Hvar skal búið; tjald eða geymsla? Bragi Guðlaugsson skrifar 21. júní 2014 07:00 Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun