Fleiri fréttir

Fréttir af ranghverfunni á Vestfjörðum

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Sagt var frá því með mikilli vandlætingu að búið væri að keyra á 75 kindur það sem af er sumri og flestir keyrðu bara burt frá slysstað. Er að undra. Þar til fyrir nokkrum árum urðu menn að borga bóndanum fyrir skepnuna sem var á þjóðveginum og olli slysinu en bar enga ábyrgð sjálfur.

Tonn fyrir tonn?

Vésteinn Ólason skrifar

Í byrjun vikunnar las einn af fréttamönnum RÚV nokkrum sinnum frétt um það að ríkissjóður mundi tapa 1,3 milljörðum vegna lána sem veðsett væru „í raun og veru“ með úthafsrækjukvóta, sem nú yrði gerður verðlaus ef sjávarútvegsráðherra fengi að fara sínu fram. Fréttin vakti hjá mér spurningar sem hún svaraði ekki:

Félagshyggjustjórn í Reykjavíkurborg

Björgvin Guðmundsson skrifar

Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félagshyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti fremur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhylltist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnarflokka borgarinnar.

„Vituð ér enn ...“

Sverrir Hermannsson skrifar

Í Morgunblaðinu 24. janúar 2002 birti þessi höfundur grein þar sem sagði m.a.: „Í annað sinn á rúmum mánuði hafa fulltrúar atvinnulífsins séð sig knúna til að draga ríkisstjórnina að fundarborði til að ræða viðbrögð við

Varðstaðan sem brást

Íslensk þjóð er nú reynslunni ríkari af verkum sem unnin hafa verið í anda hins óbeislaða heimskapitalisma. Sýnt er að ferlið var komið á fullt skrið og náði afdrifaríkum áfanga með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1993. Þá var lagður lagagrundvöllur að útrásarfyrirætlunum

Hundakúkur á Esjunni

Úrsúla Jünemann skrifar

Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfellshorn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngufélagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarnir af og til að gera stykkin sín og hafa

Börn í Kvennaathvarfinu

Út er komin, í samvinnu Forlagsins og Barnaverndarstofu, bókin Illi karl en hún fjallar um ofbeldi á heimilum og er öðruvísi en allar aðrar bækur sem ég hef lesið. Þó hef ég lesið aragrúa af bókum sem fjalla um ofbeldi á heimilum.

Til hamingju LÍÚ

Bergvin Oddsson skrifar

Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til

Stríðsmenn og prinsessur

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það er vandi að ala upp börn. Ekki síst í samfélagi sem er í sífelldri þróun og viðhorf sem voru viðtekin í gær standast ekki kröfur okkar í dag. Gera verður ráð fyrir að þorri foreldra leitist við að búa börn sín undir að takast á við jafnveigamikil verkefni í lífinu, óháð kyni þeirra.

Meira „orðaskak“ um málfar

Þorgrímur Gestsson skrifar

Vegna greinar minnar í Fréttablaðinu 14. júlí sl. gerir Ásgrímur Angantýsson nokkra grein fyrir þeim mörkum á milli rétts máls og rangs, sem hann kýs, í nafni menntunar sinnar, að miða við. Ég kann honum þökk fyrir þessa greiningu og er sammála henni að mestu leyti.

Ótti við breytingar

Hér langar mig að fjalla um fanga með einangrun, refsingu og betrun í huga. Þegar ég var með vikuleg sjálfstyrktarnámskeið á Litla-Hrauni 2008-2009 þá ræddi ég við fjölda einstaklinga sem þar afplánuðu. Fékk ég einhverja innsýn inni í aðstæður þeirra en að auki fékk ég aðra sýn á fangelsismál en almenningur hefur almennt.

Lykill að nýjum tækifærum

Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar

Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangárþings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði.

Sigurbogi frelsisandans

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Því miður hef ég ekki komist hjá því að sjá nokkra sorpfréttaþætti hér á Spáni. Þar má fræðast má um beðmál fjölmiðla­fígúra og önnur málefni sem þægilegast er að hafa út af fyrir sig.

Sömu mistökin aftur?

Björn B. Björnsson skrifar

Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjárlaganefnd alvarleg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna.

Óskýrar leikreglur

Bjarni Gunnarsson skrifar

Óskýrar leikreglur eru að hrjá íslensku þjóðina á öllum vígstöðvum þessar stundirnar. Ber þar fyrst að nefna að allt fjármálakerfið er í uppnámi vegna þess að gengistryggð lán voru talin lögleg og dæmd lögleg í

Bótanískt útlendingahatur?

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Í tilefni forustugreinar Fréttablaðsins 14.6. sl. Fyrir tæpum 140 árum reyndi Jón Ólafsson ritstjóri að koma til leiðar landnámi Íslendinga í Alaska. Landið var strjálbýlt, í eigu Bandaríkjanna frá árinu 1867. Þarna vildi Jón að

Vandræðabarnið í Vatnsmýrinni

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það er ekki oft sem ástæða er til að fagna seinagangi og ráðaleysi yfirvalda. Svo er þó þegar kemur að blessaðri samgöngumiðstöðinni sem lengi hefur staðið til að rísi í Vatnsmýrinni þrátt fyrir að í nánustu framtíð sé fyrirsjáanleg kúvending á hlutverki Vatnsmýrarsvæðisins í

Nýir möguleikar með Landeyjahöfn

Kristján L. Möller skrifar

Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi.

Samkeppnishömlum í rækjuútgerð aflétt

Finnbogi Vikar skrifar

Ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila frjálsar veiðar á úthafsrækju er góð ákvörðun sem ætti að koma þjóðarbúinu vel og skapa fjölda starfa með litlum tilkostnaði fyrir íslenska

Reiðhjólið dregið fram

Marta María Friðriksdóttir skrifar

Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli.

Eru fjárfestar velkomnir?

Ólafur Stephensen skrifar

Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld í ríki, sem þarf eins nauðsynlega á erlendri fjárfestingu að halda og Ísland, skuli leggja jafnmikið á sig og raun ber vitni til að hrekja erlenda fjárfesta frá landinu.

Ó, þessir heltönnuðu tímar

Gerður Kristný skrifar

Í pósthrúgunni sem beið mín eftir sumarfrí gat að líta athyglisverða gjöf frá Arion banka. Þar var á ferðinni Einkaklúbbskort og bæklingur með nöfnum fyrirtækjanna sem bjóða korthöfum upp á alls konar tilboð. Þar kennir ýmissa grasa,

Öskjuhlíðarsamkeppni

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Á hlaupum á Akureyri sér maður haft í DV eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að Hagar séu barnið hans. Og sárt að horfa upp á skiptingu fyrirtækisins. Honum væri nær að fagna því að vera loksins laus við þetta skrýmsli.

Þjóðin á listaverkin í bönkunum

Svavar Gestsson skrifar

Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi

Skynsamleg nýting auðlinda

Ólafur Stephensen skrifar

Full ástæða er til að því sé haldið til haga þegar stjórnmálamenn taka skynsamlegar ákvarðanir. Sérstaklega ef þeir gera almennt ekki mjög mikið af slíku.

Útrýming mannkyns

Atli Fannar Bjarkarson skrifar

Hrikalega fögur vinkona mín sagði um daginn að vinkonur hennar væru í auknu mæli byrjaðar að sækja í yngri karlmenn. Á meðan ég fylgdist agndofa með sagði hún algengt að stelpur sem væru komnar um eða yfir miðjan þrítugsaldurinn skömmuðust sín ekkert fyrir að eiga rétt tæplega tvítuga kærasta og snéru þannig aldagömlum gildum á hvolf – gildum sem hafa viðhaldið lífi á jörðinni frá örófi alda.

Til Ögmundar Jónassonar

Hannes Pétursson rithöfundur skrifar

Kæri Ögmundur. Ég sé í grein eftir þig í Fréttablaðinu 15. þessa mánaðar að þú telur aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu stríða gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Þess vegna hlýt ég að spyrja: Hvernig getur þú setið á Alþingi Íslendinga án þess að berjast fyrir því sleitulaust að þeirri aðild verði slitið? Oft hef ég hrifizt af mælsku þinni og málafylgju í ræðustóli þingsins, en aldrei heyrt þig krefjast þess að EES-samningnum verði sagt upp. Mér virðist að í þessu efni hefði pólitísk samkvæmni af þinni hálfu mátt vera rishærri.

Lúpínuþráhyggjan

Einar Gunnar Birgisson áhugamaður um umhverfisvernd skrifar

Það er til fólk sem er haldið þráhyggju vegna lúpínu og finnst lúpínan vera að taka yfir landið og talar um innrás framandi tegundar, þó að elstu heimildir um notkun hennar á Íslandi séu frá árinu 1885. Nú er mikil vá fyrir dyrum segir þetta fólk og grípa þarf til varna. Hagsmunaaðilar hafa verið að hvísla þessu í eyra umhverfisráðherra og svo auðvitað hvísla þeir líka sem er illa við lúpínu eingöngu vegna þess að hún er „útlensk" planta. Stórtæk, rándýr og mannaflsfrek útrýmingarherferð með illgresiseyði stendur fyrir dyrum. Óvinurinn er lúpínan, vígvöllurinn er villt náttúra Íslands og herkostnaðinn borga skattborgararnir.

Hvar situr barnið þitt?

Þóra Magnea Magnúsdóttir fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu skrifar

Á hverju ári slasast yfir 20 börn, sex ára og yngri, sem eru farþegar í bílum. Með réttum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí sl. öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 75 leikskóla víða um land og var öryggisbúnaður 2.660 barna skoðaður. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd hér á landi frá árinu 1996 og á svo víðtæk könnun sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum. Óhætt er að segja að á undaförnum árum hafi mikið áunnist í öryggismálum barna í bíl. Á fyrstu árum könnunarinnar var öryggisbúnaður barna í bíl óásættanlegur en ljóst er að hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum efnum þótt enn vanti töluvert á að hægt sé að segja að ástandið sé viðunandi.

Málefnaleg viðmið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í umræðum um kaup Magma á HS orku er stöðugt ruglað saman erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu og orkulindum. Nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. virðast hafa það á starfsskrá sinni að rugla fólk í ríminu um þessi efni.

Völd án aðhalds

Ólafur Stephensen skrifar

Samanburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skattbyrði á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum OECD, sem fram kemur í margumræddri skýrslu sjóðsins um íslenzka skattkerfið, er allrar athygli verður.

Syndir feðranna

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Í litlu samfélagi eins og á Íslandi verður það næstum hluti af refsingu fyrir glæpsamlegt athæfi að nafngreina glæpamenn og -konur opinberlega, í fjölmiðlum eða á netinu, þar sem allir þekkja alla og nafnið þitt segir hluta þjóðarinnar undir eins hver pabbi þinn er eða hvar þú gekkst í skóla. Þannig verður refsingin langvinnari og samfélagið allt tekur þátt í að fordæma hið ólöglega athæfi.

„Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýungin sé betri“

Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur skrifar

Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitnun í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og framsýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með framfarir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni.

Niðurrifsstarfsemi eða nútíma lýðræði

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifar

Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra.

Ný Bóla

Sverrir Björnsson skrifar

„Er það vilji andskotans umboðslaun eða gróði" að fjármagnseigendum sé bætur skaðinn af bankahruninu en þeir sem ekkert áttu nema skuldir og strit beri kostnaðinn á sínum herðum um ókomin ár?

Agúrkumaðurinn mætir

Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna skrifar

Hún er þrautseig goðsögnin um reglugerðarbáknið í Brussel. Dæmi um þetta bull er að íslensk ungmenni verði send í evrópskan her, Íslendingar muni missa allar auðlindir sínar og að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst ef við göngum í Evrópusambandið. Einn af helstu boðberum slíkra sögusagna er breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Honum hefur verið mikið hampað af Nei-hreyfingunni á Íslandi og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands til að boða fagnaðarerindið.

Samstarf án stefnu

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar - nýjan stöðugleikasáttmála."

Langdræg neyðarráð

Þorvaldur Gylfason skrifar

Neyðarráðstafanir eiga að vera skammvinnar. Það liggur í hlutarins eðli, því að neyð er í eðli sínu tímabundið ástand. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið. Íslenzk neyðarráð hafa þó sum enzt lengi. Sumir gera út á þau og hagnast á þeim á kostnað almennings.

Súrir skuldarar

Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur skrifar

Skuldarar verðtryggðra lána hafa margir krafist þess að gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg í síðasta mánuði, verði leiðrétt svo þau verði nákvæmlega jafn óréttlát og ósanngjörn og lánin sem þeir -

Af hverju minnkar ekki reiðin?

Kolbrún Baldursdóttir: skrifar

Af hverju minnkar ekki reiðin? Því er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist með einum eða öðrum hætti hruninu og afleiðingum þess. Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er enn djúpstæð og virðist ætla að endast lengi. Í ljósi þess hversu mikið áfall dundi yfir þjóðina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki að undra að fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtætt. Þannig mun það án efa verða um sinn eða í það minnsta þar til sérstökum saksóknara hefur tekist að grynnka á málafjöldanum á hans borði. Fólk verður ekki sátt fyrr en fundnar hafa verið ásættanlegar lausnir á allra erfiðustu skuldamálum sem til var stofnað á góðæristímanum.

ESB og lýðræðið

Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar

Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi!

Um málfar

Þór Stefánsson skáld og framhaldsskólakennari skrifar

Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svaraði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra.

Metan í einum grænum

Sveinbjörn Ragnar Árnason skrifar

Félagi minn lét setja metangas orkugjafa í ameríska pallbílinn sinn um daginn. Nú keyrir hann um á grænni orku. Ameríski pallbíllinn nær allt að 300 km á hleðslunni. Sparnaðurinn er umtalsverður, rúmlega helmingi ódýrara er að aka á metangasi miðað við bensín-orkugjafann. Ef þú verður metanlaus, ýtir þú á einn takka í mælaborðinu á bílnum þínum og þú skiptir yfir á bensín-orkugjafann eins og ekkert væri.

Njótum auðlindanna saman

Marta Eiríksdóttir kennari skrifar

Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyrirtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott?

Á móti íslenskum bókmenntum?

Kristín Steinsdóttir og Jón Kalmann Stefánsson skrifar

Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd.

Sjá næstu 50 greinar