Niðurgreiðum tölvuleiki Guðmundur Edgarsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun