Hvenær var stúdentsprófið formlega gjaldfellt? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2014 12:54 Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun