Til hamingju með daginn! 19. júní 2014 07:00 19. júní er merkur dagur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi – þennan dag fyrir 99 árum fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Að ári höldum við því upp á aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Það er ærin ástæða að óska íslenskum konum til hamingju með daginn – en gleymum því ekki að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Á þessum degi fyrir tæpri öld var sannarlega stigið stórt skref í átt til jafnrar þátttöku karla og kvenna í ákvarðanatöku í íslensku þjóðfélagi. Baráttan tók hins vegar langan tíma – upphafið má rekja til ársins 1885 en þá ritaði frumkvöðullinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir greinina „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritið Fjallkonuna og Páll Briem hélt skömmu síðar fyrirlestur um kosningarétt kvenna undir heitinu „Um frelsi og menntun kvenna“. Innan við áratug síðar var Hið íslenska kvenfélag stofnað en það var fyrsta félagið sem hafði það á sinni stefnuskrá að auka réttindi kvenna. Að tilstuðlan þess var tvö þúsund undirskriftum safnað með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt. Árið 1907 var svo Kvenréttindafélag Íslands stofnað, á heimili Bríetar sem var fyrsti formaður þess. Markmið félagsins við stofnun þess var að „starfa að því að konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt og kjörgengi svo og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn“, eins og fram kemur á vef félagsins. Árið 1913 var frumvarp um kosningarétt kvenna 40 ára og eldri lagt fram – það var samþykkt og síðan staðfest þann 19. júní 1915.Langt í land Konum er ekki lengur mismunað á Íslandi hvað pólitísk réttindi varðar. Það er alveg rétt. Hið sama á við um fulla atvinnuþátttöku og menntun. En við eigum engu að síður langt í land í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna – við erum enn að berjast fyrir grundvallarréttindum eins og sömu launum fyrir sömu vinnu óháð kynferði. Þetta hefur einmitt verið helsta baráttumál VR undanfarin ár og áratugi enda mikið hagsmunamál í húfi fyrir félagsmenn, bæði karla og konur. Við höfum beitt okkur á mörgum sviðum í þessari baráttu, má þar nefna árlegar launakannanir þar sem áhersla er lögð á stöðu kvenna. Við höfum farið í fjölmargar herferðir og beitt okkur fyrir umfjöllunum um jafnrétti á vinnumarkaði. Jafnrétti hefur verið haft að leiðarljósi þegar kemur að áherslum í kröfugerðum okkar og í kjarasamningaviðræðunum sjálfum. Og síðast en ekki síst höfum við Jafnlaunavottun VR sem er hagnýtt stjórntæki í baráttunni fyrir launajafnrétti á vinnumarkaði. Með Jafnlaunavottun fá fyrirtækin og stofnanir í hendur leiðarvísi sem auðveldar þeim að innleiða jafnlaunastaðal Staðlaráðs Íslands sem markaði tímamót í baráttunni þegar hann kom út fyrir rúmu ári. Merkjanlegur árangur hefur náðst í baráttu VR fyrir auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði síðustu ár en það dugar ekki til. Við verðum sífellt að leita nýrra leiða til að ná fram þeim sjálfsögðu mannréttindum sem jafnrétti sannarlega er. 19. júní er helgaður jafnréttismálum og við munum fagna aldarafmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári. En allir dagar eiga að vera jafnréttisdagar, ekki bara 19. júní. Tökum jafnréttið með í umræðuna alla daga. Heimildir, m.a. vefsvæði Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands.Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Kvenréttindafélagi Íslands og á sæti í framkvæmdanefnd Alþingis vegna hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
19. júní er merkur dagur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi – þennan dag fyrir 99 árum fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Að ári höldum við því upp á aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Það er ærin ástæða að óska íslenskum konum til hamingju með daginn – en gleymum því ekki að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Á þessum degi fyrir tæpri öld var sannarlega stigið stórt skref í átt til jafnrar þátttöku karla og kvenna í ákvarðanatöku í íslensku þjóðfélagi. Baráttan tók hins vegar langan tíma – upphafið má rekja til ársins 1885 en þá ritaði frumkvöðullinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir greinina „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritið Fjallkonuna og Páll Briem hélt skömmu síðar fyrirlestur um kosningarétt kvenna undir heitinu „Um frelsi og menntun kvenna“. Innan við áratug síðar var Hið íslenska kvenfélag stofnað en það var fyrsta félagið sem hafði það á sinni stefnuskrá að auka réttindi kvenna. Að tilstuðlan þess var tvö þúsund undirskriftum safnað með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt. Árið 1907 var svo Kvenréttindafélag Íslands stofnað, á heimili Bríetar sem var fyrsti formaður þess. Markmið félagsins við stofnun þess var að „starfa að því að konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt og kjörgengi svo og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn“, eins og fram kemur á vef félagsins. Árið 1913 var frumvarp um kosningarétt kvenna 40 ára og eldri lagt fram – það var samþykkt og síðan staðfest þann 19. júní 1915.Langt í land Konum er ekki lengur mismunað á Íslandi hvað pólitísk réttindi varðar. Það er alveg rétt. Hið sama á við um fulla atvinnuþátttöku og menntun. En við eigum engu að síður langt í land í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna – við erum enn að berjast fyrir grundvallarréttindum eins og sömu launum fyrir sömu vinnu óháð kynferði. Þetta hefur einmitt verið helsta baráttumál VR undanfarin ár og áratugi enda mikið hagsmunamál í húfi fyrir félagsmenn, bæði karla og konur. Við höfum beitt okkur á mörgum sviðum í þessari baráttu, má þar nefna árlegar launakannanir þar sem áhersla er lögð á stöðu kvenna. Við höfum farið í fjölmargar herferðir og beitt okkur fyrir umfjöllunum um jafnrétti á vinnumarkaði. Jafnrétti hefur verið haft að leiðarljósi þegar kemur að áherslum í kröfugerðum okkar og í kjarasamningaviðræðunum sjálfum. Og síðast en ekki síst höfum við Jafnlaunavottun VR sem er hagnýtt stjórntæki í baráttunni fyrir launajafnrétti á vinnumarkaði. Með Jafnlaunavottun fá fyrirtækin og stofnanir í hendur leiðarvísi sem auðveldar þeim að innleiða jafnlaunastaðal Staðlaráðs Íslands sem markaði tímamót í baráttunni þegar hann kom út fyrir rúmu ári. Merkjanlegur árangur hefur náðst í baráttu VR fyrir auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði síðustu ár en það dugar ekki til. Við verðum sífellt að leita nýrra leiða til að ná fram þeim sjálfsögðu mannréttindum sem jafnrétti sannarlega er. 19. júní er helgaður jafnréttismálum og við munum fagna aldarafmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári. En allir dagar eiga að vera jafnréttisdagar, ekki bara 19. júní. Tökum jafnréttið með í umræðuna alla daga. Heimildir, m.a. vefsvæði Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands.Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Kvenréttindafélagi Íslands og á sæti í framkvæmdanefnd Alþingis vegna hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna 2015.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun