Kvenréttindi – mál okkar allra Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 19. júní 2014 07:00 Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun