Á móti íslenskum bókmenntum? Kristín Steinsdóttir og Jón Kalmann Stefánsson skrifar 15. júlí 2010 06:00 Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun