Tími til aðgerða Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. júní 2014 11:31 Það líður ekki sá dagur að ekki birtist fréttir utan úr heimi um hræðilegt ofbeldi gegn konum. Þar sem komið er fram við konur með svo ómannúðlegum og sadistískum hætti að maður grípur fyrir andlitið við lesturinn. Hvort sem um er að ræða hrottalegar hópnauðganir, sýruárásir, grýtingar, íkveikjur eða annað. Eru athafnirnar iðulega réttlættar á grundvelli athafna konunnar sjálfrar (e. victim blaming), menningu, laga, vangreidds heimanmundar eða öðrum álíka fjarstæðukenndum átyllum. Indland hefur verið áberandi í þessari umræðu þar sem slíkt ofbeldi gegn konum er daglegt brauð. Þá sérstaklega í norðurhluta landsins. Almenningur á Indlandi hefur vakið athygli heimspressunnar á því að ómennin komist upp með glæpi sína, að lögreglumenn virði kærur að vettugi og refsingum sé ekki fylgt eftir. Sýna opinberar tölur að nauðganir í landinu eigi sér stað á 22 mínútna fresti. Talan er þó talin umtalsvert hærri þar sem fjöldi nauðgana eru ekki tilkynntar, m.a. vegna hræðslu fórnarlamba við áreitni eða aðgerðarleysi af hálfu lögreglu. Þá er rétt að taka fram að nauðgun innan hjónabands er ekki refsiverð. Eru atburðir síðustu vikna ástæða þess að Indland er umfjöllunarefni þessarar greinar fremur en önnur lönd sem eiga viðlíka gagnrýni skilið. Eftir hina hrottafengnu árás á konu í strætisvagni í Nýju-Delí í desember 2012 voru indversk stjórnvöld nauðbeygð til að herða refsilöggjöf sína hvað varðar ofbeldi gegn konum. Yfirvöld í Indlandi hafa samt sem áður verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á málunum og er ekki að undra. Stjórnmálamenn landsins skiptast á að tjá sig opinberlega þar sem fram koma skoðanir sem endurspegla þá kvenfyrirlitningu sem einkenna glæpina og veita þeim sem glæpina fremja byr undir báða vængi. Fyrir rúmri viku lýsti stjórnmálamaður Bharatiua Janata flokksins (BJP), sem vann kosningarnar í Indlandi 2014, því yfir að nauðganir væru ,,óviljaverk“ og gerðust ,,fyrir slysni“. Annar stjórnmálamaður flokksins lýsti því yfir fyrir skömmu að nauðgun væri ,,stundum röng og stundum rétt“. Fyrir rúmum tveim vikum síðan var tveimur unglingsstúlkum nauðgað af hópi manna og þær svo hengdar í tré. Formaður Samajwadi flokksins sem er við völd í héraðinu Uttar Pradesh þar sem ódæðið átti sér stað hefur áður sagt um nauðganir: ,,Boys will be boys, they make mistakes“. Flokkurinn hefur einmitt verið sakaður um að halda hlífiskildi yfir meðlimum Yadav stéttarinnar, sem hrottarnir sem drápu stúlkurnar tilheyra, og flokkurinn sækir mikið fylgi til. Annar leiðtogi Samajwadi flokksins lét hafa það eftir sér að hengja ætti konur sem væri nauðgað fyrir kynlíf utan hjónabands. Þá hafa fleiri stjórnmálamenn tjáð sig opinberlega og m.a. kennt klæðaburði kvenna um. Er sú skoðun dæmigerð í þessu samhengi að svona hlutir komi ekki fyrir heiðvirðar stúlkur. Nýverið beitti indverska lögreglan í Uttar Pradesh vatni til að tvístra kvenkyns mótmælendum sem komu saman til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í að tryggja öryggi kvenna í landinu. Þvílík skilaboð til indverskra karlmanna. Þvílík fordæming. Í fyrra var indverskri konu nauðgað af 13 karlmönnum að skipun þorpráðs þar sem hún gat ekki greitt skuld fyrir að hafa orðið ástfangin af manni af rangri ætt. Var þorpsráðið sótt til saka? Er það enn við störf? Hafa framangreindir stjórnmálamenn verið dregnir til ábyrgðar fyrir orð sín? Þá hafa 186 þingmenn eða 34% nýrra meðlima indverska þingsins verið kærðir fyrir glæpi, 21% fyrir alvarlega glæpi á borð við morð, tilraun til morðs, mannrán og glæpi gegn konum. Þar af hafa 35% eða 98 af 281 frambjóðendum BJP flokksins í seinustu kosningum upplýst um sakamál á hendur sér. Það er ekki nóg að breyta lögum eða tala um umbætur án eftirfylgni. Þjóðum hefur verið hótað refsiaðgerðum fyrir að veiða hvali: jafnvel haldið utan við ráðstefnur. Hvað með þjóðir sem sýna ekki einungis skeytingarleysi heldur ýta með óbeinum hætti undir áframhaldandi ofbeldi gegn konum. Nú eða þjóðir sem ýta með beinum hætti? Hvað með þjóðir sem lofa umbótum í þessum málum en veita þess í stað aðilum brautargengi sem eru sekir um glæpi gegn konum eða tjá sig með framangreindum hætti. Eru stefnuyfirlýsingar og innihaldslaus loforð nægjanleg? Er alþjóðasamfélagið algjörlega máttlaust í þessu samhengi? Rétt er að vekja athygli á að á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Bretlandi undir heitinu ,,Time to Act“. Boða þeir sem að henni standa herör gegn beitingu nauðgana sem vopns á stríðstímum. Ekki seinna vænna. Ráðstefnan er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið og sóttu fjölmargir þjóðarleiðtogar hana. Hafa yfir 150 lönd undirritað yfirlýsingu um að grípa til ráðstafana til að stöðva kynferðisofbeldi á átakatímum. Indland er ekki þar á meðal. Á þeim fáu dögum sem þessi grein var skrifuð fundust tvær konur til viðbótar hengdar upp í tré í Indlandi og er grunur um að þeim hafi áður verið nauðgað af hópi manna. Í framhaldinu tjáði forsætisráðherra landsins sig í fyrsta sinn opinberlega um ástandið þar sem hann lýsti því yfir að ríkisstjórnin ætti að grípa til ráðstafana. Ríkisstjóri Uttar Pradesh lýsti því einnig yfir á dögunum að tekið yrði á hrinu nauðgana í héraðinu. Þá er að sjá hvort staðið verði við stóru orðin. Það er kominn tími á að yfirvöld landa þar sem hrottafengið ofbeldi gegn konum viðgengst í nafni laga, menningar, eða afskiptaleysis yfirvalda beri einhverja ábyrgð. Það er kominn tími á að alþjóðlegri pressu verði beitt af fullum þungum. Hvort sem um er að ræða stríðshrjáð svæði eða ekki. Það er kominn tími til aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það líður ekki sá dagur að ekki birtist fréttir utan úr heimi um hræðilegt ofbeldi gegn konum. Þar sem komið er fram við konur með svo ómannúðlegum og sadistískum hætti að maður grípur fyrir andlitið við lesturinn. Hvort sem um er að ræða hrottalegar hópnauðganir, sýruárásir, grýtingar, íkveikjur eða annað. Eru athafnirnar iðulega réttlættar á grundvelli athafna konunnar sjálfrar (e. victim blaming), menningu, laga, vangreidds heimanmundar eða öðrum álíka fjarstæðukenndum átyllum. Indland hefur verið áberandi í þessari umræðu þar sem slíkt ofbeldi gegn konum er daglegt brauð. Þá sérstaklega í norðurhluta landsins. Almenningur á Indlandi hefur vakið athygli heimspressunnar á því að ómennin komist upp með glæpi sína, að lögreglumenn virði kærur að vettugi og refsingum sé ekki fylgt eftir. Sýna opinberar tölur að nauðganir í landinu eigi sér stað á 22 mínútna fresti. Talan er þó talin umtalsvert hærri þar sem fjöldi nauðgana eru ekki tilkynntar, m.a. vegna hræðslu fórnarlamba við áreitni eða aðgerðarleysi af hálfu lögreglu. Þá er rétt að taka fram að nauðgun innan hjónabands er ekki refsiverð. Eru atburðir síðustu vikna ástæða þess að Indland er umfjöllunarefni þessarar greinar fremur en önnur lönd sem eiga viðlíka gagnrýni skilið. Eftir hina hrottafengnu árás á konu í strætisvagni í Nýju-Delí í desember 2012 voru indversk stjórnvöld nauðbeygð til að herða refsilöggjöf sína hvað varðar ofbeldi gegn konum. Yfirvöld í Indlandi hafa samt sem áður verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á málunum og er ekki að undra. Stjórnmálamenn landsins skiptast á að tjá sig opinberlega þar sem fram koma skoðanir sem endurspegla þá kvenfyrirlitningu sem einkenna glæpina og veita þeim sem glæpina fremja byr undir báða vængi. Fyrir rúmri viku lýsti stjórnmálamaður Bharatiua Janata flokksins (BJP), sem vann kosningarnar í Indlandi 2014, því yfir að nauðganir væru ,,óviljaverk“ og gerðust ,,fyrir slysni“. Annar stjórnmálamaður flokksins lýsti því yfir fyrir skömmu að nauðgun væri ,,stundum röng og stundum rétt“. Fyrir rúmum tveim vikum síðan var tveimur unglingsstúlkum nauðgað af hópi manna og þær svo hengdar í tré. Formaður Samajwadi flokksins sem er við völd í héraðinu Uttar Pradesh þar sem ódæðið átti sér stað hefur áður sagt um nauðganir: ,,Boys will be boys, they make mistakes“. Flokkurinn hefur einmitt verið sakaður um að halda hlífiskildi yfir meðlimum Yadav stéttarinnar, sem hrottarnir sem drápu stúlkurnar tilheyra, og flokkurinn sækir mikið fylgi til. Annar leiðtogi Samajwadi flokksins lét hafa það eftir sér að hengja ætti konur sem væri nauðgað fyrir kynlíf utan hjónabands. Þá hafa fleiri stjórnmálamenn tjáð sig opinberlega og m.a. kennt klæðaburði kvenna um. Er sú skoðun dæmigerð í þessu samhengi að svona hlutir komi ekki fyrir heiðvirðar stúlkur. Nýverið beitti indverska lögreglan í Uttar Pradesh vatni til að tvístra kvenkyns mótmælendum sem komu saman til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í að tryggja öryggi kvenna í landinu. Þvílík skilaboð til indverskra karlmanna. Þvílík fordæming. Í fyrra var indverskri konu nauðgað af 13 karlmönnum að skipun þorpráðs þar sem hún gat ekki greitt skuld fyrir að hafa orðið ástfangin af manni af rangri ætt. Var þorpsráðið sótt til saka? Er það enn við störf? Hafa framangreindir stjórnmálamenn verið dregnir til ábyrgðar fyrir orð sín? Þá hafa 186 þingmenn eða 34% nýrra meðlima indverska þingsins verið kærðir fyrir glæpi, 21% fyrir alvarlega glæpi á borð við morð, tilraun til morðs, mannrán og glæpi gegn konum. Þar af hafa 35% eða 98 af 281 frambjóðendum BJP flokksins í seinustu kosningum upplýst um sakamál á hendur sér. Það er ekki nóg að breyta lögum eða tala um umbætur án eftirfylgni. Þjóðum hefur verið hótað refsiaðgerðum fyrir að veiða hvali: jafnvel haldið utan við ráðstefnur. Hvað með þjóðir sem sýna ekki einungis skeytingarleysi heldur ýta með óbeinum hætti undir áframhaldandi ofbeldi gegn konum. Nú eða þjóðir sem ýta með beinum hætti? Hvað með þjóðir sem lofa umbótum í þessum málum en veita þess í stað aðilum brautargengi sem eru sekir um glæpi gegn konum eða tjá sig með framangreindum hætti. Eru stefnuyfirlýsingar og innihaldslaus loforð nægjanleg? Er alþjóðasamfélagið algjörlega máttlaust í þessu samhengi? Rétt er að vekja athygli á að á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Bretlandi undir heitinu ,,Time to Act“. Boða þeir sem að henni standa herör gegn beitingu nauðgana sem vopns á stríðstímum. Ekki seinna vænna. Ráðstefnan er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið og sóttu fjölmargir þjóðarleiðtogar hana. Hafa yfir 150 lönd undirritað yfirlýsingu um að grípa til ráðstafana til að stöðva kynferðisofbeldi á átakatímum. Indland er ekki þar á meðal. Á þeim fáu dögum sem þessi grein var skrifuð fundust tvær konur til viðbótar hengdar upp í tré í Indlandi og er grunur um að þeim hafi áður verið nauðgað af hópi manna. Í framhaldinu tjáði forsætisráðherra landsins sig í fyrsta sinn opinberlega um ástandið þar sem hann lýsti því yfir að ríkisstjórnin ætti að grípa til ráðstafana. Ríkisstjóri Uttar Pradesh lýsti því einnig yfir á dögunum að tekið yrði á hrinu nauðgana í héraðinu. Þá er að sjá hvort staðið verði við stóru orðin. Það er kominn tími á að yfirvöld landa þar sem hrottafengið ofbeldi gegn konum viðgengst í nafni laga, menningar, eða afskiptaleysis yfirvalda beri einhverja ábyrgð. Það er kominn tími á að alþjóðlegri pressu verði beitt af fullum þungum. Hvort sem um er að ræða stríðshrjáð svæði eða ekki. Það er kominn tími til aðgerða.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun