Samstaðan skiptir máli Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssambands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltekið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er. Stofnfundurinn var á Akureyri og fyrsti formaður var Aðalsteinn Óskarsson, Akureyri. Tíu félög eldri borgara stóðu að stofnun landssambandsins en í dag eru þau 54 með tæplega 21.000 meðlimi. Í slíkum fjölda getur verið mikill styrkur ef samstaða næst um málin. Meginmarkmið Landssambands eldri borgara er að vinna að hagsmunamálum eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Það gerir landssambandið með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Einnig með því að gefa umsögn um lagafrumvörp sem snerta að einhverju leyti hag eldri borgara og var á sl. vetri gefin umsögn um 15 frumvörp og/eða þingsályktunartillögur á Alþingi. Jafnframt hefur landssambandið tekið fyrir sl. ár að halda fræðslufundi með aðildarfélögunum úti um landið um hin ýmsu mál sem snerta hag eldri borgara og veita upplýsingar um starf LEB, að hvaða málum sé verið að vinna og hvaða árangur hafi náðst. Landssambandið rekur einnig heimasíðu, leb.is, og gefur út tvisvar á ári tímaritið Listin að lifa, sem sent er frítt til allra meðlima félaganna. Nú í vor var gefið út veglegt afmælisblað af Listinni að lifa, sem prentað var í tvöföldu upplagi eða 45.000 eintökum og sent á öll heimili landsins þar sem bjuggu einhverjir 60 ára eða eldri. Dreifing blaðsins var meiri en venjulega vegna 25 ára afmælisins.Starfið fram undan Það hefur verið ákaflega gefandi starf og skemmtilegt að heimsækja félög eldri borgara. Sjá hvaða starfsemi er í gangi, hvernig aðstaðan er og hversu lifandi starfið er í hverju félagi. Ég vænti þess að á næsta vetri takist okkur í stjórn LEB að heimsækja þau félög sem við náðum ekki sl. vetur, en veðurfarið í janúar og febrúar var ekki beint hagstætt til ferðalaga í dreifbýlinu og þurfti því nokkrum sinnum að aflýsa fyrirhuguðum fundum. Með samningi sem við höfum gert við velferðarráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda, svo sem um endurskoðun almannatrygginga, um endurskoðun laga um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga, starfshópi um velferðartækni í félagsþjónustu, um húsnæðismál og um mótun fjölskyldustefnu. Einnig eigum við fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það má því nærri geta að það hefur verið nóg að gera hjá stjórn LEB, því stjórnarmenn hafa tekið að sér flest þessi verkefni, svo að stjórnin hefði yfirsýn yfir málin. Í þessum starfshópum er fjallað um mörg hagsmunamál okkar, svo sem húsnæðismál, almannatryggingar, lífeyrismál, starfslok, heimaþjónustu og hjúkrunarheimili. Það væri hægt að tíunda margt fleira úr starfi Landssambands eldri borgara. Ritnefndin gefur út og safnar efni í Listin að lifa. Fjármálaráðið leitar eftir styrktaraðilum og gerir samninga við fyrirtæki. Kjaranefndin fylgist með kjaramálum á breiðum grundvelli og sendir frá sér ályktanir. Velferðarnefndin tekur fyrir allt er varðar heimaþjónustu og hjúkrunarheimilin. Í vetur hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að stofnað verði Öldungaráð í öllum sveitarfélögum nú að loknum sveitarstjórnarkosningum, og hefur því yfirleitt verið vel tekið. Með því væri kominn samstarfsgrundvöllur milli eldri borgara og sveitarstjórnarmanna. Og með því getum við haft áhrif á hvernig búið er að okkur í heimabyggð. Þannig hefur starf Landssambandsins verið að eflast mjög hin síðari ár, og á 25 ára afmælinu getum við litið yfir farinn veg með stolti og þakkað þeim sem hafa á liðnum árum unnið að málum okkar innan LEB af óeigingirni og lagt sig alla fram um að koma góðum málum áfram. Ég vænti þess að þannig muni það verða áfram og Landssamband eldri borgara verði virkt og sterkt afl í þjóðfélaginu sem ekki er hægt að ganga fram hjá við ákvarðanatöku um hagsmunamál hins stóra hóps eldri borgara landsins. Til hamingju með 25 ára afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssambands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltekið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er. Stofnfundurinn var á Akureyri og fyrsti formaður var Aðalsteinn Óskarsson, Akureyri. Tíu félög eldri borgara stóðu að stofnun landssambandsins en í dag eru þau 54 með tæplega 21.000 meðlimi. Í slíkum fjölda getur verið mikill styrkur ef samstaða næst um málin. Meginmarkmið Landssambands eldri borgara er að vinna að hagsmunamálum eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Það gerir landssambandið með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Einnig með því að gefa umsögn um lagafrumvörp sem snerta að einhverju leyti hag eldri borgara og var á sl. vetri gefin umsögn um 15 frumvörp og/eða þingsályktunartillögur á Alþingi. Jafnframt hefur landssambandið tekið fyrir sl. ár að halda fræðslufundi með aðildarfélögunum úti um landið um hin ýmsu mál sem snerta hag eldri borgara og veita upplýsingar um starf LEB, að hvaða málum sé verið að vinna og hvaða árangur hafi náðst. Landssambandið rekur einnig heimasíðu, leb.is, og gefur út tvisvar á ári tímaritið Listin að lifa, sem sent er frítt til allra meðlima félaganna. Nú í vor var gefið út veglegt afmælisblað af Listinni að lifa, sem prentað var í tvöföldu upplagi eða 45.000 eintökum og sent á öll heimili landsins þar sem bjuggu einhverjir 60 ára eða eldri. Dreifing blaðsins var meiri en venjulega vegna 25 ára afmælisins.Starfið fram undan Það hefur verið ákaflega gefandi starf og skemmtilegt að heimsækja félög eldri borgara. Sjá hvaða starfsemi er í gangi, hvernig aðstaðan er og hversu lifandi starfið er í hverju félagi. Ég vænti þess að á næsta vetri takist okkur í stjórn LEB að heimsækja þau félög sem við náðum ekki sl. vetur, en veðurfarið í janúar og febrúar var ekki beint hagstætt til ferðalaga í dreifbýlinu og þurfti því nokkrum sinnum að aflýsa fyrirhuguðum fundum. Með samningi sem við höfum gert við velferðarráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda, svo sem um endurskoðun almannatrygginga, um endurskoðun laga um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga, starfshópi um velferðartækni í félagsþjónustu, um húsnæðismál og um mótun fjölskyldustefnu. Einnig eigum við fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það má því nærri geta að það hefur verið nóg að gera hjá stjórn LEB, því stjórnarmenn hafa tekið að sér flest þessi verkefni, svo að stjórnin hefði yfirsýn yfir málin. Í þessum starfshópum er fjallað um mörg hagsmunamál okkar, svo sem húsnæðismál, almannatryggingar, lífeyrismál, starfslok, heimaþjónustu og hjúkrunarheimili. Það væri hægt að tíunda margt fleira úr starfi Landssambands eldri borgara. Ritnefndin gefur út og safnar efni í Listin að lifa. Fjármálaráðið leitar eftir styrktaraðilum og gerir samninga við fyrirtæki. Kjaranefndin fylgist með kjaramálum á breiðum grundvelli og sendir frá sér ályktanir. Velferðarnefndin tekur fyrir allt er varðar heimaþjónustu og hjúkrunarheimilin. Í vetur hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að stofnað verði Öldungaráð í öllum sveitarfélögum nú að loknum sveitarstjórnarkosningum, og hefur því yfirleitt verið vel tekið. Með því væri kominn samstarfsgrundvöllur milli eldri borgara og sveitarstjórnarmanna. Og með því getum við haft áhrif á hvernig búið er að okkur í heimabyggð. Þannig hefur starf Landssambandsins verið að eflast mjög hin síðari ár, og á 25 ára afmælinu getum við litið yfir farinn veg með stolti og þakkað þeim sem hafa á liðnum árum unnið að málum okkar innan LEB af óeigingirni og lagt sig alla fram um að koma góðum málum áfram. Ég vænti þess að þannig muni það verða áfram og Landssamband eldri borgara verði virkt og sterkt afl í þjóðfélaginu sem ekki er hægt að ganga fram hjá við ákvarðanatöku um hagsmunamál hins stóra hóps eldri borgara landsins. Til hamingju með 25 ára afmælið.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun