Vísindaleg óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða Sandra B. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Í grein í Fbl. 11. nóv. sl. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. sl. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir mínar voru þær sömu og virtir sameindalíffræðingar nota til að benda á mögulega heilsufarsáhættu af völdum Bt-eiturs. Hin harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja sem neita að viðurkenna nokkur vísindi sem afhjúpa áhættu af völdum erfðabreyttra afurða. Iðnaður sem mistekist hefur að rökstyðja öryggi erfðatækninnar á traustum vísindaforsendum leitar nú hælis í menningarkima afneitunar. Ekki er að undra, því erfðabreyttar afurðir voru markaðssettar án undangenginna langtímatilrauna á dýrum – og án nokkurra öryggisprófana á neytendum. Með því að neita að birta gögn sem þau byggja leyfisumsóknir sínar á hafa líftæknifyrirtæki vakið efasemdir um áreiðanleika vísinda sem framleiðsla erfðabreyttra lífvera byggir á. Hið sama má segja um líftæknifyrirtæki sem hafa neitað sjálfstæðum rannsóknaraðilum um erfðabreytt fræ nema því aðeins að (a) fyrirtækin samþykki þær tilraunir sem slíkir aðilar hyggjast gera og að (b) þeim aðilum sé ljóst að fyrirtækin hafi neitunarvald um birtingu á niðurstöðum tilraunanna. Sagan sýnir okkur að vísindi í þjónustu viðskiptahagsmuna verður að skoða með gagnrýnum huga. Áratugum saman hélt tóbaksiðnaðurinn því fram að ekki lægju fyrir nægar vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi reykinga og transfituiðnaðurinn hélt því fram að jurtaolíur hans (sem hlaðnar voru vetnissameindum) væru öruggar uns sjálfstæðar rannsóknir sýndu að þær yllu æðakölkun. Bt-eitur er skordýraeitur sem splæst er í maís til að ráða niðurlögum skordýra sem sækja í plöntuna. Bandaríska fyrirtækið Monsanto framleiðir m.a. tvö Bt-maísyrki – MON810 og MON863 – sem leyfð var ræktun á í ESB. Árið 2009 birti hópur franskra vísindamanna niðurstöður rannsóknar á áhrifum þriggja maísyrkja á heilsufar spendýra og voru áðurnefnd yrki meðal þeirra. Í niðurstöðum segir að „áhrif komu einkum fram í nýrum og lifur – hreinsunarlíffærunum – en þó með ólíkum hætti eftir því hvert hinna þriggja erfðabreyttu yrkja átti í hlut. Önnur áhrif komu einnig fram í hjarta, nýrnahettum, milta og blóðfrumumyndandi kerfi. Niðurstaða okkar er að þessi gögn sýni merki um lifrar- og nýrnaeitrun, hugsanlega af völdum nýrra eiturefna sem tengjast hverju einstöku erfðabreyttu maísyrki.” Rannsóknin vakti efasemdir um áreiðanleika vísinda sem Monsanto notaði til að afla sér ræktunarleyfa í ESB og réðist fyrirtækið því af hörku gegn henni. Hið sama gerði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum. Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland og Lúxemborg bönnuðu ræktun á MON 810. Þau voru gagnrýnd fyrir að styðja bann sitt ekki vísindagögnum, en hafa vafalaust gert sér grein fyrir að EFSA og Monsanto myndu hafna hverjum þeim gögnum sem fram yrðu lögð. Sjálfstæðir vísindamenn – þ.e. ekki á mála fyrirtækja – eru því miður fjársveltur minnihluti og standa frammi fyrir gríðarlegri mótspyrnu ef þeir stunda rannsóknir sem kunna að vefengja lífrækniiðnaðinn. Engu að síður hefur þeim tekist að færa vísindin nær sanni um möguleg heilsufarsáhrif Bt-eiturs. Eins og ég rakti í fyrri grein minni leiddi rannsókn Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada í ljós að Bt-eitur fannst í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þeir sem gerðu rannsóknina töldu að eitrið hafi borist í blóðið úr matvælum sem konurnar neyttu – en dæmigerð matarkarfa þar vestra inniheldur mikið af erfðabreyttum matvælum úr Bt-maís. Líftækniiðnaðurinn hefur jafnan fullyrt að DNA úr erfðabreyttum matvælum brotni niður í meltingarkerfi manna og dýra. Kanadíska rannsóknin og margar dýratilraunir hafa sýnt að Bt-gen standast meltingu, komast í þarmabakteríur og þaðan út í blóð og líffæri. Vísindamenn iðnaðarins hafa með semingi neyðst til að viðurkenna að slík flöt genatilfærsla á sér stað. Og nú grípa þeir til þess ráðs að halda því fram að þótt Bt-eitur berist út í blóðið hafi skaðsemi þess fyrir heilsufar ekki verið sönnuð! Vísindaleg umræða um öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs á enn langt í land. Mun meiri sjálfstæðra rannsókna er þörf til að sýna fram á hvernig og í hve ríkum mæli erfðabreytt matvæli og fóður hafa áhrif á heilsufar manna og dýra. Meðan svo er eiga íslenskir bændur þess nú kost að forða búfé sínu frá Bt-maís með því að kaupa ó-erfðabreytt fóður. Í janúar munu íslensk stjórnvöld færa þjóðinni í nýársgjöf reglur um merkingar erfðabreyttra matvæla, sem gera neytendum kleift að forðast kaup á slíkum afurðum. Úr því að vísindin megna ekki að sýna fram á öryggi erfðabreyttra plantna getur Ísland verndað heilbrigði hins íslenska umhverfis, búfjár og neytenda á grundvelli varúðarreglunnar og lýst landið svæði án erfðabreyttra lífvera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. 11. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fbl. 11. nóv. sl. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. sl. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir mínar voru þær sömu og virtir sameindalíffræðingar nota til að benda á mögulega heilsufarsáhættu af völdum Bt-eiturs. Hin harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja sem neita að viðurkenna nokkur vísindi sem afhjúpa áhættu af völdum erfðabreyttra afurða. Iðnaður sem mistekist hefur að rökstyðja öryggi erfðatækninnar á traustum vísindaforsendum leitar nú hælis í menningarkima afneitunar. Ekki er að undra, því erfðabreyttar afurðir voru markaðssettar án undangenginna langtímatilrauna á dýrum – og án nokkurra öryggisprófana á neytendum. Með því að neita að birta gögn sem þau byggja leyfisumsóknir sínar á hafa líftæknifyrirtæki vakið efasemdir um áreiðanleika vísinda sem framleiðsla erfðabreyttra lífvera byggir á. Hið sama má segja um líftæknifyrirtæki sem hafa neitað sjálfstæðum rannsóknaraðilum um erfðabreytt fræ nema því aðeins að (a) fyrirtækin samþykki þær tilraunir sem slíkir aðilar hyggjast gera og að (b) þeim aðilum sé ljóst að fyrirtækin hafi neitunarvald um birtingu á niðurstöðum tilraunanna. Sagan sýnir okkur að vísindi í þjónustu viðskiptahagsmuna verður að skoða með gagnrýnum huga. Áratugum saman hélt tóbaksiðnaðurinn því fram að ekki lægju fyrir nægar vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi reykinga og transfituiðnaðurinn hélt því fram að jurtaolíur hans (sem hlaðnar voru vetnissameindum) væru öruggar uns sjálfstæðar rannsóknir sýndu að þær yllu æðakölkun. Bt-eitur er skordýraeitur sem splæst er í maís til að ráða niðurlögum skordýra sem sækja í plöntuna. Bandaríska fyrirtækið Monsanto framleiðir m.a. tvö Bt-maísyrki – MON810 og MON863 – sem leyfð var ræktun á í ESB. Árið 2009 birti hópur franskra vísindamanna niðurstöður rannsóknar á áhrifum þriggja maísyrkja á heilsufar spendýra og voru áðurnefnd yrki meðal þeirra. Í niðurstöðum segir að „áhrif komu einkum fram í nýrum og lifur – hreinsunarlíffærunum – en þó með ólíkum hætti eftir því hvert hinna þriggja erfðabreyttu yrkja átti í hlut. Önnur áhrif komu einnig fram í hjarta, nýrnahettum, milta og blóðfrumumyndandi kerfi. Niðurstaða okkar er að þessi gögn sýni merki um lifrar- og nýrnaeitrun, hugsanlega af völdum nýrra eiturefna sem tengjast hverju einstöku erfðabreyttu maísyrki.” Rannsóknin vakti efasemdir um áreiðanleika vísinda sem Monsanto notaði til að afla sér ræktunarleyfa í ESB og réðist fyrirtækið því af hörku gegn henni. Hið sama gerði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum. Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland og Lúxemborg bönnuðu ræktun á MON 810. Þau voru gagnrýnd fyrir að styðja bann sitt ekki vísindagögnum, en hafa vafalaust gert sér grein fyrir að EFSA og Monsanto myndu hafna hverjum þeim gögnum sem fram yrðu lögð. Sjálfstæðir vísindamenn – þ.e. ekki á mála fyrirtækja – eru því miður fjársveltur minnihluti og standa frammi fyrir gríðarlegri mótspyrnu ef þeir stunda rannsóknir sem kunna að vefengja lífrækniiðnaðinn. Engu að síður hefur þeim tekist að færa vísindin nær sanni um möguleg heilsufarsáhrif Bt-eiturs. Eins og ég rakti í fyrri grein minni leiddi rannsókn Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada í ljós að Bt-eitur fannst í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þeir sem gerðu rannsóknina töldu að eitrið hafi borist í blóðið úr matvælum sem konurnar neyttu – en dæmigerð matarkarfa þar vestra inniheldur mikið af erfðabreyttum matvælum úr Bt-maís. Líftækniiðnaðurinn hefur jafnan fullyrt að DNA úr erfðabreyttum matvælum brotni niður í meltingarkerfi manna og dýra. Kanadíska rannsóknin og margar dýratilraunir hafa sýnt að Bt-gen standast meltingu, komast í þarmabakteríur og þaðan út í blóð og líffæri. Vísindamenn iðnaðarins hafa með semingi neyðst til að viðurkenna að slík flöt genatilfærsla á sér stað. Og nú grípa þeir til þess ráðs að halda því fram að þótt Bt-eitur berist út í blóðið hafi skaðsemi þess fyrir heilsufar ekki verið sönnuð! Vísindaleg umræða um öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs á enn langt í land. Mun meiri sjálfstæðra rannsókna er þörf til að sýna fram á hvernig og í hve ríkum mæli erfðabreytt matvæli og fóður hafa áhrif á heilsufar manna og dýra. Meðan svo er eiga íslenskir bændur þess nú kost að forða búfé sínu frá Bt-maís með því að kaupa ó-erfðabreytt fóður. Í janúar munu íslensk stjórnvöld færa þjóðinni í nýársgjöf reglur um merkingar erfðabreyttra matvæla, sem gera neytendum kleift að forðast kaup á slíkum afurðum. Úr því að vísindin megna ekki að sýna fram á öryggi erfðabreyttra plantna getur Ísland verndað heilbrigði hins íslenska umhverfis, búfjár og neytenda á grundvelli varúðarreglunnar og lýst landið svæði án erfðabreyttra lífvera.
Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. 11. nóvember 2011 06:00
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar