Afbygging Þjóðleikhússins Trausti Ólafsson skrifar 18. júní 2014 00:00 Hlín Agnarsdóttir gerir upp leikárið sem er að líða í DV föstudaginn 13. júní. Að dómi Hlínar stendur íslenskt leikhús á tímamótum. Ný kynslóð sviðslistamanna er að ryðja sér til rúms og hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús um miðja síðustu öld. Nýr leikhússtjóri hefur tekið við í Borgarleikhúsinu og seinna á árinu verður ráðinn nýr þjóðleikhússtjóri. Segir Hlín og bætir því við að heyrst hafi að þjóðleikhúsráð hafi á stefnuskrá sinni að sá [sú] sem hnossið hreppi verði helst ekki kominn yfir fertugt. Sé litið yfir grein Hlínar í leit að þjóðleikhússtjóra undir fertugu reynist erfitt að finna hann í þeim skrifum. Það væri þá helst Tyrfingur Tyrfingsson sem hefur vakið athygli fyrir góð tilþrif í leikritun. Ég óska þess samt Tyrfingi og íslensku leikhúsi til handa að hann verði ekki gerður að þjóðleikhússtjóra. Áður en að því kemur á ferli hans á hann vonandi mörg óskrifuð leikrit. Á stjórastóli í Þjóðleikhúsinu er hætt við að skáldaæðin stíflist fljótt. Hið sama á við um bráðunga og efnilega leikstjóra sem eru að eflast í sinni list. Starf þjóðleikhússtjóra er ekki fyrst og fremst fólgið í því að skapa á leiksviðinu heldur að veita öðrum sem bestar aðstæður til sköpunar þar. Þegar fyrrnefnd grein Hlínar er skoðuð kemur í ljós að á bak við þær tvær sýningar sem henni virðast hafa staðið upp úr hér á höfuðborgarsvæðinu, Húsi Bernörðu Alba í Gamla bíói/Borgarleikhúsinu og Ragnheiði í Íslensku óperunni, er ekkert sérstakt ungviði að finna. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði Bernörðu og Stefán Baldursson Ragnheiði. Kristín er margreyndur leikstjóri og þótt hún sé greinilega ung og ör í anda þá eru allmörg ár síðan hún varð fertug. Stefán var þjóðleikhússtjóri í fimmtán ár og verkefni hans sem leikstjóra eru orðin mörg og fjölbreytt. Leikstjórarnir semsé báðir þrautreyndir. Það skyldi þó aldrei vera að hin unga kynslóð sviðslistamanna gæti sitthvað lært af millikynslóðinni, kynslóð þeirra Kristínar og Stefáns, sem tók við af brautryðjendum í íslensku atvinnuleikhúsi sé upphaf þess miðað við opnun Þjóðleikhússins. Verkefnið felst ekki í því að ryðja einni kynslóð úr vegi til þess að skapa rúm fyrir nýja heldur að byggja brú þekkingar og trausts milli kynslóðanna.Unnið með hugtök Undanfarinn áratug hef ég starfað mikið með ungu fólki sem kennari í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Námskeiðin mín hafa fjallað um leikhús, leiklist og texta sem skrifaðir hafa verið fyrir leiksvið. Oft hefur verið hreint yndi að vera samvistum við æskuþrótt nemenda minna og verða vitni að því hvernig greinandi hugur þeirra eflist við það að fá í hendur verkfæri, hugtök, til þess að greina og fjalla um leiklist og leiktexta. Í hugvísindum er nefnilega unnið með hugtök. Eitt þeirra er kallað afbygging á íslensku. Í grein sinni grípur Hlín til afbyggingarhugtaksins til þess að lýsa umdeildum vinnuaðferðum Kristínar Jóhannesdóttur í sýningunni á Bernörðu Alba. Það er í besta falli umdeilanleg hugtakanotkun. Afbygging listaverks – eða hvaða hugverks sem vera skal – felst ekki í því að brjóta það í búta og skeyta milli brotanna þáttum úr annarri átt. Afbygging merkir að upprunaleg bygging verksins er brotin niður til þess að kanna merkinguna sem greina má á milli einstakra þátta og stakra brota verksins. Merkinguna að baki ásýndinni. Mér virtist að Kristín hafi ekki farið þá leið í uppsetningu sinni á leikriti Lorca. Heldur þá sem fyrr var lýst hér að ofan. Þjóðleikhúsið þarf hins vegar að afbyggja. Þar ber að brjóta niður strúktúrana að baki ásýndinni og greina merkinguna sem þá finnst. Og byggja síðan upp sterka innviði úr reynslu, þekkingu og ungum sköpunarkrafti. Séu innviðirnir ekki traustir verður ásýndin hvorki fögur né sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hlín Agnarsdóttir gerir upp leikárið sem er að líða í DV föstudaginn 13. júní. Að dómi Hlínar stendur íslenskt leikhús á tímamótum. Ný kynslóð sviðslistamanna er að ryðja sér til rúms og hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús um miðja síðustu öld. Nýr leikhússtjóri hefur tekið við í Borgarleikhúsinu og seinna á árinu verður ráðinn nýr þjóðleikhússtjóri. Segir Hlín og bætir því við að heyrst hafi að þjóðleikhúsráð hafi á stefnuskrá sinni að sá [sú] sem hnossið hreppi verði helst ekki kominn yfir fertugt. Sé litið yfir grein Hlínar í leit að þjóðleikhússtjóra undir fertugu reynist erfitt að finna hann í þeim skrifum. Það væri þá helst Tyrfingur Tyrfingsson sem hefur vakið athygli fyrir góð tilþrif í leikritun. Ég óska þess samt Tyrfingi og íslensku leikhúsi til handa að hann verði ekki gerður að þjóðleikhússtjóra. Áður en að því kemur á ferli hans á hann vonandi mörg óskrifuð leikrit. Á stjórastóli í Þjóðleikhúsinu er hætt við að skáldaæðin stíflist fljótt. Hið sama á við um bráðunga og efnilega leikstjóra sem eru að eflast í sinni list. Starf þjóðleikhússtjóra er ekki fyrst og fremst fólgið í því að skapa á leiksviðinu heldur að veita öðrum sem bestar aðstæður til sköpunar þar. Þegar fyrrnefnd grein Hlínar er skoðuð kemur í ljós að á bak við þær tvær sýningar sem henni virðast hafa staðið upp úr hér á höfuðborgarsvæðinu, Húsi Bernörðu Alba í Gamla bíói/Borgarleikhúsinu og Ragnheiði í Íslensku óperunni, er ekkert sérstakt ungviði að finna. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði Bernörðu og Stefán Baldursson Ragnheiði. Kristín er margreyndur leikstjóri og þótt hún sé greinilega ung og ör í anda þá eru allmörg ár síðan hún varð fertug. Stefán var þjóðleikhússtjóri í fimmtán ár og verkefni hans sem leikstjóra eru orðin mörg og fjölbreytt. Leikstjórarnir semsé báðir þrautreyndir. Það skyldi þó aldrei vera að hin unga kynslóð sviðslistamanna gæti sitthvað lært af millikynslóðinni, kynslóð þeirra Kristínar og Stefáns, sem tók við af brautryðjendum í íslensku atvinnuleikhúsi sé upphaf þess miðað við opnun Þjóðleikhússins. Verkefnið felst ekki í því að ryðja einni kynslóð úr vegi til þess að skapa rúm fyrir nýja heldur að byggja brú þekkingar og trausts milli kynslóðanna.Unnið með hugtök Undanfarinn áratug hef ég starfað mikið með ungu fólki sem kennari í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Námskeiðin mín hafa fjallað um leikhús, leiklist og texta sem skrifaðir hafa verið fyrir leiksvið. Oft hefur verið hreint yndi að vera samvistum við æskuþrótt nemenda minna og verða vitni að því hvernig greinandi hugur þeirra eflist við það að fá í hendur verkfæri, hugtök, til þess að greina og fjalla um leiklist og leiktexta. Í hugvísindum er nefnilega unnið með hugtök. Eitt þeirra er kallað afbygging á íslensku. Í grein sinni grípur Hlín til afbyggingarhugtaksins til þess að lýsa umdeildum vinnuaðferðum Kristínar Jóhannesdóttur í sýningunni á Bernörðu Alba. Það er í besta falli umdeilanleg hugtakanotkun. Afbygging listaverks – eða hvaða hugverks sem vera skal – felst ekki í því að brjóta það í búta og skeyta milli brotanna þáttum úr annarri átt. Afbygging merkir að upprunaleg bygging verksins er brotin niður til þess að kanna merkinguna sem greina má á milli einstakra þátta og stakra brota verksins. Merkinguna að baki ásýndinni. Mér virtist að Kristín hafi ekki farið þá leið í uppsetningu sinni á leikriti Lorca. Heldur þá sem fyrr var lýst hér að ofan. Þjóðleikhúsið þarf hins vegar að afbyggja. Þar ber að brjóta niður strúktúrana að baki ásýndinni og greina merkinguna sem þá finnst. Og byggja síðan upp sterka innviði úr reynslu, þekkingu og ungum sköpunarkrafti. Séu innviðirnir ekki traustir verður ásýndin hvorki fögur né sönn.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun