Landgræðslan ræktar fóður fyrir sauðfé Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreifingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síðustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróður á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum. Skógareyðing og rányrkja voru búin að eyða meira en helmingi af gróðurhulu landsins og flestir héldu að þetta væri náttúrulögmál sem ekkert væri hægt að gera við. Fljótlega fór þó að sjást smá árangur af baráttu við sandinn og seinna var nafni Sandgræðslunnar breytt í Landgræðslan. Átti þá að snúa sér meira að uppgræðslu á hverfandi gróðri landsins. Beitilönd voru þá orðin svo þrautpínd af ofbeit að fé kom á mörgum stöðum horað af fjalli. Það sanna heimildir og gamlar myndir úr réttum. Fé er yfirleitt stærra og vöðvameira í dag, sem sýnir að það hefur aðgang að meira fóðri, oftar en ekki í boði Landgræðslunnar. Ógrynni af grasfræi og áburði hefur verið dreift á illa gróin heiðarlönd. Síðan er beit þar jafnóðum, vegna lausagöngu sauðfjár, því engin von er til þess að hægt sé að girða af heilu heiðarlöndin. Mörg örfoka svæði hefur þó tekist að girða, með óheyrilegum kostnaði, til að hægt sé að græða þau upp, og stundum afhent aftur til beitar þegar þau voru gróin. Ekki dugir það samt til að bjarga landskemmdum vegna beitarinnar, því heilu afréttirnir hafa sumstaðar verið ofnýttir þar til bókstaflega allur gróður var búinn og auðnin ein eftir. Búfjárbændur bera enga ábyrgð á landinu sem þeir beita. Oft er landið jafnvel í annarra eign eða þjóðlendur, sem eru okkar sameiginlega eign. Engin takmörk eru á því hve mikið fé má ganga á gróðri landsins. Þegar það var sem flest, um og upp úr miðju seinustu aldar, voru 2.000.000 á beit auk tugi þúsunda hrossa. Þá urðu miklar skemmdir á gróðri landsins á stuttum tíma, auk þess sem losna þurfti við mörg tonn af offramleiddu kjöti á hverju hausti. Það var svo ýmist urðað með miklum kostnaði eða niðurgreitt til útlanda, af ríkinu þ.e. okkur, fyrir milljarða á hverju ári. Samt vorum við búin að borga bændunum milljarða á ári fyrir að framleiða þessar óþarfa skepnur með beingreiðslum og ótal styrkjum. Ofan á það bætast landspjöllin af ofbeitinni og kostnaður við stöðugar viðgerðir Landgræðslunnar til að reyna að halda í við skemmdirnar. Svona hefur verið farið með skattpeningana okkar í áratugi, einungis til þess að bændur sem vilja hafa sauðfé geti framleitt eins margar skepnur og þá lystir, á okkar kostnað og landsins en landskemmdir verða seint metnar til fjár. 4 milljarðar fara í beingreiðslur til sauðfjárbænda á ári. Ekki er þörf fyrir nema helminginn af kjötframleiðslunni og þá gætu 2 milljarðar farið í t.d. skóla eða sjúkrahús eða þar sem ríkir neyðarástand, sem er víða. Hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í þessu fáránlega máli. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor styður með rökum í nýlegri blaðagrein að sauðfjárbúskapurinn eins og hann er rekinn í dag kosti ríkisjóð 7 milljarða tap á ári. Og það þó ekki séu taldar með landskemmdirnar og girðingafárið sem er orðið eins og net yfir landið, bara til að girða okkur frá sauðkindinni. Af hverju er þetta aldrei rætt á þingi? Það er eins og það sé feimnismál, að ekki megi minnast á þetta ástand. Áfram er bara ausið úr ríkissjóði af gömlum vana, í sauðfjárræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skilyrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Það vantar lög til að geta brugðist við, segir landgræðslustjóri. Gæti verið að landsfeðurnir sem sitja á þingi og eiga að gæta hagsmuna lands og þjóðar séu svo hræddir við að missa dýr atkvæði bændanna ef stuggað væri við þessum ótrúlegu forréttindum þeirra, að það sé þögult samkomulag innan flokkanna að þegja málið í hel á meðan við sofum á verðinum. Gæti ekki verið að við séum að vakna, búin að fá nóg og segjum hingað og ekki lengra, förum að skoða og ræða um hvernig við getum búið vistvænt og sjálfbært í landinu án þess að valda því óbætanlegum skaða. Það er ekkert sjálfgefið að það henti best til hömlulausrar sauðfjárræktar. Vöknum af aldardoðanum! Við eigum ótal önnur tækifæri. Vekjum þann kraft og hugmyndaauðgi sem býr í þjóðinni til að velja það sem best hentar þessu landi og þjóð. Breytum og bætum, framtíðinni til góðs. Til þess er okkur gefið þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreifingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síðustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróður á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum. Skógareyðing og rányrkja voru búin að eyða meira en helmingi af gróðurhulu landsins og flestir héldu að þetta væri náttúrulögmál sem ekkert væri hægt að gera við. Fljótlega fór þó að sjást smá árangur af baráttu við sandinn og seinna var nafni Sandgræðslunnar breytt í Landgræðslan. Átti þá að snúa sér meira að uppgræðslu á hverfandi gróðri landsins. Beitilönd voru þá orðin svo þrautpínd af ofbeit að fé kom á mörgum stöðum horað af fjalli. Það sanna heimildir og gamlar myndir úr réttum. Fé er yfirleitt stærra og vöðvameira í dag, sem sýnir að það hefur aðgang að meira fóðri, oftar en ekki í boði Landgræðslunnar. Ógrynni af grasfræi og áburði hefur verið dreift á illa gróin heiðarlönd. Síðan er beit þar jafnóðum, vegna lausagöngu sauðfjár, því engin von er til þess að hægt sé að girða af heilu heiðarlöndin. Mörg örfoka svæði hefur þó tekist að girða, með óheyrilegum kostnaði, til að hægt sé að græða þau upp, og stundum afhent aftur til beitar þegar þau voru gróin. Ekki dugir það samt til að bjarga landskemmdum vegna beitarinnar, því heilu afréttirnir hafa sumstaðar verið ofnýttir þar til bókstaflega allur gróður var búinn og auðnin ein eftir. Búfjárbændur bera enga ábyrgð á landinu sem þeir beita. Oft er landið jafnvel í annarra eign eða þjóðlendur, sem eru okkar sameiginlega eign. Engin takmörk eru á því hve mikið fé má ganga á gróðri landsins. Þegar það var sem flest, um og upp úr miðju seinustu aldar, voru 2.000.000 á beit auk tugi þúsunda hrossa. Þá urðu miklar skemmdir á gróðri landsins á stuttum tíma, auk þess sem losna þurfti við mörg tonn af offramleiddu kjöti á hverju hausti. Það var svo ýmist urðað með miklum kostnaði eða niðurgreitt til útlanda, af ríkinu þ.e. okkur, fyrir milljarða á hverju ári. Samt vorum við búin að borga bændunum milljarða á ári fyrir að framleiða þessar óþarfa skepnur með beingreiðslum og ótal styrkjum. Ofan á það bætast landspjöllin af ofbeitinni og kostnaður við stöðugar viðgerðir Landgræðslunnar til að reyna að halda í við skemmdirnar. Svona hefur verið farið með skattpeningana okkar í áratugi, einungis til þess að bændur sem vilja hafa sauðfé geti framleitt eins margar skepnur og þá lystir, á okkar kostnað og landsins en landskemmdir verða seint metnar til fjár. 4 milljarðar fara í beingreiðslur til sauðfjárbænda á ári. Ekki er þörf fyrir nema helminginn af kjötframleiðslunni og þá gætu 2 milljarðar farið í t.d. skóla eða sjúkrahús eða þar sem ríkir neyðarástand, sem er víða. Hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í þessu fáránlega máli. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor styður með rökum í nýlegri blaðagrein að sauðfjárbúskapurinn eins og hann er rekinn í dag kosti ríkisjóð 7 milljarða tap á ári. Og það þó ekki séu taldar með landskemmdirnar og girðingafárið sem er orðið eins og net yfir landið, bara til að girða okkur frá sauðkindinni. Af hverju er þetta aldrei rætt á þingi? Það er eins og það sé feimnismál, að ekki megi minnast á þetta ástand. Áfram er bara ausið úr ríkissjóði af gömlum vana, í sauðfjárræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skilyrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Það vantar lög til að geta brugðist við, segir landgræðslustjóri. Gæti verið að landsfeðurnir sem sitja á þingi og eiga að gæta hagsmuna lands og þjóðar séu svo hræddir við að missa dýr atkvæði bændanna ef stuggað væri við þessum ótrúlegu forréttindum þeirra, að það sé þögult samkomulag innan flokkanna að þegja málið í hel á meðan við sofum á verðinum. Gæti ekki verið að við séum að vakna, búin að fá nóg og segjum hingað og ekki lengra, förum að skoða og ræða um hvernig við getum búið vistvænt og sjálfbært í landinu án þess að valda því óbætanlegum skaða. Það er ekkert sjálfgefið að það henti best til hömlulausrar sauðfjárræktar. Vöknum af aldardoðanum! Við eigum ótal önnur tækifæri. Vekjum þann kraft og hugmyndaauðgi sem býr í þjóðinni til að velja það sem best hentar þessu landi og þjóð. Breytum og bætum, framtíðinni til góðs. Til þess er okkur gefið þetta líf.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar