Íslam á Íslandi Anna Lára Steindal skrifar 20. júní 2014 07:00 Undanfarna daga og vikur hefur umræða um múslima og íslam á Íslandi verið nokkuð fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þessi umræða hefur þróast inn á viðsjárverða braut sem sundrar í stað þess að sameina, elur á andúð í stað þess að færa fólk nær hvað öðru. Þessi umræða byggist á fordómum, fyrirfram gefnum hugmyndum og staðalmyndum sem standast ekki nánari skoðun. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með múslimum á Íslandi og í Evrópu, skrifaði meðal annars meistararitgerð í heimspeki um íslam í Evrópu með sérstakri áherslu á gagnkvæma aðlögun, sjálfsmynd og heimsveldapólitík. Þessa dagana vinn ég að því að skrásetja sögu manns sem kom sem hælisleitandi frá Líbíu árið 2002 og hefur tekið ríkan þátt í uppbyggingu íslams á Íslandi. Ég hef þvælst svolítið um Norður-Afríku og notið gestrisni og hjartahlýju fólks sem þar býr – alltaf á mínum eigin forsendum. Ég hef fylgst með verkefnum múslima í Pakistan, Afganistan, Jemen, Egyptalandi, Túnis og Líbíu á sviði kven- og mannréttinda. Ég hef takið þátt alþjóðlegum verkefnum um arabíska vorið og íslam á Vesturlöndum. Ég þekki dæmi þess að múslimar hafa glatað lífinu fyrir þau frjálslyndu gildi sem Vesturlönd vilja gjarnan eigna sér – frelsi, lýðræði, mannréttindi, kærleika, umburðarlyndi. Þess vegna finnst mér grátlegt að fylgjast með því hvernig umræðan um múslima og íslam er að þróast á Íslandi. Til að sporna gegn ýmsum rangfærslum sem eru algengar langar mig að leggja eftirfarandi til umræðunnar:Mannréttindi eru ekki ósamrýmanleg íslam Ég á hóp vinkvenna í Egyptalandi sem eru trúaðir múslimar en jafnframt gallharðir femínistar sem velja að ganga með slæðu um leið og þær berjast fyrir auknum réttindum fyrir konur í arabaheiminum – þar á meðal réttinum til að velja hvort þær bera slæðu eða ekki. Kvenréttindi eru ekki ósamrýmanleg íslam og ekki eru allar arabískar konur kúgaðar. Með baráttu arabískra kvenna má m.a. fylgjast hér: https://www.facebook.com/intifadat.almar2a Ég á félaga (flestir karlar) í Pakistan og Afganistan sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna og baráttunni fyrir mannréttindum og mannvirðingu yfirleitt. Múslimakarlar fara ekki allir gegn konum og þeim sem ekki eru múslimar með ofríki og kúgun sem er réttlætt í nafni trúar. Hér er eitt dæmi um verkefni sem pakistanskur kunningi minn vinnur að: https://www.kwh.org.pk/index.php?option=com_content&view=article&id=128&Itemid=246 Ég þekki marga múslima í Bretlandi, Belgíu, Íslandi og víðar í Evrópu, sem eru góðar og vel meinandi manneskjur sem eru að vanda sig við að lifa í sátt við samfélag sitt. Ég þekki líka múslima í Evrópu sem búa við erfitt hlutskipti, mismunun og útskúfun sem er ekki til þess að auðvelda þeim þetta verkefni. Fyrir þá sem vilja afla sér frekari upplýsinga um aðstæður ungra múslima á jaðrinum í Evrópu má byrja hér: http://blogs.lse.ac.uk/europpblog/2012/09/02/book-review-europes-angry-muslims-the-revolt-of-the-second-generatio Ég þekki ungt fólk í Norður-Afríku sem tók virkan þátt í arabíska vorinu, knúið áfram af draumnum um lýðræði, sjálfræði og mannvirðingu. Sum þeirra leggja lífið ítrekað að veði í þessari baráttu gegn yfirgangsöflum. Ýmist með því að halda uppi friðsamlegu andófi eða með því að upplýsa (á samfélagsmiðlum, í skýrslum og skrifum á formlegri vettvangi og með þátttöku í fundum og verkefnum) umheiminn um það sem er að eiga sér stað. Þeirra beittasta vopn er gagnrýnin hugsun. Og þau vanda sig við að veita óhlutdrægar upplýsingar og vera málefnaleg. Hér má t.d. lesa greinar eftir vinkonu mína, Yasmin M. Fakhry: https://www.peacexpeace.org/2013/05/can-faith-substitute-for-human-rights/ Sumir múslimar sem ég þekki eru gamalgrónir Evrópubúar sem hafa snúist til íslams vegna þess að boðskapur Múhameðs (friður sé með honum) snerti þá. Aðrir eru af annarri eða þriðju kynslóð flóttamanna eða innflytjenda og eru jafn miklir Vesturlandabúar og ég eða þú! Enn aðrir hafa neyðst til þess að yfirgefa heimalandið og allt sem þeim var kært. Ekki vegna þess að þá langaði svo til Evrópu heldur vegna þess að þeim er ekki vært í heimalandinu. Ástandið í Mið-Austurlöndum er flestum að einhverju leyti kunnugt en fæstir átta sig á rullunni sem heimsveldapólitík (geopolitics) spilar í þeirri sorgarsögu. Þar leika Vesturlönd hlutverk ásamt mörgum öðrum og almenningur er að verulegu leyti leiksoppur afla sem erfitt er að ráða við. Og jú, jú, sumir múslimar sem koma til Evrópu eru vafasamur pappír sem koma af öðrum, sjálfhverfari og viðsjárverðari ástæðum. Þá á auðvitað að tækla á sama hátt og aðra sem koma með svipað hugarfar í vafasömum erindagjörðum.Sameinum í stað þess að sundra Eitt get ég fullyrt; ég hef ekki átt eins vitlegar umræður við neinn um mikilvægi þess að berjast gegn öfgasinnuðum íslamistum og yfirgangi í nafni íslams og einmitt múslima. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru líklega engir eins áfram um að uppræta öfga íslams og þróa áhrifaríkar leiðir til gagnkvæmrar aðlögunar og múslimar sjálfir! Og einmitt vegna þess að ég hef öðlast innsýn í þrotlausa baráttu margra þeirra og fórnir verð ég ákaflega döpur yfir að verða vitni að þeirri sorglegu umræðu um múslima og íslam á Íslandi sem er ofan á á Íslandi í dag. Dæmi um aðkomu múslima að umræðu um múslima í Evrópu má sjá hér:https://www.quilliamfoundation.org/ Það er mikilvægt að ræða um fjölbreytileikann, þar á meðal íslam á Íslandi, á skynsamlegum nótum. Og sannarlega eru vítin mörg að varast – eins og lesa má um hér: https://skemman.is/stream/get/1946/16931/39285/4/Fer%C3%B0in+til+tunglsins-jan.2014.pdf;jsessionid=A5C73FB869F29BC22F0A3C61A1F96227 En umræða á borð við þá sem er í gangi á Íslandi í dag hjálpar ekki hætishót vegna þess að hún byggist á veikum grunni, elur á andúð og mismunun, sundrar í stað þess að sameina. Eru andúð, sundrung og mismunun virkilega þau gildi sem við viljum standa fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hefur umræða um múslima og íslam á Íslandi verið nokkuð fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þessi umræða hefur þróast inn á viðsjárverða braut sem sundrar í stað þess að sameina, elur á andúð í stað þess að færa fólk nær hvað öðru. Þessi umræða byggist á fordómum, fyrirfram gefnum hugmyndum og staðalmyndum sem standast ekki nánari skoðun. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með múslimum á Íslandi og í Evrópu, skrifaði meðal annars meistararitgerð í heimspeki um íslam í Evrópu með sérstakri áherslu á gagnkvæma aðlögun, sjálfsmynd og heimsveldapólitík. Þessa dagana vinn ég að því að skrásetja sögu manns sem kom sem hælisleitandi frá Líbíu árið 2002 og hefur tekið ríkan þátt í uppbyggingu íslams á Íslandi. Ég hef þvælst svolítið um Norður-Afríku og notið gestrisni og hjartahlýju fólks sem þar býr – alltaf á mínum eigin forsendum. Ég hef fylgst með verkefnum múslima í Pakistan, Afganistan, Jemen, Egyptalandi, Túnis og Líbíu á sviði kven- og mannréttinda. Ég hef takið þátt alþjóðlegum verkefnum um arabíska vorið og íslam á Vesturlöndum. Ég þekki dæmi þess að múslimar hafa glatað lífinu fyrir þau frjálslyndu gildi sem Vesturlönd vilja gjarnan eigna sér – frelsi, lýðræði, mannréttindi, kærleika, umburðarlyndi. Þess vegna finnst mér grátlegt að fylgjast með því hvernig umræðan um múslima og íslam er að þróast á Íslandi. Til að sporna gegn ýmsum rangfærslum sem eru algengar langar mig að leggja eftirfarandi til umræðunnar:Mannréttindi eru ekki ósamrýmanleg íslam Ég á hóp vinkvenna í Egyptalandi sem eru trúaðir múslimar en jafnframt gallharðir femínistar sem velja að ganga með slæðu um leið og þær berjast fyrir auknum réttindum fyrir konur í arabaheiminum – þar á meðal réttinum til að velja hvort þær bera slæðu eða ekki. Kvenréttindi eru ekki ósamrýmanleg íslam og ekki eru allar arabískar konur kúgaðar. Með baráttu arabískra kvenna má m.a. fylgjast hér: https://www.facebook.com/intifadat.almar2a Ég á félaga (flestir karlar) í Pakistan og Afganistan sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna og baráttunni fyrir mannréttindum og mannvirðingu yfirleitt. Múslimakarlar fara ekki allir gegn konum og þeim sem ekki eru múslimar með ofríki og kúgun sem er réttlætt í nafni trúar. Hér er eitt dæmi um verkefni sem pakistanskur kunningi minn vinnur að: https://www.kwh.org.pk/index.php?option=com_content&view=article&id=128&Itemid=246 Ég þekki marga múslima í Bretlandi, Belgíu, Íslandi og víðar í Evrópu, sem eru góðar og vel meinandi manneskjur sem eru að vanda sig við að lifa í sátt við samfélag sitt. Ég þekki líka múslima í Evrópu sem búa við erfitt hlutskipti, mismunun og útskúfun sem er ekki til þess að auðvelda þeim þetta verkefni. Fyrir þá sem vilja afla sér frekari upplýsinga um aðstæður ungra múslima á jaðrinum í Evrópu má byrja hér: http://blogs.lse.ac.uk/europpblog/2012/09/02/book-review-europes-angry-muslims-the-revolt-of-the-second-generatio Ég þekki ungt fólk í Norður-Afríku sem tók virkan þátt í arabíska vorinu, knúið áfram af draumnum um lýðræði, sjálfræði og mannvirðingu. Sum þeirra leggja lífið ítrekað að veði í þessari baráttu gegn yfirgangsöflum. Ýmist með því að halda uppi friðsamlegu andófi eða með því að upplýsa (á samfélagsmiðlum, í skýrslum og skrifum á formlegri vettvangi og með þátttöku í fundum og verkefnum) umheiminn um það sem er að eiga sér stað. Þeirra beittasta vopn er gagnrýnin hugsun. Og þau vanda sig við að veita óhlutdrægar upplýsingar og vera málefnaleg. Hér má t.d. lesa greinar eftir vinkonu mína, Yasmin M. Fakhry: https://www.peacexpeace.org/2013/05/can-faith-substitute-for-human-rights/ Sumir múslimar sem ég þekki eru gamalgrónir Evrópubúar sem hafa snúist til íslams vegna þess að boðskapur Múhameðs (friður sé með honum) snerti þá. Aðrir eru af annarri eða þriðju kynslóð flóttamanna eða innflytjenda og eru jafn miklir Vesturlandabúar og ég eða þú! Enn aðrir hafa neyðst til þess að yfirgefa heimalandið og allt sem þeim var kært. Ekki vegna þess að þá langaði svo til Evrópu heldur vegna þess að þeim er ekki vært í heimalandinu. Ástandið í Mið-Austurlöndum er flestum að einhverju leyti kunnugt en fæstir átta sig á rullunni sem heimsveldapólitík (geopolitics) spilar í þeirri sorgarsögu. Þar leika Vesturlönd hlutverk ásamt mörgum öðrum og almenningur er að verulegu leyti leiksoppur afla sem erfitt er að ráða við. Og jú, jú, sumir múslimar sem koma til Evrópu eru vafasamur pappír sem koma af öðrum, sjálfhverfari og viðsjárverðari ástæðum. Þá á auðvitað að tækla á sama hátt og aðra sem koma með svipað hugarfar í vafasömum erindagjörðum.Sameinum í stað þess að sundra Eitt get ég fullyrt; ég hef ekki átt eins vitlegar umræður við neinn um mikilvægi þess að berjast gegn öfgasinnuðum íslamistum og yfirgangi í nafni íslams og einmitt múslima. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru líklega engir eins áfram um að uppræta öfga íslams og þróa áhrifaríkar leiðir til gagnkvæmrar aðlögunar og múslimar sjálfir! Og einmitt vegna þess að ég hef öðlast innsýn í þrotlausa baráttu margra þeirra og fórnir verð ég ákaflega döpur yfir að verða vitni að þeirri sorglegu umræðu um múslima og íslam á Íslandi sem er ofan á á Íslandi í dag. Dæmi um aðkomu múslima að umræðu um múslima í Evrópu má sjá hér:https://www.quilliamfoundation.org/ Það er mikilvægt að ræða um fjölbreytileikann, þar á meðal íslam á Íslandi, á skynsamlegum nótum. Og sannarlega eru vítin mörg að varast – eins og lesa má um hér: https://skemman.is/stream/get/1946/16931/39285/4/Fer%C3%B0in+til+tunglsins-jan.2014.pdf;jsessionid=A5C73FB869F29BC22F0A3C61A1F96227 En umræða á borð við þá sem er í gangi á Íslandi í dag hjálpar ekki hætishót vegna þess að hún byggist á veikum grunni, elur á andúð og mismunun, sundrar í stað þess að sameina. Eru andúð, sundrung og mismunun virkilega þau gildi sem við viljum standa fyrir?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun