Um hraðamælingar og hraðatakmörk í þéttbýli Kristján Ólafur Guðnason skrifar 17. júní 2014 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu sex ár hraðamælt reglulega á völdum stöðum umdæmisins og notað til þess ómerkta lögreglubifreið. Mælingarnar eru að jafnaði gerðar á svipuðum tíma árs og dags með það að markmiði meðal annars að meta þróun ökuhraða milli ára. Niðurstöður mælinga eru í öllum tilvikum sendar viðkomandi sveitarfélögum. Á þessum tíma hafa veghaldarar gert ýmsar breytingar á mælingarstöðunum, þeim vegarköflum sem mælt var á, leyfilegur hámarkshraði hækkaður eða lækkaður og hraðahindranir settar niður eða hraðaþrengingar. Áhugavert er að sjá hvaða áhrif þær höfðu á ökuhraða með vísan til hlutfalls þeirra ökumanna sem óku of hratt hverju sinni, brotahlutfalls. Nefna má nokkur dæmi. Hraði í íbúðahverfi var lækkaður úr 50 í 30 kílómetra hraða miðað við klukkustund án þess að breytingar væru gerðar á vegarkaflanum að öðru leyti. Mælingar lögreglu fyrir lækkun sýndu brotahlutfall sem var að meðaltali tvö prósent. Eftir lækkun leyfilegs hámarkshraða hækkaði hlutfallið í 36 og allt upp í 68%. Meðaltalið var 52%. Aðrar sambærilegar aðgerðir á vegarköflum þar sem hraði var lækkaður án þess að aðrar hraðalækkandi aðgerðir hafi fylgt, hafa leitt til hækkaðs brotahlutfalls. Ökuhraði virðist svipaður fyrir og eftir lækkun. Dæmi um vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var hækkaður sýnir áþekka niðurstöðu. Á stofnbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var hraði hækkaður úr 70 í 80. Brotahlutfall fyrir breytingu var 25% en 8% ef miðað hefði verið við 80 kílómetra leyfðan hámarkshraða. Í mælingum eftir hækkun var brotahlutfall frá 8 til 13% eða 11% að meðaltali. Ekki var því að sjá mikla breytingu á aksturshraða þrátt fyrir hækkun leyfilegs hámarkshraða. Til viðbótar þessum niðurstöðum hafa mælingar lögreglu sýnt að brotahlutfall helst mjög stöðugt milli ára þar sem ásýnd vega og umhverfi er óbreytt.Góður árangur Þar sem breytingar hins vegar hafa verið gerðar á götum til lækkunar hraða, til að mynda settar hraðahindranir eða hraðaþrengingar, hefur góður árangur náðst. Má þar nefna götu í íbúðahverfi þar sem meðalbrotahlutfall var 53% en enginn mældist brotlegur eftir að hraðahindranir voru settar niður. Annað dæmi af sama meiði er gata þar sem meðalbrotahlutfall var 19% en 1% eftir aðgerðir. Þær upplýsingar sem fyrir liggja og hér eru nefndar, gefa vísbendingar um að umhverfi vega og ásýnd hafi mikið að segja um ökuhraða. Mikilvægt sýnist því að veghönnun og skipulag hverfa taki mið af þeim hraða sem áætlanir gera ráð fyrir þannig að ökumönnum sem um fara megi vera það ljóst af umhverfi ekki síður en merkingum hver leyfður hraði er. Hraðatakmarkandi aðgerðir eftir á myndu þar með ónauðsynlegar. Þá er og mikilvægt að núverandi hraðamörk taki mið af þessu, verði hækkuð þar sem ljóst er að samræmi milli leyfðs hraða og umhverfis er lítið og slysatíðni lág eða engin, en hraðatakmarkandi aðgerðum beitt að öðrum kosti. Það er mat lögreglu að með þannig markvissum aðgerðum megi fækka brotum í umferð, auka enn virðingu ökumanna fyrir lögum og reglum og fækka slysum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu sex ár hraðamælt reglulega á völdum stöðum umdæmisins og notað til þess ómerkta lögreglubifreið. Mælingarnar eru að jafnaði gerðar á svipuðum tíma árs og dags með það að markmiði meðal annars að meta þróun ökuhraða milli ára. Niðurstöður mælinga eru í öllum tilvikum sendar viðkomandi sveitarfélögum. Á þessum tíma hafa veghaldarar gert ýmsar breytingar á mælingarstöðunum, þeim vegarköflum sem mælt var á, leyfilegur hámarkshraði hækkaður eða lækkaður og hraðahindranir settar niður eða hraðaþrengingar. Áhugavert er að sjá hvaða áhrif þær höfðu á ökuhraða með vísan til hlutfalls þeirra ökumanna sem óku of hratt hverju sinni, brotahlutfalls. Nefna má nokkur dæmi. Hraði í íbúðahverfi var lækkaður úr 50 í 30 kílómetra hraða miðað við klukkustund án þess að breytingar væru gerðar á vegarkaflanum að öðru leyti. Mælingar lögreglu fyrir lækkun sýndu brotahlutfall sem var að meðaltali tvö prósent. Eftir lækkun leyfilegs hámarkshraða hækkaði hlutfallið í 36 og allt upp í 68%. Meðaltalið var 52%. Aðrar sambærilegar aðgerðir á vegarköflum þar sem hraði var lækkaður án þess að aðrar hraðalækkandi aðgerðir hafi fylgt, hafa leitt til hækkaðs brotahlutfalls. Ökuhraði virðist svipaður fyrir og eftir lækkun. Dæmi um vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var hækkaður sýnir áþekka niðurstöðu. Á stofnbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var hraði hækkaður úr 70 í 80. Brotahlutfall fyrir breytingu var 25% en 8% ef miðað hefði verið við 80 kílómetra leyfðan hámarkshraða. Í mælingum eftir hækkun var brotahlutfall frá 8 til 13% eða 11% að meðaltali. Ekki var því að sjá mikla breytingu á aksturshraða þrátt fyrir hækkun leyfilegs hámarkshraða. Til viðbótar þessum niðurstöðum hafa mælingar lögreglu sýnt að brotahlutfall helst mjög stöðugt milli ára þar sem ásýnd vega og umhverfi er óbreytt.Góður árangur Þar sem breytingar hins vegar hafa verið gerðar á götum til lækkunar hraða, til að mynda settar hraðahindranir eða hraðaþrengingar, hefur góður árangur náðst. Má þar nefna götu í íbúðahverfi þar sem meðalbrotahlutfall var 53% en enginn mældist brotlegur eftir að hraðahindranir voru settar niður. Annað dæmi af sama meiði er gata þar sem meðalbrotahlutfall var 19% en 1% eftir aðgerðir. Þær upplýsingar sem fyrir liggja og hér eru nefndar, gefa vísbendingar um að umhverfi vega og ásýnd hafi mikið að segja um ökuhraða. Mikilvægt sýnist því að veghönnun og skipulag hverfa taki mið af þeim hraða sem áætlanir gera ráð fyrir þannig að ökumönnum sem um fara megi vera það ljóst af umhverfi ekki síður en merkingum hver leyfður hraði er. Hraðatakmarkandi aðgerðir eftir á myndu þar með ónauðsynlegar. Þá er og mikilvægt að núverandi hraðamörk taki mið af þessu, verði hækkuð þar sem ljóst er að samræmi milli leyfðs hraða og umhverfis er lítið og slysatíðni lág eða engin, en hraðatakmarkandi aðgerðum beitt að öðrum kosti. Það er mat lögreglu að með þannig markvissum aðgerðum megi fækka brotum í umferð, auka enn virðingu ökumanna fyrir lögum og reglum og fækka slysum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun