Bætur fyrir Kárahnjúkavirkjun Dofri Hermannsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Engum blandast hugur um að fjölþætt eyðilegging náttúrunnar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar var óhæfuverk gagnvart náttúru Íslands og möguleikum komandi kynslóða til að njóta hennar. Stóru landsvæði var sökkt, einstakar fossaraðir eyðilagðar, fljót fært úr náttúrulegum farvegi sínum yfir í annað fljót svo bæði hljóta varanlegan skaða af. Upptalningin er löng. Nýlega staðfesti forstjóri Landsvirkjunar það sem margir vissu fyrir, að peningalegur hagnaður af óhæfuverkinu er lítill sem enginn. Nú þegar unnið er að sátt um vernd og virkjun verðmætra orku- og náttúrusvæða er mikilvægt að rifja þessa sögu upp. Staðreyndin er sú að samkvæmt Rammaáætlun I var Kárahnjúkavirkjun ein þeirra sem síst þótti verjandi að ráðast í vegna óæskilegra umhverfisáhrifa. Samt var henni þröngvað upp á land og þjóð með ófyrirleitni sem ekki á sér hliðstæðu í sögu landsins og aldrei mun gleymast. Nú verður togast á í þinginu um hvernig raða skal svæðum á grunni vinnu við Rammaáætlun II í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk. (Ég geri reyndar alvarlega athugasemd við heiti síðasta flokksins. Af því má ráða að virkjun sé eina mögulega nýtingarformið, sem er firra. Nær væri að tala um orkunýtingu og svo verndarnýtingu samanber Gullfoss.) Fyrir hendi virðist vera tilhneiging til að raða jafnt í þessa flokka, sem er á skjön við góð vinnubrögð í þessum efnum. Eðlilegt er að mun færri svæði fari í nýtingarflokk en verndarflokk af þeirri einföldu ástæðu að virkjun nú kemur varanlega í veg fyrir verndun síðar. Líklega er tilgangurinn með jafnri röðun að skapa sátt á milli sjónarmiða verndar og virkjunar. Það er brýnt en þetta er ekki leiðin. Til þess eru óuppgerðar sakir virkjanaiðnaðarins gagnvart náttúru landsins of miklar. Forsenda sáttar í þessum efnum er að greiddar verði fullar bætur fyrir eyðingu Kringilsárrana, Jökulsár á Dal, Lagarfljóts, fossaraðanna í Jöklu og önnur náttúruverðmæti sem með yfirgangi var ranglega fórnað. Þá er ótalinn uppblástur á vesturöræfum sem engin lausn hefur fundist á. Bæturnar geta ekki orðið minni en svo að úr nýtingarflokki fari yfir í verndarflokk orkukostir sem samtals eru taldir geta gefið um 690 MW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Engum blandast hugur um að fjölþætt eyðilegging náttúrunnar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar var óhæfuverk gagnvart náttúru Íslands og möguleikum komandi kynslóða til að njóta hennar. Stóru landsvæði var sökkt, einstakar fossaraðir eyðilagðar, fljót fært úr náttúrulegum farvegi sínum yfir í annað fljót svo bæði hljóta varanlegan skaða af. Upptalningin er löng. Nýlega staðfesti forstjóri Landsvirkjunar það sem margir vissu fyrir, að peningalegur hagnaður af óhæfuverkinu er lítill sem enginn. Nú þegar unnið er að sátt um vernd og virkjun verðmætra orku- og náttúrusvæða er mikilvægt að rifja þessa sögu upp. Staðreyndin er sú að samkvæmt Rammaáætlun I var Kárahnjúkavirkjun ein þeirra sem síst þótti verjandi að ráðast í vegna óæskilegra umhverfisáhrifa. Samt var henni þröngvað upp á land og þjóð með ófyrirleitni sem ekki á sér hliðstæðu í sögu landsins og aldrei mun gleymast. Nú verður togast á í þinginu um hvernig raða skal svæðum á grunni vinnu við Rammaáætlun II í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk. (Ég geri reyndar alvarlega athugasemd við heiti síðasta flokksins. Af því má ráða að virkjun sé eina mögulega nýtingarformið, sem er firra. Nær væri að tala um orkunýtingu og svo verndarnýtingu samanber Gullfoss.) Fyrir hendi virðist vera tilhneiging til að raða jafnt í þessa flokka, sem er á skjön við góð vinnubrögð í þessum efnum. Eðlilegt er að mun færri svæði fari í nýtingarflokk en verndarflokk af þeirri einföldu ástæðu að virkjun nú kemur varanlega í veg fyrir verndun síðar. Líklega er tilgangurinn með jafnri röðun að skapa sátt á milli sjónarmiða verndar og virkjunar. Það er brýnt en þetta er ekki leiðin. Til þess eru óuppgerðar sakir virkjanaiðnaðarins gagnvart náttúru landsins of miklar. Forsenda sáttar í þessum efnum er að greiddar verði fullar bætur fyrir eyðingu Kringilsárrana, Jökulsár á Dal, Lagarfljóts, fossaraðanna í Jöklu og önnur náttúruverðmæti sem með yfirgangi var ranglega fórnað. Þá er ótalinn uppblástur á vesturöræfum sem engin lausn hefur fundist á. Bæturnar geta ekki orðið minni en svo að úr nýtingarflokki fari yfir í verndarflokk orkukostir sem samtals eru taldir geta gefið um 690 MW.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar