Er framtíð í vindorku? Einar Sveinbjörnsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun