„Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. desember 2025 07:02 Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar