Borgar menntun sig? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun