Snjóframleiðsla í Bláfjöllum Kjartan Örn Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Í samræmi við 3. gr. þjónustusamnings milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæðanna hafið undirbúning að uppbyggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjallasvæðið sem nú liggur fyrir. Á aðalfundi SSH sem haldinn var í byrjun nóvember lagði undirritaður, ásamt fleirum, fram tillögu þess efnis að með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi yrðu kannaðir möguleikar á samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Tillagan var samþykkt. Í kjölfarið skapaðist lífleg umræða í samfélaginu um málið sem náði svo botninum þegar Viðskiptablaðið tók umræðuna úr samhengi, sagðist hræðast það sem frá Álftanesi kæmi og spurði lesendur sína að því hvort Álftnesingar kynnu ekki að skammast sín! Þegar núverandi meirihluti tók við í umboði íbúa Álftaness um mitt ár 2010 blöstu við erfið viðfangsefni í fjármálum sveitarfélagsins eftir óráðsíu í rekstri og fáránlega skuldasöfnun frá 2006. Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og íbúa hefur á þessu eina og hálfa ári tekist að snúa við rekstri sveitarfélagins. Á þessum tíma hefur hver einasta útgjaldakróna þurft að færa rök fyrir sér. Bláfjöll eru rekin af sjö sveitarfélögum og er Álftanes þar á meðal. Eins og með öll önnur útgjöld þurfa að vera rök fyrir því að Álftnesingar setji krónur í rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi liggur fyrir: Það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir skíðasvæði í snjólausum brekkum, undanfarnir vetur hafa verið snjólitlir og opnunardagar fáir, litlar tekjur hafa verið af skíðasvæðunum, hver auka opnunardagur skilar einni milljón króna í tekjur á móti sokknum rekstrarkostnaði, snjóframleiðsla er gerleg og getur fjölgað opnunardögum um allt að fjörutíu á ári, sveitarfélög standa misvel fjárhagslega og eiga sum erfitt með að fjárfesta í snjóframleiðslubúnaði (þ.m.t. Álftanes) þrátt fyrir að slíkur búnaður geti treyst rekstrargrundvöll skíðasvæðisins til framtíðar. Nýverið kynnti Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra átakið „Ísland allt árið“ sem er markaðsverkefni til að efla vetrarferðaþjónustu á Íslandi og hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Fátt er jafn tengt vetrarferðaþjónustu og skíðaíþróttin. Með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi er því rökrétt, og ekkert til að skammast sín fyrir, að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum með það að markmiði að fyrsti áfangi í uppbyggingu snjóframleiðslu gæti hafist sem fyrst enda öll skilyrði uppfyllt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í samræmi við 3. gr. þjónustusamnings milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæðanna hafið undirbúning að uppbyggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjallasvæðið sem nú liggur fyrir. Á aðalfundi SSH sem haldinn var í byrjun nóvember lagði undirritaður, ásamt fleirum, fram tillögu þess efnis að með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi yrðu kannaðir möguleikar á samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Tillagan var samþykkt. Í kjölfarið skapaðist lífleg umræða í samfélaginu um málið sem náði svo botninum þegar Viðskiptablaðið tók umræðuna úr samhengi, sagðist hræðast það sem frá Álftanesi kæmi og spurði lesendur sína að því hvort Álftnesingar kynnu ekki að skammast sín! Þegar núverandi meirihluti tók við í umboði íbúa Álftaness um mitt ár 2010 blöstu við erfið viðfangsefni í fjármálum sveitarfélagsins eftir óráðsíu í rekstri og fáránlega skuldasöfnun frá 2006. Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og íbúa hefur á þessu eina og hálfa ári tekist að snúa við rekstri sveitarfélagins. Á þessum tíma hefur hver einasta útgjaldakróna þurft að færa rök fyrir sér. Bláfjöll eru rekin af sjö sveitarfélögum og er Álftanes þar á meðal. Eins og með öll önnur útgjöld þurfa að vera rök fyrir því að Álftnesingar setji krónur í rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi liggur fyrir: Það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir skíðasvæði í snjólausum brekkum, undanfarnir vetur hafa verið snjólitlir og opnunardagar fáir, litlar tekjur hafa verið af skíðasvæðunum, hver auka opnunardagur skilar einni milljón króna í tekjur á móti sokknum rekstrarkostnaði, snjóframleiðsla er gerleg og getur fjölgað opnunardögum um allt að fjörutíu á ári, sveitarfélög standa misvel fjárhagslega og eiga sum erfitt með að fjárfesta í snjóframleiðslubúnaði (þ.m.t. Álftanes) þrátt fyrir að slíkur búnaður geti treyst rekstrargrundvöll skíðasvæðisins til framtíðar. Nýverið kynnti Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra átakið „Ísland allt árið“ sem er markaðsverkefni til að efla vetrarferðaþjónustu á Íslandi og hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Fátt er jafn tengt vetrarferðaþjónustu og skíðaíþróttin. Með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi er því rökrétt, og ekkert til að skammast sín fyrir, að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum með það að markmiði að fyrsti áfangi í uppbyggingu snjóframleiðslu gæti hafist sem fyrst enda öll skilyrði uppfyllt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun