Botninum náð! Viktor Scheving Ingvarsson skrifar 16. júní 2014 12:46 Ég og mín fjölskylda höfum átt gott líf og liðið vel í Grindavík. Síðasta haust tók líf okkar breytingum. Samnemendum dóttur okkar ofbauð svo framkoma kennara við hana að þeir stigu fram og tilkynntu athæfið. Hafi þeir miklar þakkir fyrir. Í kjölfarið var málið rannsakað af þriðja aðila. Að rannsókn lokinni liggur fyrir að umræddur kennari hafði lagt dóttur okkar einelti. Fleiri börn stigu fram og niðurstaða í öðru máli var sú að kennarinn hefði sýnt nemanda ósæmilega hegðun. Þriðja málið er nú til rannsóknar. Auk þess hafa hátt á annan tug fyrrum nemenda Grunnskólans í Grindavík undirritað harðorða yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að umræddur kennari hafi lagt þau í einelti meðan á skólagöngu þeirra stóð og afhent bæjaryfirvöldum yfirlýsinguna. Allt þetta bendir til þess að eðlilegt og nauðsynlegt sé að ráðast í aðgerðir hratt og örugglega. Þeir sem stjórni taki á málum af festu, hafi þeir raunverulegan áhuga á velferð barna og virðingu skólans. Því miður er eins og hvort tveggja sé aukaatriði! Stjórnsýslan í Grindavík virðist vera lömuð gagnvart þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að smábærinn með öll sín vensl og tengsl eigi sinn þátt í því að ekki er tekið á þessu máli af festu. Ég var viðstaddur skólaslit í Grunnskóla Grindavíkur í síðustu viku. Ég óska útskriftarnemendum og foreldrum þeirra innilega til hamingju með daginn. Það er stór dagur í lífi hvers barns að ljúka grunnskólanum. Flestir eiga sem betur fer góða skólagöngu. En því miður voru ekki allir viðstaddir skólaslitin og því miður voru ekki allir jafnánægðir sem mættu á þessi skólaslit eftir mjög erfitt skólaár. Því miður var skuggi yfir samkomunni. Fljótlega kom í ljós að það var ástæða fyrir skugganum og ekki búið að girða fyrir vandann. Deildarstjóri á unglingastigi stjórnaði skólaslitunum. Deildarstjórinn er eiginkona gerandans í eineltismálinu. Deildarstjórinn hóf samkomuna á ljóði eftir Einar Benediktsson. Í ljóðinu kemur fram meðal annars setningin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Það er engin hefð fyrir ljóðalestri á þessari samkomu og var það mat mjög margra að þarna væri deildarstjórinn að misnota aðstöðu sína og ögra salnum. Að lokinni hefðbundinni dagskrá kallar deildarstjóri nemendur úr einum tíunda bekknum á svið. Bekknum sem eiginmaður hennar, gerandinn í eineltismálinu kenndi, en gerandinn var búinn að vera meira og minna frá á seinasta skólaári vegna rannsókna og niðurstaðna þeirra. Meðal nemenda í þessum bekk eru tvíburar, drengur og stúlka. Einnig eru í salnum stúlka sem hafði verið lögð í einelti af umræddum kennara og að auki ein stúlka sem er með mál í rannsókn. Drengnum sem fyrr er nefndur hafði eiginmaður deildarstjóra samkvæmt skýrslum sálfræðinga sýnt ámælisverða hegðun og drengurinn tók af þeim sökum ekki þátt í skólaslitum. Tvíburasystir hans var hins vegar viðstödd. Hún var engu að síður kölluð á svið án þess að hafa hugmynd um það hvað ætti að fara þar fram. Þá voru tveir úr hópi foreldra kölluð upp. Síðan er gerandinn sem hafði verið frá störfum síðan í haust vegna eineltismála kallaður upp af eiginkonu sinni. Honum eru síðan færð blóm og gjöf fyrir vel unnin störf í vetur. Það var ömurlegt að vera í salnum og upplifa hrokann. Mest fann ég þó til með stúlkunni sem var kölluð á svið til þess að þakka manninum sem hafði sýnt bróður hennar ámælisverða hegðun. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir barnið. Þetta er að mínu mati ömurlegur og alvarlegur dómgreindarskortur hjá deildarstjóranum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvaða sálar? Þetta er líka í hróplegu ósamræmi við skilaboð fundar sem við nemendur og foreldrar barna úr níunda og tíunda bekk áttum með Vöndu Sigurgeirsdóttur nýlega í sama sal skólans um þessi eineltismál. Á þeim fundum tilkynnti skólastjóri að um staðfest einelti og ámælisverða hegðun hefði verið um að ræða og gerandinn var nafngreindur. Hver eru skilaboðin til barna og foreldra sem felast í að draga gerandann á svið við skólaslit og heiðra hann? Ef einhverjir foreldrar vildu gera það þá átti það að fara fram í heimahúsi, en aldrei á sviði skólans. Deildarstjóri unglingastigs, eiginkona gerandans notaði þarna tækifærið og stráði salti í sár fólks í salnum. Hún greip þarna til varna fyrir eiginmanninn á afar ósmekklegan hátt. Þau sem áttu í raun skilið að vera á sviði skólans voru þau börn sem höfðu verið beitt ofbeldi í skólanum. Það hefði verið eðlilegt á þessari samkomu að þau hefðu verið beðin afsökunar á einelti eða ámælisverðri hegðun í sinn garð af starfsmanni skólans, með ósk um að sárin greru og að ofbeldið hefði ekki valdið þeim varanlegum skaða. Þess í stað voru þau látin horfa upp á gerandann heiðraðan fyrir vel unnin störf. Þarna voru börnin og foreldrar þeirra enn og aftur niðurlægð. Hver ber ábyrgðina? Það krefst rannsóknar. Ef ekki verður tekið af festu á uppkomu af þessu tagi er stjórnsýslan í Grindavík annaðhvort meðvirk eða óvirk. Hvorugt er gott. Að lokum þetta. Það er mikilvægt að færa ekki ábyrgð á stjórnleysinu í Grunnskólanum yfir á alla íbúa í Grindavík. Við skulum líka hafa hugfast að í Grunnskóla Grindavíkur er upp til hópa mjög gott starfsfólk. Það fólk líður nú líka eins og við hin fyrir aga- og stjórnleysi. Þessi skrif eru ákall til æðri stjórnvalda, svo sem menntamálaráðuneytis og umboðsmanns alþingis. Viktor Scheving Ingvarsson Undirritaður er skipstjóri og íbúi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. 19. maí 2014 13:10 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég og mín fjölskylda höfum átt gott líf og liðið vel í Grindavík. Síðasta haust tók líf okkar breytingum. Samnemendum dóttur okkar ofbauð svo framkoma kennara við hana að þeir stigu fram og tilkynntu athæfið. Hafi þeir miklar þakkir fyrir. Í kjölfarið var málið rannsakað af þriðja aðila. Að rannsókn lokinni liggur fyrir að umræddur kennari hafði lagt dóttur okkar einelti. Fleiri börn stigu fram og niðurstaða í öðru máli var sú að kennarinn hefði sýnt nemanda ósæmilega hegðun. Þriðja málið er nú til rannsóknar. Auk þess hafa hátt á annan tug fyrrum nemenda Grunnskólans í Grindavík undirritað harðorða yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að umræddur kennari hafi lagt þau í einelti meðan á skólagöngu þeirra stóð og afhent bæjaryfirvöldum yfirlýsinguna. Allt þetta bendir til þess að eðlilegt og nauðsynlegt sé að ráðast í aðgerðir hratt og örugglega. Þeir sem stjórni taki á málum af festu, hafi þeir raunverulegan áhuga á velferð barna og virðingu skólans. Því miður er eins og hvort tveggja sé aukaatriði! Stjórnsýslan í Grindavík virðist vera lömuð gagnvart þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að smábærinn með öll sín vensl og tengsl eigi sinn þátt í því að ekki er tekið á þessu máli af festu. Ég var viðstaddur skólaslit í Grunnskóla Grindavíkur í síðustu viku. Ég óska útskriftarnemendum og foreldrum þeirra innilega til hamingju með daginn. Það er stór dagur í lífi hvers barns að ljúka grunnskólanum. Flestir eiga sem betur fer góða skólagöngu. En því miður voru ekki allir viðstaddir skólaslitin og því miður voru ekki allir jafnánægðir sem mættu á þessi skólaslit eftir mjög erfitt skólaár. Því miður var skuggi yfir samkomunni. Fljótlega kom í ljós að það var ástæða fyrir skugganum og ekki búið að girða fyrir vandann. Deildarstjóri á unglingastigi stjórnaði skólaslitunum. Deildarstjórinn er eiginkona gerandans í eineltismálinu. Deildarstjórinn hóf samkomuna á ljóði eftir Einar Benediktsson. Í ljóðinu kemur fram meðal annars setningin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Það er engin hefð fyrir ljóðalestri á þessari samkomu og var það mat mjög margra að þarna væri deildarstjórinn að misnota aðstöðu sína og ögra salnum. Að lokinni hefðbundinni dagskrá kallar deildarstjóri nemendur úr einum tíunda bekknum á svið. Bekknum sem eiginmaður hennar, gerandinn í eineltismálinu kenndi, en gerandinn var búinn að vera meira og minna frá á seinasta skólaári vegna rannsókna og niðurstaðna þeirra. Meðal nemenda í þessum bekk eru tvíburar, drengur og stúlka. Einnig eru í salnum stúlka sem hafði verið lögð í einelti af umræddum kennara og að auki ein stúlka sem er með mál í rannsókn. Drengnum sem fyrr er nefndur hafði eiginmaður deildarstjóra samkvæmt skýrslum sálfræðinga sýnt ámælisverða hegðun og drengurinn tók af þeim sökum ekki þátt í skólaslitum. Tvíburasystir hans var hins vegar viðstödd. Hún var engu að síður kölluð á svið án þess að hafa hugmynd um það hvað ætti að fara þar fram. Þá voru tveir úr hópi foreldra kölluð upp. Síðan er gerandinn sem hafði verið frá störfum síðan í haust vegna eineltismála kallaður upp af eiginkonu sinni. Honum eru síðan færð blóm og gjöf fyrir vel unnin störf í vetur. Það var ömurlegt að vera í salnum og upplifa hrokann. Mest fann ég þó til með stúlkunni sem var kölluð á svið til þess að þakka manninum sem hafði sýnt bróður hennar ámælisverða hegðun. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir barnið. Þetta er að mínu mati ömurlegur og alvarlegur dómgreindarskortur hjá deildarstjóranum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvaða sálar? Þetta er líka í hróplegu ósamræmi við skilaboð fundar sem við nemendur og foreldrar barna úr níunda og tíunda bekk áttum með Vöndu Sigurgeirsdóttur nýlega í sama sal skólans um þessi eineltismál. Á þeim fundum tilkynnti skólastjóri að um staðfest einelti og ámælisverða hegðun hefði verið um að ræða og gerandinn var nafngreindur. Hver eru skilaboðin til barna og foreldra sem felast í að draga gerandann á svið við skólaslit og heiðra hann? Ef einhverjir foreldrar vildu gera það þá átti það að fara fram í heimahúsi, en aldrei á sviði skólans. Deildarstjóri unglingastigs, eiginkona gerandans notaði þarna tækifærið og stráði salti í sár fólks í salnum. Hún greip þarna til varna fyrir eiginmanninn á afar ósmekklegan hátt. Þau sem áttu í raun skilið að vera á sviði skólans voru þau börn sem höfðu verið beitt ofbeldi í skólanum. Það hefði verið eðlilegt á þessari samkomu að þau hefðu verið beðin afsökunar á einelti eða ámælisverðri hegðun í sinn garð af starfsmanni skólans, með ósk um að sárin greru og að ofbeldið hefði ekki valdið þeim varanlegum skaða. Þess í stað voru þau látin horfa upp á gerandann heiðraðan fyrir vel unnin störf. Þarna voru börnin og foreldrar þeirra enn og aftur niðurlægð. Hver ber ábyrgðina? Það krefst rannsóknar. Ef ekki verður tekið af festu á uppkomu af þessu tagi er stjórnsýslan í Grindavík annaðhvort meðvirk eða óvirk. Hvorugt er gott. Að lokum þetta. Það er mikilvægt að færa ekki ábyrgð á stjórnleysinu í Grunnskólanum yfir á alla íbúa í Grindavík. Við skulum líka hafa hugfast að í Grunnskóla Grindavíkur er upp til hópa mjög gott starfsfólk. Það fólk líður nú líka eins og við hin fyrir aga- og stjórnleysi. Þessi skrif eru ákall til æðri stjórnvalda, svo sem menntamálaráðuneytis og umboðsmanns alþingis. Viktor Scheving Ingvarsson Undirritaður er skipstjóri og íbúi í Grindavík.
Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. 19. maí 2014 13:10
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun