Fleiri fréttir

Aldur og atgervi

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: "Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður.“

Neytendavernd eða "hagsmunavernd" - Dauðans alvara

Regína Hallgrímsdóttir skrifar

Köllum hlutina réttum nöfnum! Fyrir skömmu birtist frétt í Fréttablaðinu um það þegar sonur minn, 16 ára gamall, var fluttur með sjúkrabíl á spítala eftir að hafa drukkið svokallaðan "orkudrykk." Í því tilfelli sem hér um ræðir var alls ekki um að ræða orkudrykk heldur örvandi drykk, drykk sem inniheldur það mikið magn af örvandi efni, koffíni, að hann veldur eitrunum hjá börnum og jafnvel fullorðnum. Það er hins vegar mun vænlegra að selja orkudrykk en örvandi drykk og börn þurfa ekki á örvandi drykkjum að halda.

Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt

Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar

Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg "Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar.

Hjálp í neyð í íslenskum veruleika

Ásgerður Flosadóttir skrifar

Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóðfélagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri.

Komið til að vera, knúzið

Gerður Kristný skrifar

Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta.

Velferðarkerfið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Velferðarkerfið er handa öllum - líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga.

Makrílveiðar

Friðrik J. Arngrímsson skrifar

Í grein um makrílveiðar í Fréttablaðinu þann 17. nóvember sl. skrifar Kristinn H. Gunnarsson m.a.: "Framkvæmdastjóri LÍÚ heldur því fram í grein í Fréttablaðinu að umtalsvert tap sé á veiðunum og þess vegna sé ekkert eftir til ríkisins.“

Vannýtt tækifæri?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Bjarni Benediktsson stóð af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt er að segja að formaðurinn hafi styrkt stöðu sína; svo stór hluti landsfundarfulltrúa var reiðubúinn að velja annan til forystu.

Hafa skal það sem sannara reynist

Guðný Ýr Jónsdóttir skrifar

Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar.

Skítuga kvöldið í Kópavogi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Í einfeldni minni hef ég stundum talið að eitthvað geti ekki gerst á Íslandi. Að þetta skrítna sem gerist úti í heimi geti ekki átt sér stað hér á landi. Þetta er auðvitað þvæla. Fólk er alls staðar fólk og Íslendingar geta gert alveg jafn rækilega í buxurnar og útlendingar.

22 ára afmælisbarn

Petrína Ásgeirsdóttir skrifar

Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borgaraleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni manneskjur en fullorðnir og með fullgild mannréttindi.

Orkuvandi undir óseðjandi orkukröfum

Hafsteinn Hafsteinsson skrifar

Í Fréttablaðinu hinn 27.10.2011 mátti lesa að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir að nýtanleg orka yrði virkjuð næstu 15-20 árin. Landsvirkjun hefði hafið sitt síðasta virkjunartímabil. Það má ímynda sér að einhverjum lesendum hafi verið brugðið enda meira verið að láta í það skína um þessar mundir að hér sé næg græn orka og engu að kvíða í þeim efnum a.m.k. í bili, afstaða sem hefur dugað frónbúanum hingað til, þ.e. að pissa í skóinn.

Metanól í bensíni - leiðréttar rangfærslur

Ómar Sigurbjörnsson skrifar

Hjalti Andrason líffræðingur birtir grein í Fréttablaðinu 17. nóvember þar sem fullyrt er að blöndun vistvæns metanóls í bensín hér á landi geti valdið almenningi miklum skaða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hjalti heldur þessari skoðun á lofti. Hér verður gerð enn ein tilraun til þess að leiðrétta þessar rangfærslur.

Draumurinn um annan Össur

Þorsteinn Pálsson skrifar

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Össur hf. er áhrifamikið fyrirtæki á alþjóðamarkaði á sínu sviði. Hitt vita menn líka að það hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það sýnir hversu mikið getur sprottið af íslensku hugviti og alþjóðavæðingu. Ef eitthvað er til sem kalla má dæmi um íslenska drauminn er það hvernig þetta fyrirtæki breyttist úr vísi í við.

Rangfærslur

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu.

Stóra myndin

Evrópumálin snúast um framtíðina. Þau snúast um hvort við Íslendingar ætlum að taka skrefið fram á við og treysta samband okkar við önnur sjálfstæð ríki innan vébanda Evrópusambandsins, eða hvort við ætlum að standa í stað og láta EES-samninginn duga. Sjá til, vona það besta og gera enn eina tilraun með sjálfstæða örmynt á sameiginlegum markaði, með eða án gjaldeyrishafta. Svo eru þeir sem vilja stíga skrefið tilbaka, segja upp EES- og Schengen-samningunum. Halda á heiðina eins og Bjartur forðum daga. Fram á við, standa í stað, afturábak. Um þetta snýst valið.

Að halla réttu máli

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét "Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna.

Snjór eða vatn?

Guðný Dóra Gestsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var föstudaginn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum.

Vatnsmýrin og ósannindin

Valur Stefánsson skrifar

Í Fréttablaðinu sl. föstudag 11.11. rituðu þeir félagar frá Betri byggð Gunnar Gunnarsson verkfræðingur og Örn Sigurðsson arkitekt enn eina greinina þar sem þeir fara með hrein ósannindi. Í greininni eru þeir að svara Ómari Ragnarssyni vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll, sem er flugvöllur allra landsmanna og er að sjálfsögðu skylda höfuðborgarinnar sem þjónustuþáttur við landsbyggðina.

Skólauppfærsla 2.0

Ólafur Sólimann skrifar

Á dögunum kom út skýrsla starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem greint er frá því að stór hluti drengja á grunnskólaaldri býr ekki yfir nauðsynlegri hæfni til að lesa texta sér til gagns. Þá er ekki átt við að drengirnir séu ólæsir heldur að þeir eigi í vandræðum með að vinna úr þeim upplýsingum sem þeir lesa og nái ekki almennilega innihaldi textans.

Þjóðþingræði eða valddreifing?

Skúli Magnússon skrifar

Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið og Danmörk varð konungsríki með „þingbundinni stjórn“ (d. indskrænket-monarkisk regjeringsform). Konungur fór þó áfram með verulegar valdheimildir, bæði á sviði löggjafar- og framkvæmdarvalds.

Trúverðugir valkostir?

Pawel Bartoszek skrifar

Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára.

Eins og hendi sé veifað

Magnús Halldórsson skrifar

Stundum er talað um að hlutabréfamarkaðir gefi betri vísbendingu um hvað sé framundan heldur en nokkuð annað. Í bókinni Warren Buffett-aðferðin eftir Robert G. Hagstrom kemur fram, að Buffett líti ekki til gengi hlutabréfa í einstökum félögum á hverjum tíma, heldur noti upplýsingar og reynslu til þess að greina hvað vísitölurnar eru að segja um stöðuna eftir sex mánuði.

Flóttamenn

Einar Gunnar Birgisson skrifar

Nýleg grein formanns innflytjendaráðs og flóttamannanefndar um flóttamenn er furðuleg smíð og skín þar í gegn barnaleg einfeldni og dómgreindarskortur. Hún segir að hér á Íslandi sé nægjanlegt landrými, vatn og fæða til að flytja inn flóttamenn í stórum stíl og er þá væntanlega að tala um tugþúsundir flóttamanna eða kannski hundruð þúsunda. Þá þarf að byggja nýja bæi og úthverfi og byrja strax. Nú, og hefja stórfellda skattheimtu til að borga brúsann.

Samkeppni um bestu nemendurna?

Björn M. Sigurjónsson skrifar

Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reifaði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Meginforsendan í grein Þorbjargar er að geti framhaldsskólar ekki keppt um bestu nemendurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi.

ESB, landbúnaðurinn og Fréttablaðið

Erna Bjarnadóttir skrifar

Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvember. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á líkleg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB.

...Ekki meir, ekki meir!

Vésteinn Ólason skrifar

Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkostlegu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra tilkomumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu.

Karlpungar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr.

Ráðhús úti í bæ?

Haukur Arnþórsson skrifar

Fyrir nokkru var vefurinn Betri Reykjavík opnaður. Honum er ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um borgarmálefni. Hann er rekinn af félaginu Íbúar í ákveðnu samstarfi við Reykjavíkurborg. Vefurinn gæti mætt brýnni þörf og fyrir fram mætti ætla að hann gæti orðið vinsæll ef vel tekst til.

Svar við svari Oddnýjar G. Harðardóttur

Heimir Eyvindarson skrifar

Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég hvatti þingmenn Samfylkingar til að gæta meiri jöfnuðar í aðgerðum til leiðréttingar skuldavanda heimilanna. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, svaraði skrifum mínum í alllöngu máli, án þess reyndar að ræða mína stöðu sérstaklega, sem var þó megininntak greinar minnar.

Aukinn jöfnuður og bætt kjör - Ísland á réttri leið!

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um.

Sætmeti til sölu

Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd.

Fögnum með framhaldsskólanemum

Andri Steinn Hilmarsson skrifar

Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna.

Hommar og hagfræði

Hafsteinn Hauksson skrifar

Það fer oft í taugarnar á venjulegu fólki að hagfræðingar gera sig seka um að gefa sér ofureinfaldar forsendur um það hvernig fólk hegðar sér, sem draga má saman í eina einfalda setningu; fólk bregst við hvötum.

Boltann til þjóðarinnar

Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Fram undan er kjör til embættis biskups Íslands, Karl Sigurbjörnsson hefur tilkynnt að hann láti af embætti á næsta ári. Biskupskjör markar ætíð tímamót í lífi kirkju og þjóðar og miklu máli skiptir hvernig það fer fram.

Ályktanir 33. landsþings NLFÍ í október 2011

Gunnlaugur K. Jónsson skrifar

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) birti heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu 15. október sl. þar sem fram koma ályktanir landsþings NLFÍ sem haldið var 1. október sl. Þær má finna á heimasíðu samtakanna. (www.nlfi.is) Hópur starfsmanna LbhÍ og HÍ birtir opið bréf til stjórnar NLFÍ í Fréttablaðinu 10. nóvember sl., tengt ályktunum þingsins, þar sem spurningarmerki er sett við það hvort erfðabreyttar lífverur séu hættulegar fólki.

Fram á við í móttöku flóttamanna

Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður.

Þankar um landnýtingu Grímsstaða

Ari Teitsson skrifar

Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands.

Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins

Róbert Spanó skrifar

Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna.

Sjá næstu 50 greinar