Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig Valur Þráinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar