Hvenær var stúdentsprófið formlega gjaldfellt? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2014 12:54 Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun