Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar 19. desember 2025 15:02 Við búum í samfélagi þar sem allir alþjóðlegir mælikvarðar um lífskjör setja okkur í hóp fremstu þjóða heims. Hér ríkir almenn efnahagsleg velsæld og við teljum okkur búa við velferðarkerfi og félagslegt öryggisnet sem hljóti að grípa þá sem á þurfa að halda. Þess vegna er hreint út sagt átakanlegt þegar reglulega berast fréttir af ungum einstaklingum sem látið hafa lífið af völdum fíkniefna. Umræðan hefur eðlilega að miklu leyti snúist um meðferðarúrræði og til hvaða ráða sé unnt að grípa þegar fíknisjúkdómurinn hefur náð heljartökum á ungu fólki. Í mínum huga kallar þessi þversögn þó á fleiri og dýpri spurningar en þær sem snúa eingöngu að meðferðarúrræðum. Stóra spurningin, sem enginn hefur einhlítt svar við, er vitaskuld þessi: hvers vegna í ósköpunum telur margt ungt fólk í íslensku allsnægtarsamfélagi að neysla harðra fíkniefna sé svarið við öllu: lífsleiða, brotinni sjálfsmynd, skömm, einmanaleika eða annarri vanlíðan? Það er í sjálfu sér auðvelt að skilja að sumt ungt fólk sjái neyslu fíkniefna í smáum stíl sem skammvinna lausn á andlegum sársauka, eða svölun á saklausri forvitni. En erfiðara er að skilja hvers vegna svo margir halda áfram neyslunni og þróa með sér fíkn í sífellt harðari efni. Ég dreg enga fjöður yfir það að ég tel fíkn vera sjúkdóm. En hún byrjar ekki sem sjúkdómur. Flest ungt fólk sem byrjar að fikta við fíkniefni er ekki veikt. Það ber ekki í sér fíknisjúkdóm sem bíður þess að brjótast út. Fíkn verður til. Hún þróast og er því að stórum hluta áunnin, jafnvel þótt næmi fyrir henni sé misjafnt. Upphaf fiktsins snýst sjaldnast um sjálfseyðingu. Það snýst um forvitni, hópþrýsting, flótta frá kvíða eða annarri vanlíðan. Sérfræðingar benda á að þarna liggi hættan: heilinn er ekki fullþroskaður. Endurtekin neysla getur breytt starfsemi hans þannig að ákallið eftir efnunum taki yfir allt. Þar hefst sjúkdómsferlið og þá kallar það á meðferðarúrræði sem mikill hörgur er á. Mér hefur stundum þótt að í opinberri umræðu hér heima beinist athyglin nánast eingöngu að því sem gerist þegar neyslan er komin úr böndunum. Sigmar Guðmundsson þingmaður á lof skilið fyrir að þreytast seint á því að benda á þann skort. Hann hefur gagnrýnt lokanir á Stuðlum og hjá SÁÁ og kallað eftir stærri „varnargörðum“ utan um veikt fólk. Þegar fólk er orðið alvarlega veikt skiptir aðgengi að meðferð vitaskuld sköpum. En umræða um vandann má ekki takmarkast við meðferðarúrræðin. Hún ætti ekki síður að snúast um upphafið, rætur vandans, og hvernig við sem samfélag getum forðað börnunum okkar frá því að fikta við banvænt eitur sem stendur þeim víða til boða. Samkvæmt fréttum flóir allt í fíkniefnum, framboðið er mikið og eftirspurnin enn meiri. Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar allra. Forvarnir snúast ekki um slagorð eða bæklinga, heldur fyrirmyndir, náin tengsl, nærveru og skýr mörk. Og ef til vill snýst þetta fyrst og fremst um samfélag sem tekur vanlíðan barna alvarlega áður en hún verður banvæn. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem allir alþjóðlegir mælikvarðar um lífskjör setja okkur í hóp fremstu þjóða heims. Hér ríkir almenn efnahagsleg velsæld og við teljum okkur búa við velferðarkerfi og félagslegt öryggisnet sem hljóti að grípa þá sem á þurfa að halda. Þess vegna er hreint út sagt átakanlegt þegar reglulega berast fréttir af ungum einstaklingum sem látið hafa lífið af völdum fíkniefna. Umræðan hefur eðlilega að miklu leyti snúist um meðferðarúrræði og til hvaða ráða sé unnt að grípa þegar fíknisjúkdómurinn hefur náð heljartökum á ungu fólki. Í mínum huga kallar þessi þversögn þó á fleiri og dýpri spurningar en þær sem snúa eingöngu að meðferðarúrræðum. Stóra spurningin, sem enginn hefur einhlítt svar við, er vitaskuld þessi: hvers vegna í ósköpunum telur margt ungt fólk í íslensku allsnægtarsamfélagi að neysla harðra fíkniefna sé svarið við öllu: lífsleiða, brotinni sjálfsmynd, skömm, einmanaleika eða annarri vanlíðan? Það er í sjálfu sér auðvelt að skilja að sumt ungt fólk sjái neyslu fíkniefna í smáum stíl sem skammvinna lausn á andlegum sársauka, eða svölun á saklausri forvitni. En erfiðara er að skilja hvers vegna svo margir halda áfram neyslunni og þróa með sér fíkn í sífellt harðari efni. Ég dreg enga fjöður yfir það að ég tel fíkn vera sjúkdóm. En hún byrjar ekki sem sjúkdómur. Flest ungt fólk sem byrjar að fikta við fíkniefni er ekki veikt. Það ber ekki í sér fíknisjúkdóm sem bíður þess að brjótast út. Fíkn verður til. Hún þróast og er því að stórum hluta áunnin, jafnvel þótt næmi fyrir henni sé misjafnt. Upphaf fiktsins snýst sjaldnast um sjálfseyðingu. Það snýst um forvitni, hópþrýsting, flótta frá kvíða eða annarri vanlíðan. Sérfræðingar benda á að þarna liggi hættan: heilinn er ekki fullþroskaður. Endurtekin neysla getur breytt starfsemi hans þannig að ákallið eftir efnunum taki yfir allt. Þar hefst sjúkdómsferlið og þá kallar það á meðferðarúrræði sem mikill hörgur er á. Mér hefur stundum þótt að í opinberri umræðu hér heima beinist athyglin nánast eingöngu að því sem gerist þegar neyslan er komin úr böndunum. Sigmar Guðmundsson þingmaður á lof skilið fyrir að þreytast seint á því að benda á þann skort. Hann hefur gagnrýnt lokanir á Stuðlum og hjá SÁÁ og kallað eftir stærri „varnargörðum“ utan um veikt fólk. Þegar fólk er orðið alvarlega veikt skiptir aðgengi að meðferð vitaskuld sköpum. En umræða um vandann má ekki takmarkast við meðferðarúrræðin. Hún ætti ekki síður að snúast um upphafið, rætur vandans, og hvernig við sem samfélag getum forðað börnunum okkar frá því að fikta við banvænt eitur sem stendur þeim víða til boða. Samkvæmt fréttum flóir allt í fíkniefnum, framboðið er mikið og eftirspurnin enn meiri. Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar allra. Forvarnir snúast ekki um slagorð eða bæklinga, heldur fyrirmyndir, náin tengsl, nærveru og skýr mörk. Og ef til vill snýst þetta fyrst og fremst um samfélag sem tekur vanlíðan barna alvarlega áður en hún verður banvæn. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun