Flugvöllurinn – djásn í Vatnsmýri Hjálmtýr Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands)
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun