Lykill að nýjum tækifærum Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 21. júlí 2010 06:00 Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangárþings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði. Mörgum þótti þingsályktunartillaga Árna Johnsen fjarlæg þegar hann lagði hana fram á Alþingi og ég er stoltur af því að hafa verið einn af samflutningsmönnum Árna að þessari tillögu. Þingsályktunartillagan var samþykkt og nú er Landeyjahöfn orðin að veruleika með hjálp samgönguráðuneytisins, Siglingamálastofnunar og margra færra sérfræðinga og verklaginna snillinga. Um leið og höfnin opnar nýja og spennandi samgönguleið til og frá Vestmannaeyjum tengir höfnin Rangæinga og Vestmannaeyinga enn sterkari böndum en alla tíð hafa verið sterk tengsl milli þessara byggða. Margir Vestmannaeyingar eiga rætur sínar í Rangárþing og Rangæingar fóru gjarnan á vertíð til Vestmannaeyja og opnaði það bændum og bændasonum nýja sýn, um leið og þeir færðu björg í bú. Hér var um ákveðna manndómsvígslu að ræða ekki síður en smalamennsku í fjallferðum á haustin í gamla daga. Það má segja að Landeyjahöfn sé lykill nýrra tækifæra bæði hér uppi á landi og í Vestmannaeyjum. Hér opnast nýjar víddir fyrir víðtæka samvinnu þessara byggðalaga. Landeyjahöfn er glæsilegt mannvirki þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að aðalverktaki hafnarinnar sjálfrar er fyrirtækið Suðurverk sem er í eigu Dofra Eysteinssonar en lagður var grunnur að velgengni þess dugnaðarforks þegar hann, barnungur maðurinn, var einn þeirra sem gróf fyrir vatnleiðslunni til Eyja á sjöunda áratugnum og enn er Dofri að þrátt fyrir ýmiskonar kollsteypur verktakafyrirtækja á Íslandi. Verkið lofar svo sannarlega meistarann og alla þá meistara sem komið hafa að þessari þörfu og merkilegu framkvæmd. Það er ósk mín og annarra Rangæinga að blessun fylgi þessari framkvæmd og æðri máttarvöld verndi þá fjölmörgu sem eiga eftir að nýta sér þennan samgöngumáta og þau mannvirki sem nú hafa litið dagsins ljós íbúum Rangárvallasýslu, Vestmannaeyja og landsmönnum öllum til heilla. Mjög brýnt er að koma strax upp smábátahöfn við þetta myndarlega mannvirki því tilkostnaður er til þess að gera lítill meðan vinnuflokkar og vinnuvélar eru enn að störfum við hafnarmannvikrið. Þannig nýtast þessi mannvirki enn betur og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangárþings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði. Mörgum þótti þingsályktunartillaga Árna Johnsen fjarlæg þegar hann lagði hana fram á Alþingi og ég er stoltur af því að hafa verið einn af samflutningsmönnum Árna að þessari tillögu. Þingsályktunartillagan var samþykkt og nú er Landeyjahöfn orðin að veruleika með hjálp samgönguráðuneytisins, Siglingamálastofnunar og margra færra sérfræðinga og verklaginna snillinga. Um leið og höfnin opnar nýja og spennandi samgönguleið til og frá Vestmannaeyjum tengir höfnin Rangæinga og Vestmannaeyinga enn sterkari böndum en alla tíð hafa verið sterk tengsl milli þessara byggða. Margir Vestmannaeyingar eiga rætur sínar í Rangárþing og Rangæingar fóru gjarnan á vertíð til Vestmannaeyja og opnaði það bændum og bændasonum nýja sýn, um leið og þeir færðu björg í bú. Hér var um ákveðna manndómsvígslu að ræða ekki síður en smalamennsku í fjallferðum á haustin í gamla daga. Það má segja að Landeyjahöfn sé lykill nýrra tækifæra bæði hér uppi á landi og í Vestmannaeyjum. Hér opnast nýjar víddir fyrir víðtæka samvinnu þessara byggðalaga. Landeyjahöfn er glæsilegt mannvirki þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að aðalverktaki hafnarinnar sjálfrar er fyrirtækið Suðurverk sem er í eigu Dofra Eysteinssonar en lagður var grunnur að velgengni þess dugnaðarforks þegar hann, barnungur maðurinn, var einn þeirra sem gróf fyrir vatnleiðslunni til Eyja á sjöunda áratugnum og enn er Dofri að þrátt fyrir ýmiskonar kollsteypur verktakafyrirtækja á Íslandi. Verkið lofar svo sannarlega meistarann og alla þá meistara sem komið hafa að þessari þörfu og merkilegu framkvæmd. Það er ósk mín og annarra Rangæinga að blessun fylgi þessari framkvæmd og æðri máttarvöld verndi þá fjölmörgu sem eiga eftir að nýta sér þennan samgöngumáta og þau mannvirki sem nú hafa litið dagsins ljós íbúum Rangárvallasýslu, Vestmannaeyja og landsmönnum öllum til heilla. Mjög brýnt er að koma strax upp smábátahöfn við þetta myndarlega mannvirki því tilkostnaður er til þess að gera lítill meðan vinnuflokkar og vinnuvélar eru enn að störfum við hafnarmannvikrið. Þannig nýtast þessi mannvirki enn betur og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verksins.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar