Lykill að nýjum tækifærum Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 21. júlí 2010 06:00 Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangárþings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði. Mörgum þótti þingsályktunartillaga Árna Johnsen fjarlæg þegar hann lagði hana fram á Alþingi og ég er stoltur af því að hafa verið einn af samflutningsmönnum Árna að þessari tillögu. Þingsályktunartillagan var samþykkt og nú er Landeyjahöfn orðin að veruleika með hjálp samgönguráðuneytisins, Siglingamálastofnunar og margra færra sérfræðinga og verklaginna snillinga. Um leið og höfnin opnar nýja og spennandi samgönguleið til og frá Vestmannaeyjum tengir höfnin Rangæinga og Vestmannaeyinga enn sterkari böndum en alla tíð hafa verið sterk tengsl milli þessara byggða. Margir Vestmannaeyingar eiga rætur sínar í Rangárþing og Rangæingar fóru gjarnan á vertíð til Vestmannaeyja og opnaði það bændum og bændasonum nýja sýn, um leið og þeir færðu björg í bú. Hér var um ákveðna manndómsvígslu að ræða ekki síður en smalamennsku í fjallferðum á haustin í gamla daga. Það má segja að Landeyjahöfn sé lykill nýrra tækifæra bæði hér uppi á landi og í Vestmannaeyjum. Hér opnast nýjar víddir fyrir víðtæka samvinnu þessara byggðalaga. Landeyjahöfn er glæsilegt mannvirki þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að aðalverktaki hafnarinnar sjálfrar er fyrirtækið Suðurverk sem er í eigu Dofra Eysteinssonar en lagður var grunnur að velgengni þess dugnaðarforks þegar hann, barnungur maðurinn, var einn þeirra sem gróf fyrir vatnleiðslunni til Eyja á sjöunda áratugnum og enn er Dofri að þrátt fyrir ýmiskonar kollsteypur verktakafyrirtækja á Íslandi. Verkið lofar svo sannarlega meistarann og alla þá meistara sem komið hafa að þessari þörfu og merkilegu framkvæmd. Það er ósk mín og annarra Rangæinga að blessun fylgi þessari framkvæmd og æðri máttarvöld verndi þá fjölmörgu sem eiga eftir að nýta sér þennan samgöngumáta og þau mannvirki sem nú hafa litið dagsins ljós íbúum Rangárvallasýslu, Vestmannaeyja og landsmönnum öllum til heilla. Mjög brýnt er að koma strax upp smábátahöfn við þetta myndarlega mannvirki því tilkostnaður er til þess að gera lítill meðan vinnuflokkar og vinnuvélar eru enn að störfum við hafnarmannvikrið. Þannig nýtast þessi mannvirki enn betur og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangárþings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði. Mörgum þótti þingsályktunartillaga Árna Johnsen fjarlæg þegar hann lagði hana fram á Alþingi og ég er stoltur af því að hafa verið einn af samflutningsmönnum Árna að þessari tillögu. Þingsályktunartillagan var samþykkt og nú er Landeyjahöfn orðin að veruleika með hjálp samgönguráðuneytisins, Siglingamálastofnunar og margra færra sérfræðinga og verklaginna snillinga. Um leið og höfnin opnar nýja og spennandi samgönguleið til og frá Vestmannaeyjum tengir höfnin Rangæinga og Vestmannaeyinga enn sterkari böndum en alla tíð hafa verið sterk tengsl milli þessara byggða. Margir Vestmannaeyingar eiga rætur sínar í Rangárþing og Rangæingar fóru gjarnan á vertíð til Vestmannaeyja og opnaði það bændum og bændasonum nýja sýn, um leið og þeir færðu björg í bú. Hér var um ákveðna manndómsvígslu að ræða ekki síður en smalamennsku í fjallferðum á haustin í gamla daga. Það má segja að Landeyjahöfn sé lykill nýrra tækifæra bæði hér uppi á landi og í Vestmannaeyjum. Hér opnast nýjar víddir fyrir víðtæka samvinnu þessara byggðalaga. Landeyjahöfn er glæsilegt mannvirki þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að aðalverktaki hafnarinnar sjálfrar er fyrirtækið Suðurverk sem er í eigu Dofra Eysteinssonar en lagður var grunnur að velgengni þess dugnaðarforks þegar hann, barnungur maðurinn, var einn þeirra sem gróf fyrir vatnleiðslunni til Eyja á sjöunda áratugnum og enn er Dofri að þrátt fyrir ýmiskonar kollsteypur verktakafyrirtækja á Íslandi. Verkið lofar svo sannarlega meistarann og alla þá meistara sem komið hafa að þessari þörfu og merkilegu framkvæmd. Það er ósk mín og annarra Rangæinga að blessun fylgi þessari framkvæmd og æðri máttarvöld verndi þá fjölmörgu sem eiga eftir að nýta sér þennan samgöngumáta og þau mannvirki sem nú hafa litið dagsins ljós íbúum Rangárvallasýslu, Vestmannaeyja og landsmönnum öllum til heilla. Mjög brýnt er að koma strax upp smábátahöfn við þetta myndarlega mannvirki því tilkostnaður er til þess að gera lítill meðan vinnuflokkar og vinnuvélar eru enn að störfum við hafnarmannvikrið. Þannig nýtast þessi mannvirki enn betur og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun