Niðurgreiðum tölvuleiki Guðmundur Edgarsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun