Pólitík í frumvarpi til barnalaga Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar