Er framtíð í vindorku? Einar Sveinbjörnsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun