Harðardóttir skrifar

Til hamingju með kvenréttindadaginn, íslenskar konur og karlar. Þann 19. júní 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar á Norðurlöndum

Hugurinn ber þig hálfa leið, en skatturinn fylgir þér alla

Vala Valtýsdóttir skrifar

Síðastliðin ár hefur töluverður fjöldi Íslendinga lagt land undir fót og sótt vinnu erlendis. Áður en haldið er af stað í slíkt ferðalag skiptir miklu að kortleggja áhrif skattareglna hérlendis og í hinu ríkinu til að forðast t.d. tvískattlagningu og álag á vantalda skattstofna hérlendis síðar meir. Það vill iðulega gleymast, sem er bagalegt enda getur umfang slíkra vandkvæða dregið verulega úr ábata einstaklingsins af starfinu erlendis.

Kóngar einn dag í mánuð

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Enginn ræður yfir okkur. Er það að vera sjálfstæður? Á sautjánda júní fagna Íslendingar sjálfstæði þjóðarinnar. Enginn kóngur, hvorki danskur né norskur, getur hirt eitt einasta kúgildi eða þorskhaus af okkur lengur.

Neysluvatn og sumarhús

Hrólfur Sigurðsson skrifar

Sumarhúsum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og voru þau 12.401 talsins árið 2012 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Með fjölgun sumarbústaða hefur vatnsveitum í einkaeign fjölgað. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sér um eftirlit á neysluvatni frá stærri vatnsveitum, en það er á ábyrgð eigenda einkavatnsbóla að fylgjast með gæðum neysluvatns úr sínum veitum.

Afbygging Þjóðleikhússins

Trausti Ólafsson skrifar

Hlín Agnarsdóttir gerir upp leikárið sem er að líða í DV föstudaginn 13. júní. Að dómi Hlínar stendur íslenskt leikhús á tímamótum. Ný kynslóð sviðslistamanna er að ryðja sér til rúms og hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp

Samkeppni í flugrekstri

Mikael Torfason skrifar

Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði

Brestir í gamalmenninu?

Teitur Guðmundsson skrifar

Ísland er 70 ára í dag, því ber að fagna og munum við ganga fylktu liði út á götur í fylgd lúðrasveita, kaupa blöðrur og sleikjó og skemmta okkur í vonandi hinu ágætasta veðri um land allt. Margt merkilegt hefur drifið á daga þessarar ungu þjóðar og má með sanni segja að það sé hálf ótrúlegt hvað við höfum afrekað þrátt fyrir smæðina.

Borgar menntun sig?

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki

Um hraðamælingar og hraðatakmörk í þéttbýli

Kristján Ólafur Guðnason skrifar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu sex ár hraðamælt reglulega á völdum stöðum umdæmisins og notað til þess ómerkta lögreglubifreið. Mælingarnar eru að jafnaði gerðar á svipuðum tíma árs og dags með það að markmiði meðal annars að meta þróun ökuhraða milli ára.

Samstaðan skiptir máli

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar

Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssambands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltekið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er.

Er framtíð í vindorku?

Einar Sveinbjörnsson skrifar

Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf.

Váhrif – Nýyrði sem á fullan rétt á sér

Elísabet Halldórsdóttir skrifar

Mörg nýyrði ná aldrei verðskuldaðri útbreiðslu hversu góð sem þau eru. Það er nokkuð góð trygging ef nýyrði eru búin til fyrir stofnanir, orðanefndir eða fyrirtæki.

Alþjóðlegt þekkingarsetur í Gunnarsholti

Þórunn Pétursdóttir skrifar

Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minnast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endurheimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóðasamfélagsins

Niðurgreiðum tölvuleiki

Guðmundur Edgarsson skrifar

Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér

Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig

Valur Þráinsson skrifar

Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna

Sjávarfang, þúfa, sólarkísill

Hjálmar Sveinsson skrifar

Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. "Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna.

Smáþjóð í 70 ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Lýðveldið Ísland fagnar í dag 70 ára afmæli. Á slíkum tímamótum gæti verið hollt að staldra við. Það er ekkert að því að rétta kúrsinn verði niðurstaðan sú að borið hafi af leið. Fremur að það sé styrkleikamerki en hitt.

"Ég vil elska mitt land“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Mér hefur alltaf fundist hún svolítið einkennileg þessi setning hjá Jóni Trausta: "Ég vil elska mitt land.“ Þetta er úr Íslandsvísum hans frá árinu 1901 sem tileinkaðar eru alþingismönnum og hafa að geyma heitstrengingar á þeirra tíma vísu þegar ættjarðarástin var enn saklaus og alltumlykjandi, umfaðmandi en ekki útilokandi.

Hver þarf svosem þjóðfána?

Hörður Lárusson skrifar

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist.

Botninum náð!

Viktor Scheving Ingvarsson skrifar

Ég og mín fjölskylda höfum átt gott líf og liðið vel í Grindavík. Síðasta haust tók líf okkar breytingum. Samnemendum dóttur okkar ofbauð svo framkoma kennara við hana að þeir stigu fram og tilkynntu athæfið. Hafi þeir miklar þakkir fyrir.

Hættur að feika'ða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn.

Út fyrir ramma

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Í helgarblaði Fréttablaðsins er spjall við hóp ungs listafólks sem sett hefur á stofn vinnustofu uppi á Höfða í þeim tilgangi að skapa fjölbreyttan starfsvettvang fyrir listamenn. Þetta unga fólk, sem flest er nýútskrifað úr listnámi, er ekkert á þeim buxunum að samfélagið eigi að skapa því verkefni og aðstöðu,

Mikil aukning vindorku í Noregi

Einar Sveinbjörnsson skrifar

Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu.

Hvers vegna er RIFF mikilvæg fyrir fjölmenningarsamfélagið?

Ottó Tynes skrifar

Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning.

Sjá næstu 50 greinar