Menningarminjar og tilgátuhús Steinunn Stefánsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Sótt er að hinum sögufræga og fagra stað Skálholti úr fleiri en einni átt um þessar mundir. Það er þörf áminning til yfirvalda um mikilvægi þess að hafa skýra sýn um það hvernig umgangast eigi helstu sögustaði og ganga frá friðun staðanna þar sem það á við. Furðu sætir að Þorláksbúðarverkefnið skuli hafa komist eins langt og raun ber vitni með tilheyrandi kostnaði og raski. Þá vitleysu verður að stöðva áður en lengra er haldið. Sömuleiðis verður að ganga þannig frá málum að ekki rísi í Skálholti risastór timburkirkja að fyrirmynd þeirra sem þarna hafa staðið á öldum áður. Sú hugmynd að reisa tilgátuhús í fornminjum eins og verið er að gera með Þorláksbúð er vond. Fornminjar verða að fá að vera í friði fyrir slíkum ágangi þar og annars staðar. Við bætist það smekkleysi að reisa búðina nánast ofan í dómkirkjunni. Að sama skapi er sú hugmynd slæm að byggja risastóra timburkirkju í Skálholti inn í umhverfi sem hefur bæði fagurt og friðsælt yfirbragð, auk sterkra tengsla við margra alda sögu. Þeim tengslum hafa þegar verið gerð skil með Skálholtsdómkirkju sem ber byggingarlist síðari hluta 20. aldar fegurra vitni en flestar aðrar byggingar frá sama skeiði og kallast með formum sínum um leið á við timburkirkjurnar sem þarna stóðu fyrr á öldum. Annar húsakostur í Skálholti ýmist styður við kirkjuna, eins og skólahúsið gerir, eða spillir að minnsta kosti ekki fyrir henni. Með því að bæta þarna við timburkirkju sem er miklu stærri en dómkirkjan hyrfi hins vegar allt jafnvægi úr húsaþyrpingunni í Skálholti. Tilgátuhús eru í sjálfu sér ekki endilega vond hugmynd. Þau geta veitt ákveðna innsýn í húsakost fyrri alda sem gaman getur verið bæði fyrir börn og fullorðna að reyna að lifa sig inn í. Ef fólk telur að slík hús þjóni menningarlegum eða hagnaðarlegum tilgangi getur vel komið til greina að ráðast í slíkar byggingar. Slík hús á hins vegar ekki að reisa á fornum tóftum. Þorláksbúðin hefði til dæmis sem best getað risið einhvers staðar á Skálholtstúnunum í hæfilegri fjarlægð frá 20. aldar byggingunum. Kirkjuna stóru stendur vissulega hvorki til að reisa á fornminjum né við veggi dómkirkjunnar. Stærðin á fyrirhugaðri timburkirkju er hins vegar þannig að hún myndi taka alla athygli frá þeim byggingum sem þarna eru fyrir, bæði þegar horft er heim að Skálholti úr fjarska, sem er einstaklega tilkomumikið, og í návígi. Ef þeir sem fara fyrir ferðaþjónustu á Íslandi telja sig hafa hag af því að reisa svona kirkju til að laða að ferðamenn þá hlýtur að vera hægt að finna henni stað í nágrenni Skálholts, nú eða einhvers staðar allt annars staðar. Það er löngu kominn tími til þess að hætta að göslast í menningarminjunum, hvort heldur um er að ræða aldagamlar tóftir eða nokkurra áratuga gamlar byggingar. Þeim þarf að sýna þann sóma sem þær eiga skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Sótt er að hinum sögufræga og fagra stað Skálholti úr fleiri en einni átt um þessar mundir. Það er þörf áminning til yfirvalda um mikilvægi þess að hafa skýra sýn um það hvernig umgangast eigi helstu sögustaði og ganga frá friðun staðanna þar sem það á við. Furðu sætir að Þorláksbúðarverkefnið skuli hafa komist eins langt og raun ber vitni með tilheyrandi kostnaði og raski. Þá vitleysu verður að stöðva áður en lengra er haldið. Sömuleiðis verður að ganga þannig frá málum að ekki rísi í Skálholti risastór timburkirkja að fyrirmynd þeirra sem þarna hafa staðið á öldum áður. Sú hugmynd að reisa tilgátuhús í fornminjum eins og verið er að gera með Þorláksbúð er vond. Fornminjar verða að fá að vera í friði fyrir slíkum ágangi þar og annars staðar. Við bætist það smekkleysi að reisa búðina nánast ofan í dómkirkjunni. Að sama skapi er sú hugmynd slæm að byggja risastóra timburkirkju í Skálholti inn í umhverfi sem hefur bæði fagurt og friðsælt yfirbragð, auk sterkra tengsla við margra alda sögu. Þeim tengslum hafa þegar verið gerð skil með Skálholtsdómkirkju sem ber byggingarlist síðari hluta 20. aldar fegurra vitni en flestar aðrar byggingar frá sama skeiði og kallast með formum sínum um leið á við timburkirkjurnar sem þarna stóðu fyrr á öldum. Annar húsakostur í Skálholti ýmist styður við kirkjuna, eins og skólahúsið gerir, eða spillir að minnsta kosti ekki fyrir henni. Með því að bæta þarna við timburkirkju sem er miklu stærri en dómkirkjan hyrfi hins vegar allt jafnvægi úr húsaþyrpingunni í Skálholti. Tilgátuhús eru í sjálfu sér ekki endilega vond hugmynd. Þau geta veitt ákveðna innsýn í húsakost fyrri alda sem gaman getur verið bæði fyrir börn og fullorðna að reyna að lifa sig inn í. Ef fólk telur að slík hús þjóni menningarlegum eða hagnaðarlegum tilgangi getur vel komið til greina að ráðast í slíkar byggingar. Slík hús á hins vegar ekki að reisa á fornum tóftum. Þorláksbúðin hefði til dæmis sem best getað risið einhvers staðar á Skálholtstúnunum í hæfilegri fjarlægð frá 20. aldar byggingunum. Kirkjuna stóru stendur vissulega hvorki til að reisa á fornminjum né við veggi dómkirkjunnar. Stærðin á fyrirhugaðri timburkirkju er hins vegar þannig að hún myndi taka alla athygli frá þeim byggingum sem þarna eru fyrir, bæði þegar horft er heim að Skálholti úr fjarska, sem er einstaklega tilkomumikið, og í návígi. Ef þeir sem fara fyrir ferðaþjónustu á Íslandi telja sig hafa hag af því að reisa svona kirkju til að laða að ferðamenn þá hlýtur að vera hægt að finna henni stað í nágrenni Skálholts, nú eða einhvers staðar allt annars staðar. Það er löngu kominn tími til þess að hætta að göslast í menningarminjunum, hvort heldur um er að ræða aldagamlar tóftir eða nokkurra áratuga gamlar byggingar. Þeim þarf að sýna þann sóma sem þær eiga skilið.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun