Sextán aðgerðir til höfuðs ofbeldi gegn konum Michelle Bachelet skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi)
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun