Er húsfriður ein mannarættur? Margrét Steinarsdóttir skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun