Pólitík í frumvarpi til barnalaga Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun