Hugurinn ber þig hálfa leið, en skatturinn fylgir þér alla Vala Valtýsdóttir skrifar 18. júní 2014 12:58 Síðastliðin ár hefur töluverður fjöldi Íslendinga lagt land undir fót og sótt vinnu erlendis. Áður en haldið er af stað í slíkt ferðalag skiptir miklu að kortleggja áhrif skattareglna hérlendis og í hinu ríkinu til að forðast t.d. tvískattlagningu og álag á vantalda skattstofna hérlendis síðar meir. Það vill iðulega gleymast, sem er bagalegt enda getur umfang slíkra vandkvæða dregið verulega úr ábata einstaklingsins af starfinu erlendis. Skattskylda getur verið í tveimur ríkjum Þegar einstaklingar ætla að vinna erlendis en engu að síður viðhalda heimilisfesti sínu hérlendis þá ber þeim skylda til að greiða tekjuskatt hér á landi af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignum óháð staðsetningu þeirra. Það á einnig við um þá sem flytja heimilisfesti sitt, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Þrátt fyrir þetta geta Íslendingar starfandi erlendis líka talist skattskyldir í því ríki vegna tekna eða eigna sem eiga uppruna sinn þar. Það ríki getur þannig haft takmarkað skattlagningarvald yfir íslenskum ríkisborgunum. Eins getur Ísland haft slíkt vald ef einstaklingarnir hafa flutt til útlanda en vinna að hluta hér á landi. Ef tvísköttunarsamningi er ekki til að dreifa milli Íslands og viðkomandi ríkis þá geta einstaklingar því lent í því að tekjurnar verði tvískattlagðar nema sótt sé sérstaklega um frádrátt vegna slíkra tekna í tengslum við skil skattframtals.Atriði sem verður að hafa í huga Fyrsta skrefið er því að kanna hvort tvísköttunarsamningur sé til staðar. Því næst þarf að meta hvar einstaklingurinn telst skattskyldur. Þá þarf að skoða undir hvaða almannatryggingakerfi einstaklingurinn fellur og hvort öll réttindi viðhaldi sér. Að auki þarf að meta áhrif erlendu teknanna á skattlagningu annarra tekna hérlendis og útreikning t.d. barnabóta, enda eru tekjur sem aflað er erlendis framtalsskyldar hér þótt þær séu undanþegnar/frádráttarbærar við skattlagningu á grundvelli tvísköttunarsamnings. Það er því þannig að þótt hugurinn beri þig hálfa leið þá verður að huga að skattamálum áður en á hólminn er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin ár hefur töluverður fjöldi Íslendinga lagt land undir fót og sótt vinnu erlendis. Áður en haldið er af stað í slíkt ferðalag skiptir miklu að kortleggja áhrif skattareglna hérlendis og í hinu ríkinu til að forðast t.d. tvískattlagningu og álag á vantalda skattstofna hérlendis síðar meir. Það vill iðulega gleymast, sem er bagalegt enda getur umfang slíkra vandkvæða dregið verulega úr ábata einstaklingsins af starfinu erlendis. Skattskylda getur verið í tveimur ríkjum Þegar einstaklingar ætla að vinna erlendis en engu að síður viðhalda heimilisfesti sínu hérlendis þá ber þeim skylda til að greiða tekjuskatt hér á landi af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignum óháð staðsetningu þeirra. Það á einnig við um þá sem flytja heimilisfesti sitt, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Þrátt fyrir þetta geta Íslendingar starfandi erlendis líka talist skattskyldir í því ríki vegna tekna eða eigna sem eiga uppruna sinn þar. Það ríki getur þannig haft takmarkað skattlagningarvald yfir íslenskum ríkisborgunum. Eins getur Ísland haft slíkt vald ef einstaklingarnir hafa flutt til útlanda en vinna að hluta hér á landi. Ef tvísköttunarsamningi er ekki til að dreifa milli Íslands og viðkomandi ríkis þá geta einstaklingar því lent í því að tekjurnar verði tvískattlagðar nema sótt sé sérstaklega um frádrátt vegna slíkra tekna í tengslum við skil skattframtals.Atriði sem verður að hafa í huga Fyrsta skrefið er því að kanna hvort tvísköttunarsamningur sé til staðar. Því næst þarf að meta hvar einstaklingurinn telst skattskyldur. Þá þarf að skoða undir hvaða almannatryggingakerfi einstaklingurinn fellur og hvort öll réttindi viðhaldi sér. Að auki þarf að meta áhrif erlendu teknanna á skattlagningu annarra tekna hérlendis og útreikning t.d. barnabóta, enda eru tekjur sem aflað er erlendis framtalsskyldar hér þótt þær séu undanþegnar/frádráttarbærar við skattlagningu á grundvelli tvísköttunarsamnings. Það er því þannig að þótt hugurinn beri þig hálfa leið þá verður að huga að skattamálum áður en á hólminn er komið.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun