Reyksíminn 11 ára Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar