Bætur fyrir Kárahnjúkavirkjun Dofri Hermannsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Engum blandast hugur um að fjölþætt eyðilegging náttúrunnar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar var óhæfuverk gagnvart náttúru Íslands og möguleikum komandi kynslóða til að njóta hennar. Stóru landsvæði var sökkt, einstakar fossaraðir eyðilagðar, fljót fært úr náttúrulegum farvegi sínum yfir í annað fljót svo bæði hljóta varanlegan skaða af. Upptalningin er löng. Nýlega staðfesti forstjóri Landsvirkjunar það sem margir vissu fyrir, að peningalegur hagnaður af óhæfuverkinu er lítill sem enginn. Nú þegar unnið er að sátt um vernd og virkjun verðmætra orku- og náttúrusvæða er mikilvægt að rifja þessa sögu upp. Staðreyndin er sú að samkvæmt Rammaáætlun I var Kárahnjúkavirkjun ein þeirra sem síst þótti verjandi að ráðast í vegna óæskilegra umhverfisáhrifa. Samt var henni þröngvað upp á land og þjóð með ófyrirleitni sem ekki á sér hliðstæðu í sögu landsins og aldrei mun gleymast. Nú verður togast á í þinginu um hvernig raða skal svæðum á grunni vinnu við Rammaáætlun II í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk. (Ég geri reyndar alvarlega athugasemd við heiti síðasta flokksins. Af því má ráða að virkjun sé eina mögulega nýtingarformið, sem er firra. Nær væri að tala um orkunýtingu og svo verndarnýtingu samanber Gullfoss.) Fyrir hendi virðist vera tilhneiging til að raða jafnt í þessa flokka, sem er á skjön við góð vinnubrögð í þessum efnum. Eðlilegt er að mun færri svæði fari í nýtingarflokk en verndarflokk af þeirri einföldu ástæðu að virkjun nú kemur varanlega í veg fyrir verndun síðar. Líklega er tilgangurinn með jafnri röðun að skapa sátt á milli sjónarmiða verndar og virkjunar. Það er brýnt en þetta er ekki leiðin. Til þess eru óuppgerðar sakir virkjanaiðnaðarins gagnvart náttúru landsins of miklar. Forsenda sáttar í þessum efnum er að greiddar verði fullar bætur fyrir eyðingu Kringilsárrana, Jökulsár á Dal, Lagarfljóts, fossaraðanna í Jöklu og önnur náttúruverðmæti sem með yfirgangi var ranglega fórnað. Þá er ótalinn uppblástur á vesturöræfum sem engin lausn hefur fundist á. Bæturnar geta ekki orðið minni en svo að úr nýtingarflokki fari yfir í verndarflokk orkukostir sem samtals eru taldir geta gefið um 690 MW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Engum blandast hugur um að fjölþætt eyðilegging náttúrunnar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar var óhæfuverk gagnvart náttúru Íslands og möguleikum komandi kynslóða til að njóta hennar. Stóru landsvæði var sökkt, einstakar fossaraðir eyðilagðar, fljót fært úr náttúrulegum farvegi sínum yfir í annað fljót svo bæði hljóta varanlegan skaða af. Upptalningin er löng. Nýlega staðfesti forstjóri Landsvirkjunar það sem margir vissu fyrir, að peningalegur hagnaður af óhæfuverkinu er lítill sem enginn. Nú þegar unnið er að sátt um vernd og virkjun verðmætra orku- og náttúrusvæða er mikilvægt að rifja þessa sögu upp. Staðreyndin er sú að samkvæmt Rammaáætlun I var Kárahnjúkavirkjun ein þeirra sem síst þótti verjandi að ráðast í vegna óæskilegra umhverfisáhrifa. Samt var henni þröngvað upp á land og þjóð með ófyrirleitni sem ekki á sér hliðstæðu í sögu landsins og aldrei mun gleymast. Nú verður togast á í þinginu um hvernig raða skal svæðum á grunni vinnu við Rammaáætlun II í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk. (Ég geri reyndar alvarlega athugasemd við heiti síðasta flokksins. Af því má ráða að virkjun sé eina mögulega nýtingarformið, sem er firra. Nær væri að tala um orkunýtingu og svo verndarnýtingu samanber Gullfoss.) Fyrir hendi virðist vera tilhneiging til að raða jafnt í þessa flokka, sem er á skjön við góð vinnubrögð í þessum efnum. Eðlilegt er að mun færri svæði fari í nýtingarflokk en verndarflokk af þeirri einföldu ástæðu að virkjun nú kemur varanlega í veg fyrir verndun síðar. Líklega er tilgangurinn með jafnri röðun að skapa sátt á milli sjónarmiða verndar og virkjunar. Það er brýnt en þetta er ekki leiðin. Til þess eru óuppgerðar sakir virkjanaiðnaðarins gagnvart náttúru landsins of miklar. Forsenda sáttar í þessum efnum er að greiddar verði fullar bætur fyrir eyðingu Kringilsárrana, Jökulsár á Dal, Lagarfljóts, fossaraðanna í Jöklu og önnur náttúruverðmæti sem með yfirgangi var ranglega fórnað. Þá er ótalinn uppblástur á vesturöræfum sem engin lausn hefur fundist á. Bæturnar geta ekki orðið minni en svo að úr nýtingarflokki fari yfir í verndarflokk orkukostir sem samtals eru taldir geta gefið um 690 MW.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun