Pólitík í frumvarpi til barnalaga Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun