Á móti íslenskum bókmenntum? Kristín Steinsdóttir og Jón Kalmann Stefánsson skrifar 15. júlí 2010 06:00 Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar