Alþjóðlegt þekkingarsetur í Gunnarsholti Þórunn Pétursdóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minnast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endurheimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóðasamfélagsins og þannig lagt okkar af mörkum til að auka skilning og þekkingu á mikilvægi jarðvegsverndar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda hvar sem er í heiminum. Landgræðslan hefur á síðustu árum unnið mjög ötullega að því að vekja athygli erlendis á árangri okkar á sviði jarðvegsverndar og endurheimtar vistkerfa. Stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið starfræktur hérlendis um nokkurra ára bil, er til að mynda afrakstur af því starfi. Það markaði fyrsta varanlega sporið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á að rödd Íslands ætti og þyrfti að heyrast á þessum vettvangi.Einlægt kappsmál Það er Landgræðslunni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að eflingu og frekari uppbyggingu vísindasamfélagsins á landsbyggðinni og er uppbygging alþjóðlegs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi. Setrinu er ætlað að miðla þekkingu um samspil manns og náttúru og áhrif þess á landhnignun, endurheimt eyddra vistkerfa, jarðvegsvernd, vatnsbúskap og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Það mun bjóða upp á margvísleg þverfagleg námskeið og vinnufundi þessu tengt og það mun einnig leggja áherslu á að byggja upp og taka þátt í þverfaglegum rannsóknum á ofannefndum viðfangsefnum. Setrið stefnir fyrst og fremst á að sækja fram á meðal erlendra og innlendra faghópa og bjóða þeim að nýta aðstöðuna í Gunnarsholti til vinnufunda og námskeiðahalds. Gunnarsholt býður upp á stórkostlegt tækifæri til að læra af náttúrunni sjálfri. Eins og annars staðar á Íslandi og víða um heim er nýtingarsaga staðarins mörkuð af samspili manns og náttúru og hvernig ofnýting náttúruauðlinda, svo sem beit og viðarhögg í samspili við óblíð náttúruöfl, rústaði viðkvæmum vistkerfum. Myndir frá því snemma á síðustu öld bera þess glögglega merki. En – nýtingarsaga Gunnarsholts og svæðanna í kring einkennist líka af árangursríkri endurheimt eyddra vistkerfa og natni heimamanna við að klæða landið gróðri á ný, stuðla að nýmyndun frjósams jarðvegs og koma vatnsbúskap svæðanna í samt lag. Gunnlaugsskógur er til að mynda áhrifaríkt dæmi um birkiskóg sprottinn upp af birkifræi sem dreift var á örfoka svæði fyrir um hálfri öld og sjálfssáning víðis inn í gamlar uppgræðslur sýnir vel hvers náttúran er megnug þegar búið er aðstoða hana við að koma ferlum sínum í gang á ný.Lykiláhrif Landnýting hefur lykiláhrif á ástand og þanþol vistkerfa. Þar sem landnýting er mjög fjölbreytt á suðurhluta Íslands býður miðlæg staðsetning Gunnarsholts upp á margvísleg tækifæri til vettvangsferða og rannsókna. Nálægð við til að mynda Heklu, Þjórsá, Þórsmörk og hálendisbrúnina gefur óendanlega möguleika á að dýpka skilning á áhrifum mismunandi landnýtingarforma á vistkerfi og nálægðin við eldfjöll og jökla sýnir bein áhrif náttúrunnar sjálfrar á vistkerfin og hugsanlegar afleiðingar ef þau eru ekki í stakk búin til að taka við áföllum af völdum eldgosa, flóða eða annarra náttúruhamfara. Þekkingarsetrið mun nýta Sagnagarð, fræðslusafn Landgræðslunnar, í sínu starfi. Þar er mjög góð aðstaða til námskeiðahalds og fyrirlestrar um hnignun og endurreisn vistkerfa verða sem ljóslifandi meðal gamalla ljósmynda og sýningargripa safnsins. Setrið hefur einstaka gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns og vel útbúin kennslurými til námskeiðahalds. Þekkingarsetrið mun hafa aðgang að fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns og hentar því líka vel til styttri funda og ráðstefnuhalds. Eins og ljóst má vera af ofantöldu eru möguleikarnir sannarlega til staðar og þá ætlum við að virkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minnast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endurheimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóðasamfélagsins og þannig lagt okkar af mörkum til að auka skilning og þekkingu á mikilvægi jarðvegsverndar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda hvar sem er í heiminum. Landgræðslan hefur á síðustu árum unnið mjög ötullega að því að vekja athygli erlendis á árangri okkar á sviði jarðvegsverndar og endurheimtar vistkerfa. Stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið starfræktur hérlendis um nokkurra ára bil, er til að mynda afrakstur af því starfi. Það markaði fyrsta varanlega sporið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á að rödd Íslands ætti og þyrfti að heyrast á þessum vettvangi.Einlægt kappsmál Það er Landgræðslunni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að eflingu og frekari uppbyggingu vísindasamfélagsins á landsbyggðinni og er uppbygging alþjóðlegs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi. Setrinu er ætlað að miðla þekkingu um samspil manns og náttúru og áhrif þess á landhnignun, endurheimt eyddra vistkerfa, jarðvegsvernd, vatnsbúskap og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Það mun bjóða upp á margvísleg þverfagleg námskeið og vinnufundi þessu tengt og það mun einnig leggja áherslu á að byggja upp og taka þátt í þverfaglegum rannsóknum á ofannefndum viðfangsefnum. Setrið stefnir fyrst og fremst á að sækja fram á meðal erlendra og innlendra faghópa og bjóða þeim að nýta aðstöðuna í Gunnarsholti til vinnufunda og námskeiðahalds. Gunnarsholt býður upp á stórkostlegt tækifæri til að læra af náttúrunni sjálfri. Eins og annars staðar á Íslandi og víða um heim er nýtingarsaga staðarins mörkuð af samspili manns og náttúru og hvernig ofnýting náttúruauðlinda, svo sem beit og viðarhögg í samspili við óblíð náttúruöfl, rústaði viðkvæmum vistkerfum. Myndir frá því snemma á síðustu öld bera þess glögglega merki. En – nýtingarsaga Gunnarsholts og svæðanna í kring einkennist líka af árangursríkri endurheimt eyddra vistkerfa og natni heimamanna við að klæða landið gróðri á ný, stuðla að nýmyndun frjósams jarðvegs og koma vatnsbúskap svæðanna í samt lag. Gunnlaugsskógur er til að mynda áhrifaríkt dæmi um birkiskóg sprottinn upp af birkifræi sem dreift var á örfoka svæði fyrir um hálfri öld og sjálfssáning víðis inn í gamlar uppgræðslur sýnir vel hvers náttúran er megnug þegar búið er aðstoða hana við að koma ferlum sínum í gang á ný.Lykiláhrif Landnýting hefur lykiláhrif á ástand og þanþol vistkerfa. Þar sem landnýting er mjög fjölbreytt á suðurhluta Íslands býður miðlæg staðsetning Gunnarsholts upp á margvísleg tækifæri til vettvangsferða og rannsókna. Nálægð við til að mynda Heklu, Þjórsá, Þórsmörk og hálendisbrúnina gefur óendanlega möguleika á að dýpka skilning á áhrifum mismunandi landnýtingarforma á vistkerfi og nálægðin við eldfjöll og jökla sýnir bein áhrif náttúrunnar sjálfrar á vistkerfin og hugsanlegar afleiðingar ef þau eru ekki í stakk búin til að taka við áföllum af völdum eldgosa, flóða eða annarra náttúruhamfara. Þekkingarsetrið mun nýta Sagnagarð, fræðslusafn Landgræðslunnar, í sínu starfi. Þar er mjög góð aðstaða til námskeiðahalds og fyrirlestrar um hnignun og endurreisn vistkerfa verða sem ljóslifandi meðal gamalla ljósmynda og sýningargripa safnsins. Setrið hefur einstaka gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns og vel útbúin kennslurými til námskeiðahalds. Þekkingarsetrið mun hafa aðgang að fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns og hentar því líka vel til styttri funda og ráðstefnuhalds. Eins og ljóst má vera af ofantöldu eru möguleikarnir sannarlega til staðar og þá ætlum við að virkja.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun