Samstaðan skiptir máli Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssambands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltekið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er. Stofnfundurinn var á Akureyri og fyrsti formaður var Aðalsteinn Óskarsson, Akureyri. Tíu félög eldri borgara stóðu að stofnun landssambandsins en í dag eru þau 54 með tæplega 21.000 meðlimi. Í slíkum fjölda getur verið mikill styrkur ef samstaða næst um málin. Meginmarkmið Landssambands eldri borgara er að vinna að hagsmunamálum eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Það gerir landssambandið með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Einnig með því að gefa umsögn um lagafrumvörp sem snerta að einhverju leyti hag eldri borgara og var á sl. vetri gefin umsögn um 15 frumvörp og/eða þingsályktunartillögur á Alþingi. Jafnframt hefur landssambandið tekið fyrir sl. ár að halda fræðslufundi með aðildarfélögunum úti um landið um hin ýmsu mál sem snerta hag eldri borgara og veita upplýsingar um starf LEB, að hvaða málum sé verið að vinna og hvaða árangur hafi náðst. Landssambandið rekur einnig heimasíðu, leb.is, og gefur út tvisvar á ári tímaritið Listin að lifa, sem sent er frítt til allra meðlima félaganna. Nú í vor var gefið út veglegt afmælisblað af Listinni að lifa, sem prentað var í tvöföldu upplagi eða 45.000 eintökum og sent á öll heimili landsins þar sem bjuggu einhverjir 60 ára eða eldri. Dreifing blaðsins var meiri en venjulega vegna 25 ára afmælisins.Starfið fram undan Það hefur verið ákaflega gefandi starf og skemmtilegt að heimsækja félög eldri borgara. Sjá hvaða starfsemi er í gangi, hvernig aðstaðan er og hversu lifandi starfið er í hverju félagi. Ég vænti þess að á næsta vetri takist okkur í stjórn LEB að heimsækja þau félög sem við náðum ekki sl. vetur, en veðurfarið í janúar og febrúar var ekki beint hagstætt til ferðalaga í dreifbýlinu og þurfti því nokkrum sinnum að aflýsa fyrirhuguðum fundum. Með samningi sem við höfum gert við velferðarráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda, svo sem um endurskoðun almannatrygginga, um endurskoðun laga um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga, starfshópi um velferðartækni í félagsþjónustu, um húsnæðismál og um mótun fjölskyldustefnu. Einnig eigum við fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það má því nærri geta að það hefur verið nóg að gera hjá stjórn LEB, því stjórnarmenn hafa tekið að sér flest þessi verkefni, svo að stjórnin hefði yfirsýn yfir málin. Í þessum starfshópum er fjallað um mörg hagsmunamál okkar, svo sem húsnæðismál, almannatryggingar, lífeyrismál, starfslok, heimaþjónustu og hjúkrunarheimili. Það væri hægt að tíunda margt fleira úr starfi Landssambands eldri borgara. Ritnefndin gefur út og safnar efni í Listin að lifa. Fjármálaráðið leitar eftir styrktaraðilum og gerir samninga við fyrirtæki. Kjaranefndin fylgist með kjaramálum á breiðum grundvelli og sendir frá sér ályktanir. Velferðarnefndin tekur fyrir allt er varðar heimaþjónustu og hjúkrunarheimilin. Í vetur hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að stofnað verði Öldungaráð í öllum sveitarfélögum nú að loknum sveitarstjórnarkosningum, og hefur því yfirleitt verið vel tekið. Með því væri kominn samstarfsgrundvöllur milli eldri borgara og sveitarstjórnarmanna. Og með því getum við haft áhrif á hvernig búið er að okkur í heimabyggð. Þannig hefur starf Landssambandsins verið að eflast mjög hin síðari ár, og á 25 ára afmælinu getum við litið yfir farinn veg með stolti og þakkað þeim sem hafa á liðnum árum unnið að málum okkar innan LEB af óeigingirni og lagt sig alla fram um að koma góðum málum áfram. Ég vænti þess að þannig muni það verða áfram og Landssamband eldri borgara verði virkt og sterkt afl í þjóðfélaginu sem ekki er hægt að ganga fram hjá við ákvarðanatöku um hagsmunamál hins stóra hóps eldri borgara landsins. Til hamingju með 25 ára afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssambands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltekið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er. Stofnfundurinn var á Akureyri og fyrsti formaður var Aðalsteinn Óskarsson, Akureyri. Tíu félög eldri borgara stóðu að stofnun landssambandsins en í dag eru þau 54 með tæplega 21.000 meðlimi. Í slíkum fjölda getur verið mikill styrkur ef samstaða næst um málin. Meginmarkmið Landssambands eldri borgara er að vinna að hagsmunamálum eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Það gerir landssambandið með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Einnig með því að gefa umsögn um lagafrumvörp sem snerta að einhverju leyti hag eldri borgara og var á sl. vetri gefin umsögn um 15 frumvörp og/eða þingsályktunartillögur á Alþingi. Jafnframt hefur landssambandið tekið fyrir sl. ár að halda fræðslufundi með aðildarfélögunum úti um landið um hin ýmsu mál sem snerta hag eldri borgara og veita upplýsingar um starf LEB, að hvaða málum sé verið að vinna og hvaða árangur hafi náðst. Landssambandið rekur einnig heimasíðu, leb.is, og gefur út tvisvar á ári tímaritið Listin að lifa, sem sent er frítt til allra meðlima félaganna. Nú í vor var gefið út veglegt afmælisblað af Listinni að lifa, sem prentað var í tvöföldu upplagi eða 45.000 eintökum og sent á öll heimili landsins þar sem bjuggu einhverjir 60 ára eða eldri. Dreifing blaðsins var meiri en venjulega vegna 25 ára afmælisins.Starfið fram undan Það hefur verið ákaflega gefandi starf og skemmtilegt að heimsækja félög eldri borgara. Sjá hvaða starfsemi er í gangi, hvernig aðstaðan er og hversu lifandi starfið er í hverju félagi. Ég vænti þess að á næsta vetri takist okkur í stjórn LEB að heimsækja þau félög sem við náðum ekki sl. vetur, en veðurfarið í janúar og febrúar var ekki beint hagstætt til ferðalaga í dreifbýlinu og þurfti því nokkrum sinnum að aflýsa fyrirhuguðum fundum. Með samningi sem við höfum gert við velferðarráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda, svo sem um endurskoðun almannatrygginga, um endurskoðun laga um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga, starfshópi um velferðartækni í félagsþjónustu, um húsnæðismál og um mótun fjölskyldustefnu. Einnig eigum við fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það má því nærri geta að það hefur verið nóg að gera hjá stjórn LEB, því stjórnarmenn hafa tekið að sér flest þessi verkefni, svo að stjórnin hefði yfirsýn yfir málin. Í þessum starfshópum er fjallað um mörg hagsmunamál okkar, svo sem húsnæðismál, almannatryggingar, lífeyrismál, starfslok, heimaþjónustu og hjúkrunarheimili. Það væri hægt að tíunda margt fleira úr starfi Landssambands eldri borgara. Ritnefndin gefur út og safnar efni í Listin að lifa. Fjármálaráðið leitar eftir styrktaraðilum og gerir samninga við fyrirtæki. Kjaranefndin fylgist með kjaramálum á breiðum grundvelli og sendir frá sér ályktanir. Velferðarnefndin tekur fyrir allt er varðar heimaþjónustu og hjúkrunarheimilin. Í vetur hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að stofnað verði Öldungaráð í öllum sveitarfélögum nú að loknum sveitarstjórnarkosningum, og hefur því yfirleitt verið vel tekið. Með því væri kominn samstarfsgrundvöllur milli eldri borgara og sveitarstjórnarmanna. Og með því getum við haft áhrif á hvernig búið er að okkur í heimabyggð. Þannig hefur starf Landssambandsins verið að eflast mjög hin síðari ár, og á 25 ára afmælinu getum við litið yfir farinn veg með stolti og þakkað þeim sem hafa á liðnum árum unnið að málum okkar innan LEB af óeigingirni og lagt sig alla fram um að koma góðum málum áfram. Ég vænti þess að þannig muni það verða áfram og Landssamband eldri borgara verði virkt og sterkt afl í þjóðfélaginu sem ekki er hægt að ganga fram hjá við ákvarðanatöku um hagsmunamál hins stóra hóps eldri borgara landsins. Til hamingju með 25 ára afmælið.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun