Er búið að setja róandi í Gvendarbrunnana? Jóna Sigurjónsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Ég er alveg undrandi á þolinmæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar húsnæðisskuldir sem það varla stendur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf. Hvar er reiða unga fólkið, aflið sem breytir samfélaginu? Það ætti að rísa upp gegn óréttlætinu og fara í greiðsluverkfall. Það er afar ósanngjarnt að sá sem tekur lán eigi einn að bera kostnaðinn þegar allar forsendur samningsins sem gerður var í upphafi gjörbreytast, en lánveitandinn beri engan kostnað. Þannig er allavega ekki samið við þá sem skulda milljarðana, eins og dæmin sanna. Ég skil bara ekki í að fólk láti bjóða sér þetta. Kannski er það vegna þess að það á sér engan málsvara í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin sem hefði átt að standa með almenningi hefur sagt sig í flokk með fjármagnseigendum, til að vernda lífeyrissjóðina og vinstri stjórnin fylgir á eftir. Hugsunarháttur frjálshyggjunnar lifir enn; auðmagnið skal fá allt og við hin ekkert. Hvað er hægt að gera í þessu? Aldrei hefur sá sem hefur auðinn gefið nokkuð eftir handa hinum af frjálsum vilja eins og sagan sýnir. Velferðarsamfélagið var byggt upp af fólkinu í verkalýðsfélögunum sem háði harða baráttu fyrir öllu sem við teljum sjálfsagt í dag, t.d. mannsæmandi launum, 40 stunda vinnuviku, sumarfríum, almannatryggingum og lífeyrissjóðunum. Ekkert af þessu fékkst gefins heldur var sótt með samtakamætti launafólks í hörðum slag og með verkföllum. Það er hverjum manni hollt að kynna sér sögu verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld. Þar má sjá hvernig við öðluðumst þessi réttindi. Þrotlaus barátta alþýðunnar undir stjórn manna, sem gáfu alla sína ævi, alla sína krafta til að sækja okkur réttindi. Í dag eigum við ekkert slíkt afl, undir vinstri stjórn. Við verðum að gera þetta sjálf! Þegar ekkert er hlustað á sanngjarnar kröfur fólks um leiðréttingu skulda á það að beita eina vopninu sem hefur dugað í baráttunni í gegnum tíðina, verkfallsvopninu. Fjármagnsleigjendur eiga að taka saman höndum og fara í greiðsluverkfall, hætta að borga af lánunum og krefjast þess að fjármagnseigendur taki sinn skerf af hækkunum húsnæðisskuldanna. Samtakamátturinn er sterkt afl og ef 1.000 skuldarar taka sig saman og hver leggur í pottinn 30 milljóna fasteignaskuld er kominn samningamáttur upp á 30 milljarða. Og ef 10.000 skuldarar taka saman höndum er kominn samningamáttur uppá 300.000 milljarða! Ætli bankarnir og stjórnvöld væru þá til í að ræða málin í stað þess að kyrkja einn og einn skuldara hægt með stuttri snöru eins og nú tíðkast? Ef fjárvaldið vill ekki semja getur verkfallið staðið lengi en fólk hefur bara gott af því að taka sér nokkra mánaða eða ára frí frá afborgunum og lifa svolítið. Auðvitað rekur fjárvaldið upp ramakvein; „Ekki hægt! Ekki svigrúm! Bankarnir fara á hausinn! Íbúðalánasjóður fer á hausinn! Lífeyrissjóðirnir tapa miklu og það bitnar á gamla fólkinu. Ólöglegt! Bannað að semja saman!“ Halló (eins og barnabörnin mín segja) það var hægt að fjármagna allar bankainnistæður þeirra sem áttu peninga í hruninu og bara spurning um pólitískan vilja að fjármagna lækkun húsnæðislána. Ef bankarnir eru búnir að nota allt svigrúmið til skuldalækkana til að eignast fyrirtækin í landinu verða þeir bara að taka féð af hagnaði næstu ára. Kannski að hrægammasjóðirnir sem eiga bankana þurfi þá að lækka eitthvað ávöxtunarkröfur sínar af skuldunum okkar sem þeir fengu á spottprís. Lífeyrissjóðirnir munu líklega þurfa að lækka iðgjöld eitthvað, (þó ekki væri nema vegna hversu miklu þeir töpuðu á braskinu með auðfávitunum). það er í lagi mín vegna. Það gengur ekki að öll unga kynslóðin sé hneppt í fjötra, það mun draga úr henni allan kraft og ekki verður það lífeyrissjóðunum og samfélaginu til góðs. Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því samhengi má benda á að allar stórar breytingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarnar. Skortur á greiðsluvilja er eina vopnið sem fólk hefur, það eina sem hlustað er á, en það þýðir ekkert að einn og einn hætti að borga, sagan sýnir að það þarf samtakamátt. Af hverju tekur ekki eitthvað af þessu unga fólki sig til og notar netið til að safna húsnæðisskuldum sínum í pott og semur saman við fjármagnseigendur um sanngjarna lækkun? Arabarnir notuðu netið til að breyta sínu samfélagi svo við hljótum að geta það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er alveg undrandi á þolinmæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar húsnæðisskuldir sem það varla stendur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf. Hvar er reiða unga fólkið, aflið sem breytir samfélaginu? Það ætti að rísa upp gegn óréttlætinu og fara í greiðsluverkfall. Það er afar ósanngjarnt að sá sem tekur lán eigi einn að bera kostnaðinn þegar allar forsendur samningsins sem gerður var í upphafi gjörbreytast, en lánveitandinn beri engan kostnað. Þannig er allavega ekki samið við þá sem skulda milljarðana, eins og dæmin sanna. Ég skil bara ekki í að fólk láti bjóða sér þetta. Kannski er það vegna þess að það á sér engan málsvara í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin sem hefði átt að standa með almenningi hefur sagt sig í flokk með fjármagnseigendum, til að vernda lífeyrissjóðina og vinstri stjórnin fylgir á eftir. Hugsunarháttur frjálshyggjunnar lifir enn; auðmagnið skal fá allt og við hin ekkert. Hvað er hægt að gera í þessu? Aldrei hefur sá sem hefur auðinn gefið nokkuð eftir handa hinum af frjálsum vilja eins og sagan sýnir. Velferðarsamfélagið var byggt upp af fólkinu í verkalýðsfélögunum sem háði harða baráttu fyrir öllu sem við teljum sjálfsagt í dag, t.d. mannsæmandi launum, 40 stunda vinnuviku, sumarfríum, almannatryggingum og lífeyrissjóðunum. Ekkert af þessu fékkst gefins heldur var sótt með samtakamætti launafólks í hörðum slag og með verkföllum. Það er hverjum manni hollt að kynna sér sögu verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld. Þar má sjá hvernig við öðluðumst þessi réttindi. Þrotlaus barátta alþýðunnar undir stjórn manna, sem gáfu alla sína ævi, alla sína krafta til að sækja okkur réttindi. Í dag eigum við ekkert slíkt afl, undir vinstri stjórn. Við verðum að gera þetta sjálf! Þegar ekkert er hlustað á sanngjarnar kröfur fólks um leiðréttingu skulda á það að beita eina vopninu sem hefur dugað í baráttunni í gegnum tíðina, verkfallsvopninu. Fjármagnsleigjendur eiga að taka saman höndum og fara í greiðsluverkfall, hætta að borga af lánunum og krefjast þess að fjármagnseigendur taki sinn skerf af hækkunum húsnæðisskuldanna. Samtakamátturinn er sterkt afl og ef 1.000 skuldarar taka sig saman og hver leggur í pottinn 30 milljóna fasteignaskuld er kominn samningamáttur upp á 30 milljarða. Og ef 10.000 skuldarar taka saman höndum er kominn samningamáttur uppá 300.000 milljarða! Ætli bankarnir og stjórnvöld væru þá til í að ræða málin í stað þess að kyrkja einn og einn skuldara hægt með stuttri snöru eins og nú tíðkast? Ef fjárvaldið vill ekki semja getur verkfallið staðið lengi en fólk hefur bara gott af því að taka sér nokkra mánaða eða ára frí frá afborgunum og lifa svolítið. Auðvitað rekur fjárvaldið upp ramakvein; „Ekki hægt! Ekki svigrúm! Bankarnir fara á hausinn! Íbúðalánasjóður fer á hausinn! Lífeyrissjóðirnir tapa miklu og það bitnar á gamla fólkinu. Ólöglegt! Bannað að semja saman!“ Halló (eins og barnabörnin mín segja) það var hægt að fjármagna allar bankainnistæður þeirra sem áttu peninga í hruninu og bara spurning um pólitískan vilja að fjármagna lækkun húsnæðislána. Ef bankarnir eru búnir að nota allt svigrúmið til skuldalækkana til að eignast fyrirtækin í landinu verða þeir bara að taka féð af hagnaði næstu ára. Kannski að hrægammasjóðirnir sem eiga bankana þurfi þá að lækka eitthvað ávöxtunarkröfur sínar af skuldunum okkar sem þeir fengu á spottprís. Lífeyrissjóðirnir munu líklega þurfa að lækka iðgjöld eitthvað, (þó ekki væri nema vegna hversu miklu þeir töpuðu á braskinu með auðfávitunum). það er í lagi mín vegna. Það gengur ekki að öll unga kynslóðin sé hneppt í fjötra, það mun draga úr henni allan kraft og ekki verður það lífeyrissjóðunum og samfélaginu til góðs. Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því samhengi má benda á að allar stórar breytingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarnar. Skortur á greiðsluvilja er eina vopnið sem fólk hefur, það eina sem hlustað er á, en það þýðir ekkert að einn og einn hætti að borga, sagan sýnir að það þarf samtakamátt. Af hverju tekur ekki eitthvað af þessu unga fólki sig til og notar netið til að safna húsnæðisskuldum sínum í pott og semur saman við fjármagnseigendur um sanngjarna lækkun? Arabarnir notuðu netið til að breyta sínu samfélagi svo við hljótum að geta það líka.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun