Afbygging Þjóðleikhússins Trausti Ólafsson skrifar 18. júní 2014 00:00 Hlín Agnarsdóttir gerir upp leikárið sem er að líða í DV föstudaginn 13. júní. Að dómi Hlínar stendur íslenskt leikhús á tímamótum. Ný kynslóð sviðslistamanna er að ryðja sér til rúms og hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús um miðja síðustu öld. Nýr leikhússtjóri hefur tekið við í Borgarleikhúsinu og seinna á árinu verður ráðinn nýr þjóðleikhússtjóri. Segir Hlín og bætir því við að heyrst hafi að þjóðleikhúsráð hafi á stefnuskrá sinni að sá [sú] sem hnossið hreppi verði helst ekki kominn yfir fertugt. Sé litið yfir grein Hlínar í leit að þjóðleikhússtjóra undir fertugu reynist erfitt að finna hann í þeim skrifum. Það væri þá helst Tyrfingur Tyrfingsson sem hefur vakið athygli fyrir góð tilþrif í leikritun. Ég óska þess samt Tyrfingi og íslensku leikhúsi til handa að hann verði ekki gerður að þjóðleikhússtjóra. Áður en að því kemur á ferli hans á hann vonandi mörg óskrifuð leikrit. Á stjórastóli í Þjóðleikhúsinu er hætt við að skáldaæðin stíflist fljótt. Hið sama á við um bráðunga og efnilega leikstjóra sem eru að eflast í sinni list. Starf þjóðleikhússtjóra er ekki fyrst og fremst fólgið í því að skapa á leiksviðinu heldur að veita öðrum sem bestar aðstæður til sköpunar þar. Þegar fyrrnefnd grein Hlínar er skoðuð kemur í ljós að á bak við þær tvær sýningar sem henni virðast hafa staðið upp úr hér á höfuðborgarsvæðinu, Húsi Bernörðu Alba í Gamla bíói/Borgarleikhúsinu og Ragnheiði í Íslensku óperunni, er ekkert sérstakt ungviði að finna. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði Bernörðu og Stefán Baldursson Ragnheiði. Kristín er margreyndur leikstjóri og þótt hún sé greinilega ung og ör í anda þá eru allmörg ár síðan hún varð fertug. Stefán var þjóðleikhússtjóri í fimmtán ár og verkefni hans sem leikstjóra eru orðin mörg og fjölbreytt. Leikstjórarnir semsé báðir þrautreyndir. Það skyldi þó aldrei vera að hin unga kynslóð sviðslistamanna gæti sitthvað lært af millikynslóðinni, kynslóð þeirra Kristínar og Stefáns, sem tók við af brautryðjendum í íslensku atvinnuleikhúsi sé upphaf þess miðað við opnun Þjóðleikhússins. Verkefnið felst ekki í því að ryðja einni kynslóð úr vegi til þess að skapa rúm fyrir nýja heldur að byggja brú þekkingar og trausts milli kynslóðanna.Unnið með hugtök Undanfarinn áratug hef ég starfað mikið með ungu fólki sem kennari í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Námskeiðin mín hafa fjallað um leikhús, leiklist og texta sem skrifaðir hafa verið fyrir leiksvið. Oft hefur verið hreint yndi að vera samvistum við æskuþrótt nemenda minna og verða vitni að því hvernig greinandi hugur þeirra eflist við það að fá í hendur verkfæri, hugtök, til þess að greina og fjalla um leiklist og leiktexta. Í hugvísindum er nefnilega unnið með hugtök. Eitt þeirra er kallað afbygging á íslensku. Í grein sinni grípur Hlín til afbyggingarhugtaksins til þess að lýsa umdeildum vinnuaðferðum Kristínar Jóhannesdóttur í sýningunni á Bernörðu Alba. Það er í besta falli umdeilanleg hugtakanotkun. Afbygging listaverks – eða hvaða hugverks sem vera skal – felst ekki í því að brjóta það í búta og skeyta milli brotanna þáttum úr annarri átt. Afbygging merkir að upprunaleg bygging verksins er brotin niður til þess að kanna merkinguna sem greina má á milli einstakra þátta og stakra brota verksins. Merkinguna að baki ásýndinni. Mér virtist að Kristín hafi ekki farið þá leið í uppsetningu sinni á leikriti Lorca. Heldur þá sem fyrr var lýst hér að ofan. Þjóðleikhúsið þarf hins vegar að afbyggja. Þar ber að brjóta niður strúktúrana að baki ásýndinni og greina merkinguna sem þá finnst. Og byggja síðan upp sterka innviði úr reynslu, þekkingu og ungum sköpunarkrafti. Séu innviðirnir ekki traustir verður ásýndin hvorki fögur né sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hlín Agnarsdóttir gerir upp leikárið sem er að líða í DV föstudaginn 13. júní. Að dómi Hlínar stendur íslenskt leikhús á tímamótum. Ný kynslóð sviðslistamanna er að ryðja sér til rúms og hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús um miðja síðustu öld. Nýr leikhússtjóri hefur tekið við í Borgarleikhúsinu og seinna á árinu verður ráðinn nýr þjóðleikhússtjóri. Segir Hlín og bætir því við að heyrst hafi að þjóðleikhúsráð hafi á stefnuskrá sinni að sá [sú] sem hnossið hreppi verði helst ekki kominn yfir fertugt. Sé litið yfir grein Hlínar í leit að þjóðleikhússtjóra undir fertugu reynist erfitt að finna hann í þeim skrifum. Það væri þá helst Tyrfingur Tyrfingsson sem hefur vakið athygli fyrir góð tilþrif í leikritun. Ég óska þess samt Tyrfingi og íslensku leikhúsi til handa að hann verði ekki gerður að þjóðleikhússtjóra. Áður en að því kemur á ferli hans á hann vonandi mörg óskrifuð leikrit. Á stjórastóli í Þjóðleikhúsinu er hætt við að skáldaæðin stíflist fljótt. Hið sama á við um bráðunga og efnilega leikstjóra sem eru að eflast í sinni list. Starf þjóðleikhússtjóra er ekki fyrst og fremst fólgið í því að skapa á leiksviðinu heldur að veita öðrum sem bestar aðstæður til sköpunar þar. Þegar fyrrnefnd grein Hlínar er skoðuð kemur í ljós að á bak við þær tvær sýningar sem henni virðast hafa staðið upp úr hér á höfuðborgarsvæðinu, Húsi Bernörðu Alba í Gamla bíói/Borgarleikhúsinu og Ragnheiði í Íslensku óperunni, er ekkert sérstakt ungviði að finna. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði Bernörðu og Stefán Baldursson Ragnheiði. Kristín er margreyndur leikstjóri og þótt hún sé greinilega ung og ör í anda þá eru allmörg ár síðan hún varð fertug. Stefán var þjóðleikhússtjóri í fimmtán ár og verkefni hans sem leikstjóra eru orðin mörg og fjölbreytt. Leikstjórarnir semsé báðir þrautreyndir. Það skyldi þó aldrei vera að hin unga kynslóð sviðslistamanna gæti sitthvað lært af millikynslóðinni, kynslóð þeirra Kristínar og Stefáns, sem tók við af brautryðjendum í íslensku atvinnuleikhúsi sé upphaf þess miðað við opnun Þjóðleikhússins. Verkefnið felst ekki í því að ryðja einni kynslóð úr vegi til þess að skapa rúm fyrir nýja heldur að byggja brú þekkingar og trausts milli kynslóðanna.Unnið með hugtök Undanfarinn áratug hef ég starfað mikið með ungu fólki sem kennari í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Námskeiðin mín hafa fjallað um leikhús, leiklist og texta sem skrifaðir hafa verið fyrir leiksvið. Oft hefur verið hreint yndi að vera samvistum við æskuþrótt nemenda minna og verða vitni að því hvernig greinandi hugur þeirra eflist við það að fá í hendur verkfæri, hugtök, til þess að greina og fjalla um leiklist og leiktexta. Í hugvísindum er nefnilega unnið með hugtök. Eitt þeirra er kallað afbygging á íslensku. Í grein sinni grípur Hlín til afbyggingarhugtaksins til þess að lýsa umdeildum vinnuaðferðum Kristínar Jóhannesdóttur í sýningunni á Bernörðu Alba. Það er í besta falli umdeilanleg hugtakanotkun. Afbygging listaverks – eða hvaða hugverks sem vera skal – felst ekki í því að brjóta það í búta og skeyta milli brotanna þáttum úr annarri átt. Afbygging merkir að upprunaleg bygging verksins er brotin niður til þess að kanna merkinguna sem greina má á milli einstakra þátta og stakra brota verksins. Merkinguna að baki ásýndinni. Mér virtist að Kristín hafi ekki farið þá leið í uppsetningu sinni á leikriti Lorca. Heldur þá sem fyrr var lýst hér að ofan. Þjóðleikhúsið þarf hins vegar að afbyggja. Þar ber að brjóta niður strúktúrana að baki ásýndinni og greina merkinguna sem þá finnst. Og byggja síðan upp sterka innviði úr reynslu, þekkingu og ungum sköpunarkrafti. Séu innviðirnir ekki traustir verður ásýndin hvorki fögur né sönn.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun