Gleymum ekki konum á stríðshrjáðum svæðum Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun