Reyksíminn 11 ára Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun