Borgar menntun sig? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun