Útrýming mannkyns Atli Fannar Bjarkarson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Hrikalega fögur vinkona mín sagði um daginn að vinkonur hennar væru í auknu mæli byrjaðar að sækja í yngri karlmenn. Á meðan ég fylgdist agndofa með sagði hún algengt að stelpur sem væru komnar um eða yfir miðjan þrítugsaldurinn skömmuðust sín ekkert fyrir að eiga rétt tæplega tvítuga kærasta og snéru þannig aldagömlum gildum á hvolf - gildum sem hafa viðhaldið lífi á jörðinni frá örófi alda. Fréttirnar komu mér að sjálfsögðu í opna skjöldu og röskuðu einhverju jafnvægi innra með mér. Ég þekki varla annað en að karlmenn eigi einkaleyfi á því að næla sér í yngri maka og finnst framandi að hugsa til þess að 25 ára stelpur láti sjá sig í stúdentsveislum hjá kærustunum sínum sem eru mjóróma og óöruggir eins og aðrir unglingar. Það sló mig einnig að stelpurnar eru miklu yngri en hinar svokölluðu fjallaljónynjur (e.þ. Cougars) sem sitja um miklu yngri menn og veiða þá með hjálp óaðfinnanlegra leðurstígvéla og farsæls ferils í fasteignasölu. Vinkona mín staðfesti semsagt að fjallaljónynjur geta verið miklu yngri en áður var talið. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að þessi nýja kynslóð kallast púmur (e.þ. Puma) eða fjallaljónynjur í þjálfun. Þær leita ekkert sérstaklega langt niður fyrir sig í aldri - kannski fimm til sex ár og sleppa þannig við að vera kallaðar vögguræningjar (e.þ. Craddle robbers) sem er slanguryrði yfir þá eða þær sem leita til miklu yngra fólks í leit að losta og/eða ást - en þó innan ramma laganna. Við skulum vona að Guð hjálpi okkur því þessi þróun gæti leitt til útrýmingar silungsins (e.þ. Trout). Silungur er karlmaður sem sækir í yngri stelpur og hefur viðhaldið lífi á jörðinni frá upphafi. Afleiðingarnar gæti jafnvel orðið alvarlegri, enda á mannkynið allt undir eldgömlum karlgörmum sem áttu í ástarsamböndum við yngri konur. Júlíus Cesar var til dæmis 52 ára þegar hann kynntist hinni 21 árs gömlu Kleópötru um 47 fyrir Krist. Ef Púmur éta karlmannsstofninn upp til agna áður en þeir ná að verða silungar verður ekkert æti eftir fyrir fjallaljónynjurnar. Ef þessari þróun verður ekki snúið við er tortíming mannkyns yfirvofandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hrikalega fögur vinkona mín sagði um daginn að vinkonur hennar væru í auknu mæli byrjaðar að sækja í yngri karlmenn. Á meðan ég fylgdist agndofa með sagði hún algengt að stelpur sem væru komnar um eða yfir miðjan þrítugsaldurinn skömmuðust sín ekkert fyrir að eiga rétt tæplega tvítuga kærasta og snéru þannig aldagömlum gildum á hvolf - gildum sem hafa viðhaldið lífi á jörðinni frá örófi alda. Fréttirnar komu mér að sjálfsögðu í opna skjöldu og röskuðu einhverju jafnvægi innra með mér. Ég þekki varla annað en að karlmenn eigi einkaleyfi á því að næla sér í yngri maka og finnst framandi að hugsa til þess að 25 ára stelpur láti sjá sig í stúdentsveislum hjá kærustunum sínum sem eru mjóróma og óöruggir eins og aðrir unglingar. Það sló mig einnig að stelpurnar eru miklu yngri en hinar svokölluðu fjallaljónynjur (e.þ. Cougars) sem sitja um miklu yngri menn og veiða þá með hjálp óaðfinnanlegra leðurstígvéla og farsæls ferils í fasteignasölu. Vinkona mín staðfesti semsagt að fjallaljónynjur geta verið miklu yngri en áður var talið. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að þessi nýja kynslóð kallast púmur (e.þ. Puma) eða fjallaljónynjur í þjálfun. Þær leita ekkert sérstaklega langt niður fyrir sig í aldri - kannski fimm til sex ár og sleppa þannig við að vera kallaðar vögguræningjar (e.þ. Craddle robbers) sem er slanguryrði yfir þá eða þær sem leita til miklu yngra fólks í leit að losta og/eða ást - en þó innan ramma laganna. Við skulum vona að Guð hjálpi okkur því þessi þróun gæti leitt til útrýmingar silungsins (e.þ. Trout). Silungur er karlmaður sem sækir í yngri stelpur og hefur viðhaldið lífi á jörðinni frá upphafi. Afleiðingarnar gæti jafnvel orðið alvarlegri, enda á mannkynið allt undir eldgömlum karlgörmum sem áttu í ástarsamböndum við yngri konur. Júlíus Cesar var til dæmis 52 ára þegar hann kynntist hinni 21 árs gömlu Kleópötru um 47 fyrir Krist. Ef Púmur éta karlmannsstofninn upp til agna áður en þeir ná að verða silungar verður ekkert æti eftir fyrir fjallaljónynjurnar. Ef þessari þróun verður ekki snúið við er tortíming mannkyns yfirvofandi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun