Fleiri fréttir

Þverpólitísk þvæla

Friðrik Indriðason skrifar

Þverpólitísk samstaða hefur myndast í einhverri nefnd á Alþingi um að draga skuli úr verðtryggingunni á Íslandi. Þessi þverpólitíska samstaða gengur út á að þetta eigi að gerast einhvern tímann á næstu misserum.

Af hverju varð náttúran útundan?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi.

Kolefnisgjald – hvað er það?

Þorsteinn Hannesson skrifar

Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni.

Skýr leið að alþjóðlegu loftslagssamkomulagi

Connie Hedegaard skrifar

Samkoma ráðherra og samningamanna alls staðar að úr heiminum í Suður-Afríku í lok mánaðarins í tilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar getur skipt sköpum fyrir framgang hinnar alþjóðlegu baráttu gegn loftslagsbreytingum.

Flutningslínur í jörð – hærri raforkukostnaður

Gústaf Adolf Skúlason skrifar

Nokkur umræða hefur verið um það undanfarið að leggja beri flutningslínur raforku í jörð. Mikil þróun hefur orðið í þeim efnum undanfarna áratugi hvað dreifikerfið varðar og nú er svo komið að við sjáum hvergi loftlínur til dreifingar á raforku í þéttbýli. Öll slík dreifikerfi hérlendis hafa verið grafin í jörðu. Þá hafa loftlínur víðast hvar vikið fyrir jarðstrengjum í dreifikerfum á landsbyggðinni. Fyrir flutningsminni mannvirki er kostnaður strengja oftast nær sambærilegur við loftlínur, sé horft til síðustu tveggja áratuga eða svo. Orkufyrirtækin hafa nýtt sér þetta við uppbyggingu og endurnýjun kerfanna og valið jarðstrengi í stað loftlína. Þessi þróun mun halda áfram og hlutfall strengja enn vaxa í framtíðinni.

Sextán aðgerðir til höfuðs ofbeldi gegn konum

Michelle Bachelet skrifar

Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja.

Er húsfriður ein mannarættur?

Margrét Steinarsdóttir skrifar

Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er.

Hugleiðing um málavafstur

Garðar H. Björgvinsson skrifar

Ég er af gamla skólanum eins og sagt er á mannamáli, enda 77 ára gamall. Ég man að ég hefi verið um 8 ára þegar faðir minn fór að leggja mér til lífsreglurnar sem þá voru viðhafðar og eru eitthvað á þessa leið. Þú mátt aldrei taka það sem þú átt ekki.

Þrýstikannað

Pawel Bartoszek skrifar

Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina.

Ríkissaksóknari

Gerður Berndsen skrifar

Ég hélt að rannsóknarlögreglan rannsakaði morðmál hér á landi en það er víst ekki þannig. Hún safnar upplýsingum, rannsóknargögnum og sönnunargögnum saman og kemur fyrir í möppu, lögregluskýrslum, sem ríkissaksóknara eru síðan afhentar. Þá tekur saksóknari við sem er aðeins lögfræðimenntaður og „rannsakar” málið og ákveður fyrir hvað skuli ákært. Hann hefur hvorki aðstöðu né færni til þess.

Mannréttindabrot Orkuveitunnar?

Heimir Laxdal Jóhannsson skrifar

Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum.

Snjóframleiðsla í Bláfjöllum

Kjartan Örn Sigurðsson skrifar

Í samræmi við 3. gr. þjónustusamnings milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæðanna hafið undirbúning að uppbyggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjallasvæðið sem nú liggur fyrir.

Flugvöllurinn – djásn í Vatnsmýri

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar

Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein.

Vaskurinn og laxinn

Þórólfur Matthíasson skrifar

Ríkissjóður Íslands er í vanda vegna skulda. Stjórnvöld virðast leita allra leiða til að auka tekjur og draga úr útgjöldum. Forsvarsmenn í atvinnulífi bera sig illa vegna fyrirhugaðra hækkana á ýmsum rekstrartengdum álögum. Telja jafnvel að fótum sé kippt undan starfsemi sinni.

Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum.

Athugasemd til Þorsteins frá Hamri

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bókafélagið, eins og hann trúði framkvæmdastjóra félagsins, Baldvini Tryggvasyni, fyrir.

Verðlagseftirlit á villigötum

Andrés Magnússon skrifar

Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum.

Enn um miðaldakirkju í Skálholti

Vésteinn Ólason skrifar

Nokkur viðbrögð hafa orðið við stuttri grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 18. þ. m. um þá hugmynd að reisa í Skálholti tilgátuhús, eftirlíkingu stærstu miðaldakirkju sem þar stóð. Þess vegna langar mig að árétta nokkur atriði og bæta öðru við.

Áfram Kastljós!

Skúli Bjarnason skrifar

Mikið var gaman að sjá ritstjóra Kastljóssins á dögunum ganga skörulega fram í því að hjálpa útrásarvíkingum og aðstoðarmönnum þeirra að veikja trúverðugleika forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki vafðist fyrir Sigmari að bregða sér bæði í hlutverk sækjanda og dómara og leita svo liðsinnis álitsgjafa úr innsta hring. Svona á að gera þetta!

Er búið að setja róandi í Gvendarbrunnana?

Jóna Sigurjónsdóttir skrifar

Ég er alveg undrandi á þolinmæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar húsnæðisskuldir sem það varla stendur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf.

Að vera jafnaðarmaður

Magnús Orri Schram skrifar

Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni.

Reyksíminn 11 ára

Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar

Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali.

Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi

Smári McCarthy skrifar

Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir.

Snjór eða vatn? – Skíðaíþrótt í Bláfjöllum eða ekki?

Árni Rudolf skrifar

Í Fréttablaðinu föstudaginn 18. nóvember birtist grein þeirra Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, formanns skipulagsnefndar Kópavogs, undir fyrirsögninni Snjór eða vatn?

Lækir tifa í Kópavogsdal og Fossvogsdal

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Kópavogsdalur og Fossvogsdalur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regnvatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiksfúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nemendur sína að lækjunum í rannsóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám.

Bætt nýting á sjávarafurðum

Sigmundur Sigmundsson skrifar

Að gefnu tilefni rita ég þennan pistil. Maður er alveg rasandi yfir ruglinu. Nú er staðan þannig hjá okkur sjómönnum mörgum, a.m.k eins og er, að það dynja látlaust á okkur nánast óvinnandi kröfur um bætta nýtingu á sjávarafurðum. Fyrir það fyrsta þá eru kröfurnar um að hirða allt af bolfiski sem fellur til við vinnslu á afla, það er hausa, afskurð og nú síðast lifur og hryggi. Þetta er gert á sama tíma og öllum útgerðum landsins er gerð grein fyrir því að nú megi þær hafa sig hægar því að ekki sé víst að þær haldi veiðiheimildunum sem þær hafa í dag, um nánustu framtíð.

Húsnæði óskast

Það er húsnæðisekla á höfuðborgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífsgæðakapphlaupinu í heimalandi mínu.

Pólitík í frumvarpi til barnalaga

Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar

Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni.

Landgræðslan ræktar fóður fyrir sauðfé

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreifingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síðustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróður á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum.

Bíódagar – í hita og þunga dagsins

Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifar

Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess.

Menningarminjar og tilgátuhús

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sótt er að hinum sögufræga og fagra stað Skálholti úr fleiri en einni átt um þessar mundir. Það er þörf áminning til yfirvalda um mikilvægi þess að hafa skýra sýn um það hvernig umgangast eigi helstu sögustaði og ganga frá friðun staðanna þar sem það á við.

Heimabrúkskenningar um hrun

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Í marga mánuði hafa borist fréttir af síversnandi stöðu ríkja Evrópusambandsins. Ástandið hjá mörgum þeirra minnir ískyggilega á okkar eigin stöðu sumarið 2008, nokkrum mánuðum áður en íslensku bankarnir fóru í þrot. Bankar á meginlandi Evrópu eiga í miklum vandræðum með fjármögnun og fjölmörg ríki fá ekki lán nema á afarkjörum.

Vísindaleg óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða

Sandra B. Jónsdóttir skrifar

Í grein í Fbl. 11. nóv. sl. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. sl. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir mínar voru þær sömu og virtir sameindalíffræðingar nota til að benda á mögulega heilsufarsáhættu af völdum Bt-eiturs.

Hvers konar lýðveldi?

Skúli Magnússon skrifar

Samkvæmt 1. gr. stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í „lýðveldi“ felst að æðsti handhafi ríkisvalds (þjóðhöfðinginn) er kjörinn en fær ekki stöðu sína að erfðum. Af „þingbundinni stjórn“ verður dregin sú ályktun að þjóðþingið fari með mikilvægar valdheimildir og sé ein af meginstjórnarstofnunum ríkisins.

Bætur fyrir Kárahnjúkavirkjun

Dofri Hermannsson skrifar

Engum blandast hugur um að fjölþætt eyðilegging náttúrunnar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar var óhæfuverk gagnvart náttúru Íslands og möguleikum komandi kynslóða til að njóta hennar. Stóru landsvæði var sökkt, einstakar fossaraðir eyðilagðar, fljót fært úr náttúrulegum farvegi sínum yfir í annað fljót svo bæði hljóta varanlegan skaða af. Upptalningin er löng.

Gleymum ekki konum á stríðshrjáðum svæðum

Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir skrifar

Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu.

Hvert stefnir í Skálholti?

Þorkell Helgason skrifar

Skálholt var höfuðstaður í þjóðlífinu um aldir, ekki aðeins í andlegum efnum heldur einnig veraldlegum. Alkunna er hver urðu örlög staðarins, niðurníðsla af náttúrunnar- og mannavöldum. Fyrir tilstilli mætra manna hefur staðurinn verið endurvakinn. Skálholtskirkja reis fyrir hálfri öld, fögur og tilkomumikil þar sem hún gnæfir yfir umhverfið. Jafnframt hafa verið reist í Skálholti húsakynni sem gert hafa ýmsa menningarstarfsemi mögulega.

Störfin skattlögð burt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi.

Breytt greiðsluþátttaka fólks fyrir lyf er réttlætismál

Guðbjartur Hannesson skrifar

Frumvarp sem fjallar um breytingar á greiðslum fólks fyrir lyf liggur nú fyrir Alþingi til umfjöllunar. Gangi þetta eftir er um tímamót að ræða. Þak verður sett á heildarútgjöld fólks vegna lyfja, en eins og málum er háttað nú geta þeir sem þurfa mikið á lyfjum að halda þurft að greiða langt yfir hundrað þúsund krónur fyrir lyf á ári og í verstu tilfellum jafnvel fleiri hundruð þúsunda.

Segðu nú mömmuað…

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks.

"varð ekki birt"

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess.

Sjá næstu 50 greinar